Fréttablaðið - 21.07.2016, Side 16
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Á þessu ári er líklegt að Ísland veiti um 200 flóttamönnum skjól frá stríði, ofsóknum og óbærilegum þjáningum. Við getum það vel, erum ein
af auðugustu þjóðum í heimi og vantar vinnuafl.
Aðlögun innflytjenda að nýju samfélagi er flókið
viðfangsefni sem þjóðir heims hafa glímt við í mismun
andi mæli um ómunatíð. Eitt er þó ekkert flókið. Til
þess að innflytjanda farnist vel í nýjum heimkynnum
þarf hann að skilja og tala tungumál heimamanna.
Í Noregi eru sveitarstjórnir skyldugar að lögum til
að bjóða flóttafólki og öðrum innflytjendum ókeypis
tungumálanám. Að auki bjóða félagasamtök eins og
Rauði krossinn upp á tungumálaþjálfun, sem styður
við formlegt nám. Norska ríkið lítur sömu augum á
flóttamenn, hvernig sem þeir koma til landsins. Allir
eiga rétt á að minnsta kosti 600 klukkustunda norsku
kennslu, ókeypis, og inni í þeirri kennslu er fræðsla um
norskt samfélag. Þeir sem eru undir 55 ára aldri eru
skyldugir til að mæta í norskutímana. Ólæsir fá enn
meiri stuðning.
Íslenska kerfið mismunar flóttamönnum eftir því
hvernig þeir koma til landsins. Hvað tungumálið varð
ar veitir það svokölluðum kvótaflóttamönnum ágæta
íslenskukennslu, 720 kennslustundir að lágmarki, sam
kvæmt reglugerð. Þeir sem koma til landsins í gegnum
hæliskerfið fá miklu minni stuðning, 150.000 krónur
samkvæmt leiðbeinandi reglum velferðarráðuneytis,
sem nægir til að greiða fyrir um 180 kennslustundir í
málaskóla.
Stuðningur til íslenskunáms er fjárfesting í árangurs
ríkri aðlögun til hagsbóta fyrir þjóðfélagið sem heild.
Innflytjandi sem talar íslensku hefur tækifæri til að
komast áfram í lífi og starfi. Hann er líklegri til að vera
ánægður borgari en sá sem sökum tungumálaörðug
leika þarf að sætta sig við láglaunastarf sem ekki krefst
samskipta við heimamenn.
Þjóð sem leggur jafn mikla áherslu á þjóðtunguna og
Íslendingar gera ætti öðrum fremur að skilja mikil
vægi þess að innflytjendur læri tungumálið. Af öllu
því sem hægt væri að gera til að stuðla að árangurs
ríkri aðlögun, þá er íslenskukennsla það augljósasta.
Stuðningur á því sviði er fjárfesting sem borgar sig.
Íslenska er undirstaðan
Þórir
Guðmundsson
forstöðumaður
Rauða krossins í
Reykjavík
2.990 KR.*
ÓTAKMARKAÐ TAL, SMS
OG ÓTAKMARKAÐ
GAGNAMAGN
Endalaust
ENDALAUS
GSM
1817 365.is
*Greitt er aukalega fyrir farsímanotkun erlendis, til
útlanda og í upplýsinganúmer. Nánari upplýsingar á 365.is
Íslenska
kerfið
mismunar
flóttamönn-
um eftir því
hvernig þeir
koma til
landsins.
Kosningar nálgast og stjórnmálaflokkarnir eru farnir að undirbúa sig. Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag munu ýmsir yfirgefa sviðið, sumir eftir langa dvöl í þingsæti, en auk þess má eiga von á mörgum nýjum and
litum til að halda um stjórnartauma landsins. Hann er
skemmtilegur samkvæmisleikurinn sem ávallt fer í gang
um þessar mundir, stuttu fyrir kosningar, að máta fólk í
þingsæti og ráðherraembætti.
Þingkosningarnar í haust munu fara fram um hálfu
ári fyrr en gert hafði verið ráð fyrir, eftir hörð og fjöl
menn mótmæli í kjölfarið á birtingu Panamaskjalanna.
Stjórnarflokkarnir neyddust til að flýta kosningum og
forsætisráðherra sagði af sér embætti.
Ekki hefur enn verið greint frá nákvæmri dagsetningu
kosninganna, en gera má ráð fyrir að ríkisstjórnin greini
frá fyrirætlunum sínum fyrr en síðar, enda báðir stjórnar
flokkar komnir á fullt við undirbúning prófkjara og upp
röðun lista. Það má því búast við nokkuð stuttri og snarpri
kosningabaráttu eftir að framboðslistar allra flokka liggja
fyrir.
Kosningarnar fram undan eru mikilvægar. Í löndunum
allt í kringum okkur er mikil ólga innan stjórnmálanna
og stefnubreytingar eiga sér stað víða, oft og tíðum ekki
endilega til hins betra. Það er því miður ef stutt kosninga
barátta verður til þess að bitna á þeirri umræðu sem þarf
svo nauðsynlega að eiga sér stað í samfélaginu, á vettvangi
stjórnmálanna, áður en kosið verður til næstu fjögurra
ára.
Leiða má að því líkur að meðal þess sem kosið verður
um séu til að mynda húsnæðismál ungs fólks, heilbrigðis
málin og velferðarmál. Allt rúmast þetta innan þess sem
helst þarf að tala um í íslenskum stjórnmálum; sanngirni.
Það er sérlega áhugavert að sanngirni sé svo mörgum
ofarlega í huga um þessar mundir, þegar allir hagvísar
landsins vísa upp á við, kaupmáttur hefur aukist og
atvinnuleysi er í minnsta mæli.
Opinberun Panamaskjalanna, ásamt sölu ríkiseigna án
auglýsinga, samkeppnislagabrotum einokunarfyrirtækja
og mýmörgu öðru sem skotið hefur upp kollinum á kjör
tímabilinu, hefur sýnt okkur svart á hvítu að á þessu litla,
ágæta og friðsama landi okkar búa tvær þjóðir. Önnur
nýtur tækifæra sem hin fær ekki notið. Það er tómt mál að
tala um jöfn tækifæri og frelsi, þegar það er alltaf vitlaust
gefið.
Það þarf að kjósa um sanngirni í landbúnaðar og
neytendamálum; að einstökum aðilum verði ekki, í skjóli
ríkisins, gert kleift að hagnast á einokun og ofurálagningu.
Það þarf að kjósa um aukna fjárveitingu í heilbrigðismálin
og breytingar á stjórnarskrá og kosningakerfinu. Það þarf
að kjósa um mannúð gagnvart útlendingum, eldri borg
urum, öryrkjum og ungu fólki.
Flestir flokkanna munu setja áherslur sínar á ofangreint
í einhverjum mæli, með mistrúverðugum hætti. Það er
mikilvægt að valdhafarnir, sem og stjórnarandstaðan,
svari því af hverju ætti að treysta þeim fyrir þessum verk
efnum – hvað það sé í fortíð þeirra sem gefi það til kynna
að staðið verði við stóru orðin í þetta skiptið.
Af því kosningarnar í haust verða uppgjör. Uppgjör við
spillingu, einkavinavæðingu og misskiptingu. Hér verður
að vera rétt gefið.
Uppgjör
Það er tómt
mál að tala
um jöfn
tækifæri og
frelsi, þegar
það er alltaf
vitlaust gefið.
leitað á ný mið
Eins og fram kemur í Frétta-
blaðinu í dag er að koma mynd
á það hvaða núverandi þing-
menn gefa kost á sér til setu á
næsta þingi og hverjir ekki. Nú
hafa fjórtán þingmenn þegar
ákveðið að hætta. Flestir þeirra,
eða fimm, eru úr röðum fram-
sóknarmanna. Og það þarf ekki
að koma á óvart að framsóknar-
þingmenn hyggist leita á ný
mið.
Flokkurinn er í frjálsu falli
í skoðanakönnunum. Sam-
kvæmt niðurstöðum þeirra
bendir allt til að hann tapi tíu til
ellefu þingmönnum af þeim nít-
ján sem hann hefur í dag. Flestir
þingmannanna munu því hvort
eð er þurfa að leita á nýjan vett-
vang eftir kosningar.
Prófkjör Pírata
Píratar fara athyglisverða leið
við að stilla upp framboðslista
á höfuðborgarsvæðinu, með því
að halda sameiginlegt prófkjör
fyrir þrjú kjördæmi en ekki
tvö. Vegna gríðarlegs fylgis í
skoðanakönnunum var við því
að búast að mikill áhugi yrði
fyrir því að bjóða sig fram fyrir
flokkinn í kosningum. En það
eru ekki endilega góð tíðindi
fyrir flokkinn að níutíu manns
vilji taka sæti á lista hans fyrir
næstu þingkosningar. Flokkur-
inn væri mun betur settur með
fáeina gæðaframbjóðendur í
prófkjöri en tugi lukkuriddara.
jonhakon@frettabladid.is
2 1 . j ú l í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R16 s k o ð U n ∙ F R É T T A B l A ð I ð
SKOÐUN
2
1
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:1
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
0
E
-2
2
2
4
1
A
0
E
-2
0
E
8
1
A
0
E
-1
F
A
C
1
A
0
E
-1
E
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
2
0
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K