Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.02.1985, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 07.02.1985, Qupperneq 6
6 Fimmtudagur 7. febrúar 1985 VÍKUR-fréttir Stuðlar iðnaðarráðherra að eyðingu vatnsforða okkar - fyrir gróðasjónarmið fjársterkra aðila? (síðustu viku var undirrit- aður samstarfssamningur nokkurra fjársterkra aðila um rannsókn og hugsan- lega byggingu og rekstur 5000 tonna laxeldisstöðvar á Reykjanesi. Að þessum samningi standa m.s. Sölu- miðstöð hraðfrystihús- anna, (snó hf. og norskir samstarfsaðilar þess fyrir- tækis, svo og iðnaðarráðu- neytið. Kom þetta fram í Kastljósi í sjónvarpinu sl. föstudag. Fram kom í sjónvarps- fréttum sl. laugardag, að iðnaðarráðherra vildi nýta borholu Sjóefnavinnslunn- ar á Reykjanesi, sem er ein kraftmesta borhola lands- ins, með því að gefa fiski- ræktarmönnum kost á að nýta holuna gegn vægu verði. ,,Tími væri til kominn að ríkið gerði sér grein fyrir stórkostlegum möguleik- um, sem fólgir væru í fisk- eldi hér á landi og tímabært væri að ríkið greiddi fyrir góðum málum, í stað þess að flækjast fyrir eins og það hefði gert lengst af", eins og haft var eftir honum í frétt- unum. Eru því uppi hugmyndir um að þessi laxeldisstöð nýti hina kraftmiklu holu Sjóefnavinnslunnar hf. á Reykjanesi. Ráðherra virð- ist hins vegar ekki hafa gert sér grein fyrir því að vatns- forðinn hér á skaganum þolir ekki þessa fiskræktar- stöð, né neinar þær stöðv- ar sem stendur til að reisa hér á skaganum, en um það var einmitt fjallað hér í síðasta tölublaði. Það dugar því ekki að gera sér grein fyrir mögu- leikum fiskeldis hér á landi, ef það hefur í för með sér óbætanlegan skaða fyrir 14 þúsund manna byggð, eins og yrði ef vatnsforða okkar yrði eytt fyrir gróðasjónar- mið, eins og þarnaeru uppi. Svo veit ráðherra það, að þó hann hafi valdið í málefnum Sjóefnavinnslunnar, þá er það undir sveitarfélögin hér á Suðurnesjum að sækja, varðandi orkunýtingu á Reykjanesi og ásókn í fersk- vatnsforða okkar. Þar dugar ekki að bera titilinn iðnað- arráðherra. Og hætt er við að ráðherra mæti mótstöðu eftir aðgerðir þærsem hann sýndi varðandi geðþótta- ákvörðun sina um framtíð Sjóefnavinnslunnar hf., ef sveitarstjórnirnar hafa þá einhver bein í nefinu. - epj. ATVINNUMÁLIN Ég furða mig oft á því, hve fáir Suðurnesjamenn láta til sin heyra í. Víkur-fréttum. Þetta er okkar málgagn, kemur út einu sinni í viku og er opið öllum sem vilja koma á framfæri stuttum greinum, fréttum og ábend- ingum um hvers konar mál- efni sem á hugann leitar, burtséð frá stjórnmála- skoðunum. Allir hljóta að láta sig varða helstu málaflokka íslensks þjóðlífs. Heilbrigðis- og trygg- ingamál, húsnæðismál, efnahags-.atvinnu- og kjaramál, svo á eitthvað sé minnst. Atvinnumálin Hér á Suðurnesjum brenna atvinnumálin mjög á fólki. Um miðjan janúar voru á fjórða hundrað at- vinnulausra félagsmanna verkalýðsfélaganna í Kefla- vík og Njarðvík. Þetta er al- varlegt mál. Hvert fyrirtækið af öðru í fiskiðnaði leggur niöur starfsemi og má segja að Keflavík sé orðinn drauga- bær, með tilliti til sjávarút- vegs, samanborið við fyrri tíma. Hverjum skyldi hafa dott- ið það í hug fyrir 30-40 ár- um, þegar á Suðurnesjum voru einir mestu útgerðar- staðir landsins og bátar og fólk flykktust hingað að norðan og austan til þessað róa á vetrarvertíð og vinna aflann í landi? Þetta heyrir nú sögunni til. Það versta fyrir fólkið í dag er, að þeir menn sem eru í nefndum og ráðum á vegum bæjar- og sveitar- félaga hér á svæðinu, til þess að finna einhver bjarg- ráð, eru algerlega úrræða- lausir. Varaformaður at- vinnumálanefndar Suður- nesja sagði að einhverjir fengju vinnu þegar vetrar- vertíð hæfist, og talaði svo bara um drukknandi menn í sjávarútvegi, en minntist ekki meira á atvinnu á öðr- um sviðum. Ég skora á fólk að skrifa greinar í Vikur-fréttir um at- vinnumálin og einnig skora ég á stjórnmálaflokkana hér i Keflavik að efna til borg- arafundar í öðru hvoru bíó- húsinu, um tillögur til úr- bóta í atvinnumálunum. Við viljum heyra eitthvað frá ykkur, sem viljið gera alit fyrir fólkið - fyrir kosningar. Ég veit að það eru hér hundruð kvenna, hús- mæðra, sem mundu vilja heilsdags eða hálfsdags- vinnu við léttan iðnað, væri hann til staðar. Og nú er að bretta upp ermarnar. Sæl að sinni. Erna Gunnarsdóttir ,,Komdu þér út á sjó aftur, brælukóngurinn þinn, og vertu ekki að þvælast hérna fyrir". Sjóararnir bestir í knattspyrnu Um sl. helgi var haldin firmakeppni í knattspyrnu á vegum knattspyrnudeildar UMFN. Sigurvegarar í keppninni varð lið Happa- sæls KE 94, í öðru sæti lið Húsagerðarinnar hf. og í 3.-4. sæti urðu Póstur og Sími og liö Húsaness. Það þurfti að framlengja alla leikina í úrslitunum til að knýja fram úrslit, og má af því sjá að keppni var jöfn. k.már. Bjóða lóð undir bílastæði Eigendur verslunarinnar Studeo, þeir Gísli Guð- finnsson og Björn Ólafs- son, hafa boðið Keflavikur- bæ afnot lóðarinnar nr. 38 við Hafnargötu fyrir bíla- stæði, en þar rúmast 15 stæði. Á fundi bæjarráðs nýver- ið var bæjarstjóra falið að ræða nánar við þá félaga. epj. Til styrktar Sjúkrahúsinu Þessir þrir drengir héldu nýlega hlutaveltu aö Sóltúni 12 i Keflavik, til styrktar Sjúkrahúsi Keflavikurlæknishéraðs, og varö ágóöinn kr. 455. Þeir heita f.v.: Héðinn Valþórsson, Emil Valsson og Guömundur Valtýr Valsson. Til styrktar Þroskahjálp Þessir fjórir krakkar héldu fyrir stuttu tomóólu að Sóltúni 7, Keflavík, til styrktar Þroskahjálþ á Suðurnesjum. Ágóöinn varð kr. 1.155. - Frá vinstri: Védis Hlin Guðmundsdóttir, Berglind Gefn Guömundsdóttir, Hildur Dögg Guðmunds- sdóttir og Ólafur Oddgeir Einarsson. Ólöf Burns, Bjarklind Gisladóttir, Helga Burns, Justin Hayes og Tiffany Hayes héldu hlutaveltu fyrir skömmu. Ágóðann, kr. 530, gáfu þau til styrktar Þroskahjálþ á Suð- urnesjum.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.