Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.02.1985, Page 14

Víkurfréttir - 07.02.1985, Page 14
14 Fimmtudagur 7. febrúar 1985 VÍKUR-fréttir Félag farstöðva- eigenda á íslandi 15 ára afmælishátíð félags Farstöðvaeig- enda á íslandi verður haldin í veitingahús- inu Glæsibæ, laugardaginn 22. febr. n.k. Athygli er vakin á því að samkomulag hefur orðið á milli landsstjórnar og undirbún- ingsnefndar annars vegar og stjórnar FR- deildar 4 hins vegar, um að sameinast um eina afmælishátíð á svæði FR-deildar 4. Miðaverð er kr. 1000. Þeir félagar í FR-deild 2 sem áhuga hafa, geta pantað miða fyrir 15. febr. n.k. á skrif- stofu félagsins eða í símum 6010 og 7112. Ef næg þátttaka verður, er hugsanlegt að sætaferðir verði héðan af Suðurnesjum. Stjórn FR-deildar 2 Grindavík 2ja herb. íbúð að Heiðarhrauni 30A í Grindavík er til sölu. Áður auglýstur umsóknarfrestur er fram- lengdur til 15. febrúar n.k. Umsóknareyðu- blöð ásamtfrekari upplýsingum fást áskrif- stofu bæjarins. Stjórn verkamannabústaða i Grindavík AUGLÝSING Námskeið í stjórnun og meðferð gaffallyft- ara, dráttarvéla með tækjabúnaði, körfu- bíla, valtara og steypudælukrana, verður haldið laugardaginn 16. febrúar n.k. í hús- næði verkalýðsfélaganna, Hafnargötu 80, Keflavík. Þátttaka tilkynnist í síma 1002. VINNUEFTIRLIT RÍKISINS SUDURNESJAMENN Tökum að okkur VEISLUR OG MANNFAGNAÐI s.s. árshátiðir, fermingarveislur og fleira. Leigjum út sal öll kvöld vikunnar. gestafjöldi allt að 60 manns. , jý|oiar „Verrí töff“ aðmíráll á Keflavíkurflugvelli Sem kunnugt er af fréttum var aðmírállinn á Keflavíkurflugvelli, Ronald E. Narmi, látinn fjúka, þar sem hann var sakaður um kynferðis- lega áreitni gagnvart kventannlækni. Er talið að aðmírállinn hafi áreitt konuna á grófan hátt. Hann hefur nú farið af landi brott og von er á öðrum manni íhansstað fljótlega. Ekki hefur tek- ist að fá nafn hans, en þó er vitað sá hinn sami mun vera ,,verrí töff“, sem sagt maður með bein í nefninu og er ekk- ert að skafa af hlutunum. Ekki er ólíklegt að ein- hverjar breytingar muni eiga sér stað á vellinum þegar sá nýi kemur, en ekki er vitað hverjar þær verða. „Reykjanesbraut- ar-hrellir“ sem yfirlögregluþjónn í Keflavík? Síðar á þessu ári mun Sigtryggur Árnason láta af störfum sem yfirlög- regluþjónn i Keflavík, fyrir aldurs sakir. Samkvæmt heimildum Mola mun frægur Kefl- víkingur ætla að sækja um stöðuna, - enginn annar en Skarphéðinn Njálsson, ,,Reykjanes- brautar-hrellir" öku- manna. Skarphéðinn hefur starfað undanfar- in ár við vegalögregluna og hans svæði verið Reykjanesbraut. Því hafa margir Suðurnesja- menn fengiðað kynnast. Hann starfaði áður fyrr við Lögregluna i Kefla- vík og SBK. Skarphéð- inn flutti fyrir skömmutil Keflavíkur á ný. Hefur honum vegnað vel í starfi undanfarin ár og þykir því ekki óliklegur arftaki Sigtryggs. Skarphéðinn mun þó ekki vera einn um hit- una. Mjög líklegt þykir að Þórir Maronsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í Keflavík, muni sækja um stöðuna. Það verður því hart barist. Svertingjar í sólarlömpum Molum barst til eyrna frásögn um sólarlampa- delluna sem snarlega hefur dregið úr eftir öll skrifin um krabbameins- hættuna. Hún er þannig, að ónefnd stúlka lá í sól- arlampa á einni stofunni er hún heyrir allt í einu söng einn mikinn í næsta lampa, svo undir tók i húsinu. Þegar stúlk- an kom úr sólinni spurði hún fregna, hver væri svo söngelskur i sólar- lampanum. Fékk hún það svar að þetta væri negri af flugvellinum. Negri? spurði stúlkan forundran. Já, alveg hreina satt, sagði stofu- eigandinn. Stúlkan spurði því hvað negri væri að gera í sólar- lampa. Negrinn? hanner að hlaða perurnar, sagði stofueigandinn. Með þessu hef ur tekist að ná niður miklum perukostnaði . . . Misjafnt fréttamat ( nýlegu Skagablaði sem út er gefið á Akra- nesi, þótti ástæða til að birta sérstaka frétt þess efnis, að nýr lögreglu- þjónn hafi tekið til starfa þar í bæ. Héti hann Valur Armann Gunnarsson, væri um þritugt og hafi starfað innan lögregl- unnar í 8 ár. Væri hann ráðinn sem afleysinga- maður í eitt ár vegna þeirra breytinga sem orðið hafa í röðum varða laganna á staðnum und- anfarið. Það kom hins vegar ekki fram, að um- ræddur Valur Á. Gunn- arsson hefur starfað undanfarin ár i lögreglu- liði Gullbringusýslu, en hefur nú ákveðið að segja skilið við starfið, þó hann verði í afleys- ingum uppi á Skaga fram á haust. í stjórn Vinnu- eftirlits ríkisins Á fundi miðstjórnar AS( 17. jan. sl. var ákveðið að endurtil- nefna Karl Steinar Guönason sem aðal- mann í stjórn Vinnueftir- lits ríkisins til næstu 4 ára frá 1. jan. 1985. Jafn- framt var ákveðið að hann sæti áfram í nefnd til þess að fjalla um lán- veitingar til fyrirtækja. Dagbókin úrelt Sum blöð hafa boðið upp á þá sjálfsögðu þjónustu að veita ýmsar upplýsingar í dálkum sem þau nefna ,,Dag- bók". Eiga þessar upp- lýsingar að bjarga fólki sem þarf að ná sam- bandi við hei I brigðis- kerfið, sundstaði eða annað, t.d. um helgar. En til þess að þessi þjón- usta megi koma að gagni verður að endur- nýja upplýsingar um leið og breytingar verða. í Þjóðviljanum 1. febr. sl. rákumst við á upplýs- ingar sem eru sjálfsagt orðnar all gamlar, enda gilda þærekki lengur, en þæreru um lækna áSuð- urnesjum og eru svo- hljóðandi: „Keflavík. Dagvakt. Ef ekki næst í heimilislækni: Upplýs- ingar hjá heilsugæslu- stöðinni í sima 3360. Símsvari er i sama húsi með upplýsingum um vaktir eft-ir kL 17“. Þeir hjá Þjóðviljanum hafa sjálfsagt ekki enn frétt af því, að hér er til staðar heilsugæslustöð með vakt allan sólar- hringinn og hefur síma- númerið 4000. Víkur-fréttir vikulega. Sími 4717 Get bætt við mig inniverkefnum. Málningar- þjónusta A l SÍMI Oskars 7644

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.