Fréttablaðið - 21.07.2016, Síða 23
fólk
kynningarblað 2 1 . j ú l í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R
Af hverju byrjaðirðu að hjóla?
Ég æfði crossfit hjá Crossfit XY
um tveggja ára skeið og stöðin
sendi lið í WOW Cyclothonið fyrir
tveimur árum. Svo tíu dögum
fyrir WOW-ið rifbeinsbrotnaði
einn liðsmaðurinn og ég ákvað
að prófa. Fékk lánaðan „racer“,
fór á eina æfingu og svo í cyclo-
thonið og elskaði það. Keypti svo
racer-inn sem ég fékk lánaðan
og hjólaði allt það sumar ásamt
því að stunda crossfit. Ég hvíldi
svo hjólreiðarnar um veturinn og
æfði bara og keppti í crossfit. Síð-
astliðið vor fékk ég svo brjósklos
og ákvað eftir það að hvíla það að
lyfta þyngdum á bakið og einbeita
mér að hjólreiðunum. Ég æfði því
á æfingahjóli eða „trainer“ síðast-
liðinn vetur og kom því vel æfð
undan vetri fyrir hjólasumarið í
sumar.
Hefurðu hjólað erlendis? Já, ég
fór til Tenerife í æfingaferð í
febrúar og svo hef ég einu sinni
farið til Mallorca að hjóla. Það
er auðvitað æðislegt að hjóla úti,
hitinn fer vel með líkamann og
skemmtilegar og krefjandi leiðir
í fjöllunum. Ég vann svo hjóla-
ferð til Mallorca núna í septem-
ber fyrir sigurinn í Kia Gull-
hringnum og get ekki beðið eftir
því stuði!
Þú hefur unnið þrjú stærstu hjóla-
mót landsins undanfarið: hvernig
ferðu að þessu? Ég æfði sæmilega
vel síðastliðinn vetur og er greini-
lega að uppskera vel og á réttum
tíma. Ég hef í raun ekki æft
mikið í sumar, meira bara keppt
og jafnað mig þess á milli. Þetta
eru allt frekar ólíkar keppnir,
Bláalónsþrautin er tveggja tíma
fjallahjólakeppni sem er hröð en
ekki mjög tæknileg, en ég fékk
fjallahjólið mitt bara í fertugsaf-
mælisgjöf í maí, svo ég er í raun-
inni byrjandi á fjallahjóli. Það
virðist henta mér að vinna lengi
á háum púls og þessar keppnir
eru allar 2-3 klukkutímar. Ég
er kannski ekki enn orðin mjög
tæknilega flink á fjallahjólinu
en langar að læra meiri tækni
til að geta brölt meira. Kia
Gullhringurinn er skemmtileg
götuhjólakeppni á Laugarvatni,
105 km, þar sem konur og karlar
mega vinna saman, en götuhjól-
reiðar snúast að miklu leyti um
samvinnu. Ég elskaði það að
hanga með körlunum á 37 km
meðalhraða þessa leið og leið vel
allan tímann. Vesturgatan, sem
einnig var Íslandsmeistaramót í
maraþonfjallahjólreiðum var um
síðustu helgi á Þingeyri. Þar var
hjólaður svokallaður Svalvoga-
hringur, 55 km í ægifagurri nátt-
úru og ég náði bara að keyra allt
í botn allan tímann. Ég sá þar af
leiðandi eitthvað lítið af þessari
stórbrotnu náttúru og hjólaði því
hluta leiðarinnar aftur daginn
eftir, mjög rólega, til að njóta.
Verður þú vör við aukna þátt-
töku kvenna í þessu sporti Já,
algjörlega. Enda konur jafnt sem
karlar sem betur fer að að finna
og uppgötva frelsið og kikkið sem
fylgir því að hjóla. Hjólreiðar eru
alls konar og það geta allir fundið
sína fjöl í þessu sporti. Og mörg
frábær hjólafélög og klúbbar með
æfingar og samhjól sem henta
alls konar hjólurum. Konur hafa
finnst mér verið frekar ragar
við að skrá sig til keppni, en með
auknum margbreytileika hjóla-
móta held ég að fleiri konur fari
að sjá hvað það er gaman að vera
með. Stemningin í kringum mótin
er oft aðalatriðið, félagsskapurinn
og eins og með Reykjavíkurmara-
þonið og öll þessi hlaup má líta á
hjólamótin sem skemmtilega við-
burði sem gaman er að taka þátt í.
Ég hvet allar konur til að hjóla til
keppni og skora á sig, á sínum for-
sendum. Það er svakalega gaman
og gefur manni óendanlegt kikk!
Skiptir það miklu máli á hvernig
hjóli maður er? Já, það skiptir
mjög miklu máli, að minnsta kosti
ef þú ert að keppa við sekúnd-
urnar og jafnvel sekúndubrotin.
Ég er hluti af Team Cube sem
hjólar þá á Cube-hjólum. Þau eru
þýsk og þrjósk og gæðaleg eftir
því! Starfsfólkið í TRI hjóla-
verslun, sem selur Cube, hefur
sinnt mér vel. Þau taka hjólin í
gegn fyrir keppni og gefa góð ráð
fyrir „byrjanda“ í sportinu eins
og mig. Ég elska hjólin mín og
tala oft við þau og syng fyrir þau
og það er almennt frábært sam-
band okkar á milli. Mig langar
svo bara í fleiri hjól, „racer“ og
fjallahjól eru eitt, en svo er það
„cyclocross“-hjólið, fulldempaða
fjallahjólið og „fat bike“ … það
er endalaust hægt að bæta við
sig hjólum og leika sér, en þetta
snýst einmitt fyrst og fremst um
að leika sér og hafa gaman! Ég er
aldrei frjálsari en á hjólinu.
Aldrei frjálSAri en á Hjólinu
TRI kynnir Erla Sigurlaug Sigurðardóttir er fertug tveggja barna móðir sem stundar hjólasport af áhuga. Hún vann
Bláalónsþrautina, Gullhringinn og Vesturgötuna, þar sem hún varð Íslandsmeistari kvenna í maraþonfjallahjólreiðum.
Erla er á Cube-hjóli og er afskaplega ánægð með bæði hjólið og þjónustuna hjá
þjónustuaðilunum. „Ég er bara að skemmta mér. Þetta er oft mjög erfitt en mér
finnst erfitt bara svo sjúklega gaman!“
Ég hvet allar konur
til að hjóla til
keppni og skora á sig, á
sínum forsendum.
Erla Sigurlaug Sigurðardóttir
Hér fagnar Erla sigri á Íslandsmeistara-
mótinu í maraþonfjallahjólreiðum á
Þingeyri.
Vertu vinur á
Facebook
Vertu vinur á
Facebook
Vertu vinur á
FacebookLaugavegi 63 • S: 551 4422
STÓRÚTSALA
40%– 60%
AFSLÁTTUR
GLÆSILEGIR FRAKKAR OG KÁPUR
GERRY WEBER
TAIFUN - BETTY BARCLAY
GÆÐA DÖMUFATNAÐUR
Skoðið laxdal.is
Vertu vinur
á Facebook
2
1
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:1
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
0
E
-5
D
6
4
1
A
0
E
-5
C
2
8
1
A
0
E
-5
A
E
C
1
A
0
E
-5
9
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
2
0
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K