Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.02.1985, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 07.02.1985, Blaðsíða 1
Sjóefnavinnslan hf.: Dauðadómur fallinn Botnlausar skuldir, segir iðnaðarráðherra, - en hvað með eignir og aðra þá möguleika sem lágu fyrir? Segja má að dauðadóm- ur sé fallinn yfir framtið Sjó- efnavinnslunnar hf. á Reykjanesi, en sl. laugar- dag ákvað Sverrir Her- mannsson að iðnaðarráðu- neytið hættl aliri frekari þátttöku i tilraunavinnslu á salti i Sjóefnavinnslunnl. Hefur þegar verið varið fast að 400 milljónum króna á núverandi verðlagi til upp- byggingar verksmiðjunnar, aðallega með erlendum lán- um. Skuldir verksmiðjunnar hjá ríkisábyrgðarsjóði námu 270 milljónum króna nú um áramótin. Eins og kunnugt er af fréttum hér í blaðinu á Sjó- efnavinnslan yfir að ráða einni af kraftmestu bor- holum landsins og hefur ráðherra látið hafa eftir sér að hann vildi gefa fiskrækt- armönnum kost á að nýta holuna gegn vægu verði. Talið er að nú þurfi 40 milljónir króna til að klára framkvæmdir þær við verk- smiðjuna sem eftir eru, til að hún geti framleitt 8 þús. tonn á ári af salti. Er taliðað tap af þessari framleiðslu yrði um 2-3 milljónir króna á ári miðað við 8 þús. tonna framleiðslu, og því talið ó- hugsandi að fjármagns- kostnaður vegna þeirra 40 milljóna sem leggja þarf í verksmiðjuna til viðbótar til að Ijúka henni upp í þessa stærð, gæti nokkurn tíma skilað sér til baka, að áliti ráðherra. í dag framleiðir verk- smiðjan um 2000 tonn á ári, eöa 6-7 tonn á dag, og er tap á henni miðað við þenn- an takmarkaða rekstur um 10 milljónir króna áári. Hef- ur stjórn verksmiðjunnar unnið að því að undanförnu að yfirfara margumrædda skýrslu Iðntæknistofnunar frá því i haust. Hafa stjórn- armenn verið sammála starfsmönnum IT(, að ekki komi til greina að stækka verksmiðjuna upp í fulla stærð, eða 40 þús. tonn, eins og upphaflegar hug- myndir voru um. Þessi ákvörðun ráðherra veldur hins vegar ýmsum spurningum hjá þeim mikla fjölda Suðurnesjamanna, sem lögðu hlutafé í verk- smiðjuna í upphafi. Sumum þeirra spurninga verður aldrei svarað, um aðrar verður eflaust fjailað nánar hér í blaðinu. Hitt má ráðherra líka vita, að þó hann hafi valdið varð- andi framtið verksmiðjunn- ar, þá hefur hann engan yfirráðarétt yfir borholunni, orkunýtingu né ferskvatns- forða þarna á Reykjanesi, og hætt er viö að sveitarfé- lögin hugsi ekki vel til hans eftir aðgerðirnar gagnvart Sjóefnavinnslunni, því að í upptalningunni um slæman hag gleymir hann verðmæti þeirra eigna sem byggðar hafa verið á svæðinu svo og þeim möguleikum sem lágu fyrir um nýtingu þeirra. Og hvað með þann árangur sem fengist hefur út úr síld- arsöltun og fleiri tilfellum, þar sem Reykjanessalt var notað? Eru það ekki líka verðmæti sem taka mátti í reikninginn? Virðist þvi koma í Ijós betur og betur, eftir því sem meira er kafað ofan í mál- efni Sjóefnavinnslunnar, að þarna hafi ráðherra veriðað sýna einhvern embættis- hroka fremur en að hann væri að taka skynsama ákvörðun. En meira um það siðar. - epj. Heiði i Höfnum stór- skemmdist í eldi Kl. rúmlega 14 sl. sunnu- dag var slökkvilið Bruna- varna Suðurnesja kvatt út að Bílapartasölunni Heiði við Hafnaveg. Er liðið kom á vettvang var aðalbyggingin á staðnum alelda, en hús þetta var lagerhús og af- greiðsla bílapartasölunnar. Lauk slökkvistarfi á fimmta tímanum, en þrátt fyrir að húsið standi enn uppi er Ijóst að tjón varð varð mikiö á húsi og því sem var innanstokks. Hafði slökkviliðið vakt við húsið fram eftir degi. Okunnugt er um elds- upptök, en enginn hafði verið í húsinu frá þvi kvöld- ið áður. Ekkert rafmagn var á staðnum, en húsið var kynt upp með steinolíuofn- um og var logandi í einum ofni er húsið var yfirgefið kvöldið áður. - epj. Mikill eldur var i húsinu þegar hjálpiri barst. Baðhúsið í biðstöðu Að sögn Ingólfs Aðal- steinssonar hjá Hitaveitu Suðurnesja, eru málefni væntanlegs baðhúss við Bláa lónið í biðstöðu. Er verið að rey na að finna sam- starfsaðila að bygginga- framkvæmdunum. Hafa margir sýnt áhuga þó engar niðurstöður hafi enn feng- ist. - epj. Innbrotstilraun í Ölduna Aðfaranótt laugardags var brotin rúða i versluninni öldunni í Sandgerði. Ekki var að merkja að farið hefði verið inn í verslunina, því fyrir innan var allt óhreyft. Töluvert var um ölvun í síðustu viku. Voru 6 öku- menn teknir grunaðir um ölvun við akstur, af lögregl- unni í Keflavík. - pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.