Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.02.1985, Síða 2

Víkurfréttir - 07.02.1985, Síða 2
2 Fimmtudagur 7. febrúar 1985 VÍKUR-fréttir Utgetcndi: Víkur-fréttir hf. Rit h. 053 áhvrsðarmenn: Emil Péll Jónsson, s. 2677 Páll Ketilsson, s. 3707 Blaöamenn: Eiríkur Hermannss., s. 7048 Kjartan Már Kjartanss., s. 1549 Auglýsingastjóri: Guðbjörg Kristinsdóttir ' is, ritstjórn og auglýsingar: Hafnarg." -. &•', : . nð - Simi 4717 - Box 125 - 230 Keflavík Upplag: 4000 ck. sem dreift er ókeypis um öll Suðurnes hvern fimmtudag. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað, er óheimilt, nema heimildar sé getið. Setning, filmuvínna og prentun: GRÁGÁS HF., Keflavík Getspakur Garðmaður með 12 rétta: „Bara grís“ - segirTryggvi Einars- son, sem varð 170.000 kr. rikari ,,Þetta var í annað skipti sem ég tippaði í vetur. Vikuna þar á und- an fyllti ég út seðil og fékk þá 10 rétta, en nú var ég heppinn og fékk 12. Bara grís“, sagði Tryggvi Einarsson, Lyngbraut 7 í Garði, sem varð um 170.000 krónum ríkari. Tryggvi ásamt tveimur öðrum var með 12 rétta i síðustu leik- viku. Var biðin yfir helgina ekki erfið? „Jú, ég var svolítið spenntur. Ég vissi nátt- úrlega ekkert hve margir náðu 12 réttum. Ég var samt ekkert að stressa mig yfir þessu. hringdi inn eftir seinni partinn í dag og átti alveg eins von á því að margir yrðu með 12 rétta eins og vik- una áður. Grunaði þó svona inn undir að þeir væru ekki margir. Það kom á daginn. Kerfis- karlarnir hafa greinilega klikkað í þetta skiptið", sagði Tryggvi. Þess má geta, að að sjálfsögðu mun Tryggvi fara í spámannsgallann okkar innan tíðar og reyna að sýna lesendum snilli sina í getrauna- speki, þar sem að áður en þessi tíðindi bárust hafði annar fulltrúi Garð- manna farið í gallann fyrir þessa viku. - pket. asteignaþjónusta Suðurnesja 5<EFLAVIK - NJARÐVIK: 2ja herb. íbúö í smíðum við Fífumóa í Njarðvík ..... 930.000 2ja herb. íbúð við Háteig, sér inngangur.............. 1.200.000 3ja herb. efri hæð við Austurgötu, öll endurnýjuð .... 1.500.000 Góð 3ja herb. rishæð við Hátún .................... 1.050.000 Góð 2ja herb. nýleg íbúð við Hringbraut ............ 1.170.000 100 ferm. efri hæð með bílskúr við Sunnubraut ....... 1.800.000 140 ferm. efri hæð við Miðtún ....................... 1.500.000 3ja-4ra herb. íbúðir við Fífumóa og Hjallaveg, verð frá 1.350.000 Viðlagasjóðshús - einbýli, við Elliðaveili m/bílsk., góð eign 2.600.000 Brekkustigur 19, Njarðvík: Góð 4ra herb. neðri hæð ... 1.800.000 Hólagata 6, Sandgerði: 140 ferm. nýlegt einbýlishús með 60 ferm. bílskúr. Bjarmaland 10, Sandgerði: 130 ferm. gott einbýlishús ásamt bílskúr. Vesturgata 7, Keflavík: Eldra einbýlishús mikið endurbætt, með bílskúr.......................................... 2.300.000 Suðurtún 5, Keflavík: Mikið endurbætt einbýlishús á góð- um stað ............................................ 2.500.000 Smáratún 3, Keflavik: Einbýlishús, hæð og ris (nýtt) á góð- um stað ............................................. 2.700.000 Háaleiti 5, Keflavík: 160 ferm. efri hæð m/tvöföldum bílskúr 2.250.000 Einnig höfum við úrval eigna á söluskrá í Grindavík, Garði, Sandgerði og Vogum, s.s. raðhús við Heiðarhraun 59 í Grindavík, 88 ferm. fok- helda íbúð við Silfurtún í Garði, o.fl. Nýtt einbýlishús við Óðinsvelli, ásamt tvöföldum bílskúr. Nær tilb. undir tréverk. Teikningar fyrirliggjandi. Verð og nánari uppl. fást á skrifstofunni. j » i "-Á ( . M ' - M ^eflavik: : ,'gjöíbúð innréttingar Norðurtún 6, Keflavík: Einbýlishús með bílskúr í góðu ástandi. Eign á góðum stað. > tí naþjónusta Suðurnesja 31, II. hæð - Keflavik - Simi 3441, 3722 Júlli og Trabantinn Meira um Garðmenn og getraunir. Fyrir nokkrum árum fengu fengu þre- menningarnir Sigurður Ingvarsson, Ingimundur Guðnason og Július Baldv- insson 12réttaígetraunum. Július, sem er núverandi formaður Víðis, var svo yfir sig ánægður, að hann gaf „limósíninn" sinn, Trabant sem hann átti þá, er úrslitin komu í Ijós. I huganum urðu drengirnir milljónamæring- ar yfir helgina. Á mánudeginum þegar þeir hringdu borubrattir til að vita hve margir hefðu verið með 12 rétta, datt and- litið af þeim. Tvö hundruð tuttugu og tveir (222) voru með 12 rétta. Gleðin hvarf af andliti Júlla, en sögur herma að Siggi, sem Júlli hafði gefið Trabantinn, hafi gefið honum grið. Júlli slapp með skrekkin í þetta sinn og hélt Trabantinum. pket. 1-X-2 1-X-2 „Einu sinni unnið“ „Ég hef einu sinni unnið i getraunum, fékk þá 11 rétta og náði 27 þúsundum fyrir vikið, - að vísu var þetta í gömlum krónum, það er svo langt síðan“, sagði næsti spámaður okkar, Liverpool-aðdáandinn, Sigurður Ingvarsson, raf- virki og liðsstjóri Víðis. „Jú, ég fylgist mikið með boltanum. Ég er með tvo bleika seðla í hverri viku en náði ekki nema 7 réttum síðast, mjög dapurt. Þetta er ekki ósvipað gengi míns liðs í vetur. Það hefur verið fyrir neðan minar vonir en ég verð ánægður ef þeir ná Evrópusæti. Já, ég er bara nokkuð viss um að þeir ná því, þó þeir hafi ekki veriö sannfærandi". Erfiður seðill? „Ekki finnst mér það á pappírn- um séð. Ég vil þó ekki lofa neinu, vona bara þaö besta", sagði Sigurður Ingvarsson. Heildarspá Sigurðar: Leikir 9. febrúar: Coventry - Everton .... 2 Ipswich - Leicester .... 1 Liverpool - Arsenal .... 1 Newcastle - Man. Utd. . X Nott’m For. - Q.P.R. ... 1 Stoke - Norwich ....... 2 Tottenham - Sheff. Wed. 2 Watford - West Ham .. 1 W.B.A. - Sunderland .. X Barnsley - Portsmouth 1 Leeds - Grimsby ...... 1 Shrewsbury - Huddersf. 1 Einar Helgi í 3. sæti Einar Helgi Aöalbjörns- son fyllti vonir björtustu manna. Hann náði7réttum, sem er þriðji besti árangur- inn í vetur - mjög gott. Það er svo sannarlega aö færast líf í getraunaleikinn, enda ekki seinna vænna - stutt í úrslitin. Von bráðarmunum við flytja .þátttakendum í getraunaleiknum óvæntar fréttir, þegar liða tekur að úrslitum. Sami háttur verður þó á úrslitunum sjálfum og í fyrra, fjórir bestu komast áfram. - pket. 1-X-2 1-X-2 OPIÐ: Fimmtudagakl. 19-23.30 Föstudaga kl. 19-01 Laugardaga kl. 19-01 Sunnudaga kl. 19-23.30

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.