Fréttablaðið - 21.07.2016, Síða 12

Fréttablaðið - 21.07.2016, Síða 12
Ferðaþjónusta Á síðustu árum hefur orðið hröð þróun í miðbæ Reykjavíkur. Verslanir og veitinga- staðir hafa lifnað við og fjölmenni er þar frá morgni til kvölds. Það er þó ekki fyrr en því er gefinn sér- stakur gaumur að maður tekur eftir því að flestöll skilti og gluggaskraut, hádegistilboð og útsöluauglýsingar eru á ensku. „Það er orðið svo sjálfgefið að þetta sé á ensku að maður hættir að taka eftir því,“ segir Eiríkur Rögn- valdsson, prófessor í íslensku, þegar hann er spurður um hvaða áhrif þessi þróun hefur á tungumálið. „Það er alls konar aukið áreiti á tungumálið, þetta er eitt af því,“ segir hann og bendir á að annað áreiti sé meðal annars snjallsíma- notkun og áhorf á Netflix. Eiríkur segir lágmark að merk- ingar séu einnig á íslensku. „Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því að hafa merkingar á ensku. En það er ótækt ef þær ýta íslenskunni í burtu.“ Því er Skapti Örn Ólafsson, upp- lýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjón- ustunnar, sammála. „Mikill meirihluti þeirra sem eiga leið um miðborg Reykjavíkur eru erlendir ferðamenn og því leitast fyrirtæki í ferðaþjónustu eftir að upplýsa þá eftir bestu getu. Við megum hins vegar ekki glata okkar sérkennum og því kann hinn gullni meðalvegur að vera góður, að upp- lýsa bæði á íslensku og erlendum tungumálum. Það eru annars engin lög eða reglur um þetta annað en að menn verða að greina satt og rétt frá,“ segir Skapti Örn. Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgar- innar okkar, hefur skýra skoðun á málinu. „Merkingar ættu að vera bæði á íslensku og ensku,“ segir hann. „Jafnvel þótt sexfalt fleiri enskumælandi fari um bæinn en íslenskumælandi þá þarf að standa dyggan vörð um íslenskuna.“ Jakob bendir á að reynt sé að vera íslenskumegin í miðborginni. „Við höfum til dæmis innleitt Föstudag til fjár, í stað Black Friday. Einnig tölum við um Októberhátíð en ekki Octoberfest.“ Miðborgin okkar er með tilmæli til verslunareigenda um að skilti séu á íslensku og ensku en engar reglur eru til um það. „Við mælum með því enda er áhugavert fyrir útlendinga að rýna í muninn á tungumálunum og sjá hvað til dæmis rúnstykki þýðir.“ Jakob segir umhverfis- og skipu- lagssvið borgarinnar hafa það vald að ákvarða reglur um skilti og merk- ingar. Eftir að svokölluð rekstrar- leyfi voru tekin úr gildi sé í raun lítið regluverk í kringum svona hluti. „En með regluverki væri auð- veldara að koma á fót stýringu sem sporna myndi við of mikilli einsleitni í rekstri og hægt væri að standa vörð um sérkennin og sér- íslenska sjarmann sem miðast við innlendan smekk og þarfir.“ Welcome to Iceland Flestar auglýsingar og skilti á Laugaveginum eru á ensku. Sexfalt fleiri enskumælandi ganga um miðbæinn en íslenskumælandi. Viðmælendur okkar eru sammála um að við eigum að vera gest- risin en að passa þurfi upp á okkar ástkæra, ylhýra. Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@365.is Enda er áhugavert fyrir útlendinga að rýna í muninn á tungumál- unum og sjá hvað til dæmis rúnstykki þýðir. Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar Það eru annars engin lög eða reglur um þetta. Skapti Örn Ólafs- son, upplýsinga- fulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar 2 1 . j ú l í 2 0 1 6 F I M M t u D a G u r12 F r é t t I r ∙ F r é t t a B l a ð I ð Flest skilti og gluggamerkingar í miðbænum eru á ensku. Yfirleitt eru matseðlar bæði á íslensku og ensku en í sumum tilfellum eingöngu á ensku. Fréttablaðið/Hanna 2 1 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 0 E -3 A D 4 1 A 0 E -3 9 9 8 1 A 0 E -3 8 5 C 1 A 0 E -3 7 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 0 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.