Fréttablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 42
KviKmynd The infiltrator HHHHH Leikstjóri: Brad Furman Handrit: Ellen Brown Furman Byggð á bók eftir Robert Mazur Framleiðandi: Brad Furman, Miriam Segal og Don Sikorski Aðalleikarar: Bryan Cranston, John Leguizamo, Juliet Aubrey, Diane Kruger og Benjamin Bratt. The Infiltrator er byggð á sönnum atburðum og segir frá Robert Mazur nokkrum sem er starfsmaður hjá tollinum í Bandaríkjunum á 9. áratugnum og kemst á snoðir um stórtækt peningaþvætti sem sjálfur Pablo Escobar stendur á bak við. Mazur dulbýr sig sem spilltan við- skiptamann til að komast inn í innsta hring glæpaveldis Escobars, en það ber með sér mikla hættu bæði fyrir starf hans og einkalíf. Hér er fátt nýtt á ferðinni. Við höfum séð svipaða sögu oft áður, t.d. í myndinni Donnie Brasco og hér er að finna margar helstu klisjurnar sem finna má í svona myndum. The Infiltrator mun ekki marka djúp spor í kvikmyndasögunni og skilur í raun lítið eftir sig. Engu að síður tekst The Infiltrator að vera ágætis afþreying og þótt hún sé klisjukennd og bjóði upp á lítið nýtt er hún ekki heimskuleg eða of augljós. Smá virðing er borin fyrir vitsmunum áhorfenda og margt látið liggja milli hluta. Það helsta sem gerir myndina þó ágætlega áhorfanlega og á köflum nokkuð skemmtilega er að sagan er þrátt fyrir allt lífleg og fjörug, en fyrst og fremst eru það þó leikararnir sem halda myndinni uppi. Bryan Cranston sýndi í sjónvarps- þáttunum Breaking Bad að þarna væri á ferðinni stórleikari og í raun minnir persóna hans hér um margt á Walter White, (and)hetju Breaking Bad. Mazur lifir sig ansi mikið inn í hlutverkið og sýnir á sér myrkar hliðar, eins og þegar hann niðurlægir þjón fyrir framan konuna sína til að halda andliti fyrir illmennunum (svipaða senu má reyndar líka finna í Donnie Brasco). John Leguizamo er einnig magnaður og skemmtilega ógeðfelldur sem samstarfsmaður Mazurs. Flestir hér standa sig í raun mjög vel, valinn maður er í hverju rúmi og leikararnir setja sterkan heildarsvip á myndina. Leikstjórinn Brad Furman er eng- inn rosa stílisti en tekst þó að láta myndina líta ágætlega vel út og hún flæðir yfir höfuð nokkuð vel. Það er mikið af fallegum skotum og vel útfærðum atriðum en það hefði samt verið gaman ef myndin hefði haft meiri „persónuleika“, svo að segja. Hún virkar stundum hálf sjónvarps- leg og vantar aðeins meiri sérstöðu til að hún geti skarað sérstaklega fram úr öðrum svipuðum myndum. The Infiltrator er í stuttu máli sagt mynd sem tekur litla áhættu og gerir það sem hún á að gera en lítið meira. Hún gæti hafa verið djúp hugleiðing um stöðu og tilgang eiturlyfjastríðs- ins en í staðinn virkar hún hálf hlut- laus. Atli Sigurjónsson niðursTaða: The Infiltrator er ágætlega skemmtileg og vel leikin en hér er ekkert nýtt á ferðinni. Myndin er lítt framúrskarandi í heildina en heldur þó athygli manns ágætlega á meðan hún varir. The Infiltrator er dæmigerð dópsaga Myndin er byggð á sönnum atburðum sem hverfast í kringum sjálfan Pablo Escobar. Ágætis afþreying sem býður upp á lítið nýtt en er þó ekki heimskuleg eða of augljós. Frumsýningar Jason BournE Spennumynd Aðalhlutverk: Matt Damon, Tommy Lee Jones, Alicia Vikander, Vincent Cassel og Julia Stiles. Frumsýnd 27. júlí IMDb 9,7/10 Bad MoMs Gamanmynd Aðalhlutverk: Mila Kunis, Kristen Bell, Kathryn Hahn, Christina Applegate og Jada Pinkett Smith. Frumsýnd 3. ágúst suicidE squad Hasarmynd Aðalhlutverk: Will Smith, Margot Robbie, Jared Leto, Joel Kinnaman, Viola Davis, Jai Courtney, Cara Delevingne, Adam Beach, Scott Eastwood og Adewale Akinnuoye-Agbaje. Frumsýnd 3. ágúst Í einum af aðalhlutverkum myndarinnar er Bryan Cranston sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í Breaking Bad. 2 1 . j ú l í 2 0 1 6 F i m m T u d a G u r30 m e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð bíó 2 1 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 6 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 0 E -1 D 3 4 1 A 0 E -1 B F 8 1 A 0 E -1 A B C 1 A 0 E -1 9 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 2 0 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.