Fréttablaðið - 15.07.2016, Síða 24

Fréttablaðið - 15.07.2016, Síða 24
Forvarnarátakið Bleiki fíllinn hefur verið starfrækt kringum Þjóðhátíð í nokkur ár en markmið verkefnisins er að fá fólk til að ræða saman og horfast í augu við þann glæp sem nauðgun er og um leið að undirstrika mikilvægi sam- þykkis í kynlífi. „Það er alveg á hreinu að sá eini sem ber ábyrgð á nauðgun er sá sem nauðgar,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, talsmaður átaksins og upphafsmaður þess. Jóhanna Ýr segir gesti Þjóðhá- tíðar, sem og heimamenn, hafa tekið verkefninu opnum örmum og sýnt því stuðning, bæði með því að kaupa varning til styrktar átak- inu en ekki síður með því að passa betur upp á náungann. „Við sýnum t.d. stiklur á stóru skjáunum í daln- um. Ein þeirra bendir gestum á að sýna samhug, passa upp á hver annan og að hika ekki við að láta gæslufólkið vita ef það sér eitthvað athugavert. Það hefur svínvirkað því gæslufólkið talar um að gest- ir hátíðarinnar séu mikið öflugri í að láta vita ef þeir sjá eitthvað sem þeim mislíkar.“ Umræðan opnuð Auk átaksins hefur Þjóðhátíðar- nefnd sett upp öryggismyndavél- ar víðsvegar um dalinn og sal- ernisaðstaðan hefur verið kynja- skipt frá árinu 2014. „Sálgæsla hefur verið í boði í mörg ár en árin 2011-2012 voru smíðaðar nýjar og endurbættar vinnuregl- ur. Sett var á fót áfallateymi en þar starfa sálfræðingar, félags- fræðingur og starfsfólk félags- þjónustu. Teymið er á vakt allan sólarhringinn á meðan hátíðin stendur yfir.“ Mestu máli skiptir þó að mati Jóhönnu Ýrar að opna um- ræðuna, nauðgun sé ofbeldis- glæpur sem hafi grafalvarleg- ar afleiðingar í för með sér fyrir fórnarlambið og ekkert réttlætir hana. „Þó einhver daðri við þig fyrr um kvöldið er það ekki vil- yrði um nokkurn skapaðan hlut þegar líður á kvöldið. Ef einhver í vinahópnum er grunaður um að haga sér eins og „bleikur fíll“ þá ber okkur skylda til að láta vita að það sé ekki í lagi. Slík hegð- un er ógeðsleg og ekkert kúl við hana né að líta í hina áttina. Ef samþykkið vantar er það nauðg- un, ef það hefur ekki heyrst skýrt já, þá er það nauðgun. Þetta er ekkert flókið.“ Halldór Gunnar ásamt dóttur sinni í góða veðrinu. MYND/HANNA Það eru Friðrik Dór og Sverrir Bergmann sem syngja nýja Þjóð- hátíðarlagið sem verður frumflutt „live“ á föstudag í Herjólfsdal. Lagið heyrist talsvert í útvarpi og er komið á vinsældalista útvarps- stöðvanna. Halldór Gunnar samdi einnig Þjóðhátíðarlagið árið 2012, Þar sem hjartað slær, heitir það lag og hefur verið mjög vinsælt allt frá útkomu. Magnús Þór samdi einnig texta í því lagi. „Við unnum þetta saman félagarnir,“ segir Halldór. Ást í Eyjum „Það var reyndar ekki Magnús sem ég hafði í huga í fyrra laginu. Ég var búinn að leita til nokkurra lagahöfunda og skoða nokkra texta. Mér fannst ég ekki fá rétta textann. Þar sem við Magnús höfum unnið mikið saman, hringdi ég í hann og bað hann að bjarga mér. Ég sagði hvað ég vildi fjalla um í laginu og hann var ekki lengi að koma textan- um saman. Í seinna skiptið hringdi ég í hann aftur og bað um aðstoð. Hann sagði þvert nei og bætti við að úr því lagið hefði heppnast svo vel í fyrra skiptið, hvers vegna að gera það aftur. Síðan fór hann að hlæja, þetta var auðvitað bara djók,“ útskýrir Halldór. „Ég sagði Magnúsi ástarsögu sem ég hafði heyrt frá fyrstu hendi fyrir löngu og hann bjó til texta úr sögunni. Þetta er fjörutíu ára gömul saga og ég þekki parið. Ég hef ekki viljað nafngreina þetta fólk sem er búsett í Eyjum. Sagan getur líka átt við svo fjölmarga aðra,“ segir Halldór. Allir í stuði En hvernig fannst honum að vera beðinn um að gera Þjóðhátíðarlag í annað sinn? „Ég var ekki alveg viss í fyrstu hvort ég vildi semja annað lag. Þetta gekk svo vel í fyrra skiptið og maður er oft hræddur við samanburðinn. Síðan hætti ég að taka sjálfan mig alvarlega og kýldi á þetta. Það er mjög gaman að gera svona þjóðhátíðarlag. Lagið er sérstakt að því leyti að margir syngja með og maður sameinar fólk í söng. Það er mjög skemmti- legt. Fyrra lagið hefur lifað mjög vel og það verður gaman að fylgj- ast með þessu nýja.“ Halldór segir skemmtilega sögu frá því þegar hann kom í Land- eyjahöfn fyrir Þjóðhátíð 2012. „Ég var að taka gítarinn út úr bílnum mínum þegar annar bíll leggur í stæðið við hliðina. Það var fullur bíll af krökkum í svaka stuði að spila lagið Þar sem hjartað slær. Ef það sama gerist núna og ég heyri lagið frá nærliggjandi bílum þá veit ég að fólki líkar við það. Ég hef reyndar fengið mjög jákvæðar viðtökur nú þegar. Þeir Frikki Dór og Sverrir eru frábærir söngvarar þannig að lífið er yndislegt, eins og einhver sagði,“ segir Halldór sem flestir þekkja sem einn af Fjalla- bræðrum. Gott samstarf Halldór er ættaður frá Flateyri svo hann á engar æskuminningar tengdar Eyjum. „Einn félagi minn í Fjallabræðrum er Vestmannaey- ingur. Fjallabræður hafa verið í miklu samstarfi við Eyjamenn, til dæmis við lúðrasveitina og Þjóðhá- tíð. Ég fór í fyrsta skipti á Þjóðhátíð árið 2009 með Fjallabræðrum og hef farið á allar hátíðir síðan. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvernig er á Þjóðhátíð, fólk verð- ur að prófa sjálft. Þetta er ógleym- anleg upplifun,“ segir Halldór en Fjallabræður eru á leið til Bret- lands í október til að taka upp nýja plötu. elin@365.is Gömul ástarsaga vaknar í laginu Halldór Gunnar Pálsson er höfundur Þjóðhátíðarlagsins í ár sem nefnist Ástin á sér stað. Magnús Þór Sigmundsson samdi texta eftir ljúfri ástarsögu úr Eyjum. Lagið hefur þegar náð vinsældum á útvarpsstöðvum en þeir Frikki Dór og Sverrir Bergmann flytja lagið. Ástin Á sér stAð Lag: Halldór Gunnar Pálsson Texti: Magnús Þór Sigmundsson Eitthvað sérstakt á sér stað eldar lýsa ský... ég man saman göngum þennan stíg aftur enn á ný... ég man. Ég klappa lófunum, ég stappa fótunum ég fagna því að vera til ég klappa lófunum, ég stappa fótunum ég finn í hjarta ást og yl. Ástfangin við göngum hér... hjörtun slá í takt... á ný ástin býr í mér og þér... ástin á sér stað... á ný ástin á sér stað... Lengi lifna minningar logar enn í glóð... ég finn sögu vil ég segja þér sagan gerðist hér... eitt sinn. Ég klappa lófunum, ég stappa fótunum ég fagna því að vera til ég klappa lófunum, ég stappa fótunum ég finn í hjarta ást og yl. Ástfangin við göngum hér... hjörtun slá í takt... á ný ástin býr í mér og þér... ástin á sér stað... á ný ástin á sér stað... ástin á sér stað... ástin á sér stað... Hér í Herjólfsdal Ástfangin við göngum hér... hjörtun slá í takt... á ný ástin býr í mér og þér... ástin á sér stað... á ný Ástfangin við göngum hér... hjörtun slá í takt... á ný ástin býr í mér og þér... ástin á sér stað... á ný Ástin á sér stað! Jóhanna Ýr Jónsdóttir (t.v.) er tals- maður Bleika fílsins. Með henni er Drífa Þöll Arnardóttir sem starfar mikið með henni. Meiri samhugur í dalnum Átakið Bleiki fíllinn gengur út á að fá fólk til að horfast í augu við þann glæp sem nauðgun er og undirstrika um leið mikilvægi þess að fá samþykki í kynlífi. Súpan er fullelduð og aðeins þarf að hita hana upp Við notum ekki MSG í súpuna okkar. Hún fæst í öllum helstu matvöruverslunum og stórmörkuðum landsins. ÞJóðHátíð Kynningarblað 15. júlí 20164 1 5 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 0 3 -5 2 A C 1 A 0 3 -5 1 7 0 1 A 0 3 -5 0 3 4 1 A 0 3 -4 E F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.