Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.02.1985, Side 17

Víkurfréttir - 07.02.1985, Side 17
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 7. febrúar 1985 15 Borgarafundur í Grindavík: Fjörugar umræður um JC Grindavík og atvinnu- málanefnd Grindavíkur gengust fyrir borgarafundi í Grindavik sl. sunnudag. Á fundinum urðu fjörugar umræður um hina ýmsu þætti atvinnumála. Tóku margir til máls um fiskeldis- stöðvar, sjávarútveg, iðnað o.fl., en á fundinn mættu milli 50-60 manns. Engar ályktanir voru þó sam- þykktar, þar sem hér var frekar um að ræða upplýs- ingamiðlun til fólks en ákvarðanatöku. Þá voru mættir þarna aðilar sem töldu þörf á að hlúa að þeim atvinnutækifærum sem þegar væru í Grindavík, fremur en að stuðla að nýj- um. Aðalfrummælendur voru Jón Gunnar Stefánsson þæjarstjóri, Árni ísaksson fiskeldisfræðingur, Sverrir Jóhannsson formaður at- vinnumálanefndar Grinda- vikur, Ásgeir Leifsson hag- verkfræðingur og Jón Unn- dórsson iðnþróunarfulltrúi. Hjá Jóni Gunnari bæjar- stjóra kom fram að í Grinda- vik væri mun ódýrara raf- magn en annars staðar á Suðurnesjum og hefði slíkt verið nú í heilt ár. Væri aðal- munurinn fólginn í því að Grindvíkingar væru aðeins með einn taxta, en t.d. Kefl- víkingar með tviskiþtan taxta. Gilti þvi sama gjald fyrir heimilisnotkun, smá- iðnað eða annað, auk þess j sem Grindavík innheimti j 4.14 pr. kwst. á móti 4.70 t.d. I í Keflavík. Einnig væri mikill munur t.d. hjá þeim sem I notuðu mikla orku. Þá kom fram hjá Jóni Gunnari, að Grindavíkur- bær innheimti 0,5% fast- eignagjald af fiskeldis- stöðvum, sem væri sama þrósenta og þegar um lan'd- búnað væri að ræða, en iðnaðar- og annar atvinnu- rekstur væri með 1%. Skal þetta gjald miðað við fyrstu 10 árin hjá stöðvunum, en Grindavíkurbær hefur einnig markað þá stefnu í gjaldtöku aðstöðugjalda, að fyrstu 5 árin verður það gjald það sama og hjá út- gerðinni, en næstu 5 árin sama gjald og hjá fiskverk- un. Væri bæjarfélagið hér fyrst og fremst að skapa þessum fyrirtækjum örugg- ari fótfestu. Árni Isaksson fiskeldis- fræðingur, ræddi um aðstöðuna við Grindavík miðað við að fiskeldisstöðv- arnar nýttu sjó til reksturs- ins, þá væri hann mun hlýrri út af Grindavik en t.d. inni í flóanum. Allt i rusli. Allt í rusli Slæm umgengni sorphreinsunar- manna Einn af lesendum blaðs- ins hafði nýverið samband við blaðið og sagðist ekki skilja hvernig sorphreins- unarmenn hér í bæ bæru sig að við vinnu sína. ,,Eins og við öll vitum, er ruslapokun'um safnaðsam- an í stóra hauga á götur bæjarins og síðan kemur ruslabíllinn og fjarlægir pokana. En þá virðisi þeim liggja svo mikið á að alltaf fer eitthvað úr pokunum og Víkur-fréttir vikulega. dreifist það rusl vitanlega um næsta nágrenni. Ef hvasst er og slæmt veður, er skiljanlegt þó að hreins- unarmennirnir geti ekki hlaupið eftir bréfarusli yfir girðingar og garða, en oft liggur þetta drasl eftir þar sem haugurinn var áður". Máli sínu til sönnunar benti lesandinná drasl, m.a. fiskúrgang og gamla striga- skó, sem lágu á Kirkjuveg- inum, en þar hafði staðið myndarlegur haugur af ruslaþokum fyrr um daginn. ,,Þið ágætu sorphreins- unarmenn. Við bæjarbúar förum með rusl út í tunnu í þeirri góðri trú að það fari í brennslu og sjáist ekki framar. Við förum ekki með það út i tunnu til að rekast á það úti á götu nokkrum dögum síðar og þá ennþá meira myglað og úldið en þegar við sáum það síðast. Bæjarbúi”. atvinnumál AUGLÝSIÐ í VÍKUR-FRÉTTUM SÍMINN ER 4717 Sverrir Jóhannsson form. atvinnum.nefndar Grinda- víkur, taldi mjög brýnt að skjóta fleiri stoðum undir atvinnureksturinn en nú er og afla þar með fleiri at- vinnutækifæra. Ásgeir Leifsson hagfræð- ingur, sagði frá því að hann hefði selt bænum skýrslu um iðnað sem mætti koma uþþ á staðnum, s.s. varð- andi skólakrít, Ijósaperur og framleiðslu á plasti. Jón Unndórsson sagði að stofnun Iðnþróunarfélags Suðurnesja hefði verið stórt skref fram á við í þessum málum. Einnig ræddi hann um lífefnaiðnað á svæðinu og að Ijóst væri að þörf væri á 150 nýjum atvinnutæki- færum nú á hverju ári á svæðinu og væri þörfin hlutfallsmeiri í Grindavík en annars staðar. - eþj. v\\ \ \ \ I / / / /X v S’OLBAÐS- & KUÐÐSTOPAW, ' S’OIaEY simí 7747 SUÐURGÖTU 16, SANDGERÐI Opiö mánud. til föstud. frá kl. 11-22 Laugardaga frá 9- 18. Noturn aöeins sampykktar solariunrperur frá PHILIPS. Hver solariumtimi er 2/ minútur. Snyrtiaðstaöa, snyrtivörusala o fI. Verið ávallt velkomin. Greiðslukortaþjónusta Húsbyggjendur, Suðurnesjum VIÐ BJÓÐUM ALLT í EINUM PAKKA TRÉ-)( TRÉ-X TgjC TRÉ-X TRÉ-X hsi^gg TRÉ-X Milliveggi, stoöir, veggplötur, loftlista og einangrun Loftplötur undir málningu. Viðarþiljur í loft, fjölbreytt úrval. Spónlagðar veggklæðningar með eða án milliiista. Panell, greni og parana pine (Brasilíu-fura) Sólbekki, massíva úr brenni og eik, eða plastlagða að vali kaupenda. Bitaloft, fjölbreyttir möguleikar í loftbitum og klæðningu. Fataskápar í fjölbreyttu úrvali. Margar gerðir og úrval lita. Útihurðir, vandaðar, úrtekki, mahogny c Oregon pine Parket og ýmislegt fleira til húsbygginga. VIÐ BJÓÐUM húsbyggjendum faglega ráðgjöf við s óulagn- ingu á innréttingum og loftum. VIÐ BJÓÐUM húsbyggjendum vandaðavöru áhagstæðuverði með greiðslúkjörum sem henta öllum. TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF. Iðavöllum 6 - Keflavik - Simi 3320 Opið frá kl. 8-17 alla virka daga. I k JllÍ'i ■ m V ^ TRÉ . //V

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.