Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.02.1985, Síða 16

Víkurfréttir - 07.02.1985, Síða 16
16 Fimmtudagur 7. febrúar 1985 VÍKUR-fréttir FR-deild 20: Starfrækir radíó 2 daga í viku - Viötal viö nýkjörinn formann deildarinnar, Hauk Pálsson hrakhólum með húsnæði, þvi þeir höfðu aðeinstil um- ráða lítil herbergi sem ekki rúmaði marga í heimsókn. Garðhús er íbúðarhús sem búið hefur verið í alveg fram til síðustu áramóta, en nú er þar starfrækt FR-radíó 9000 sem er oþið frá kl. 20-22 á fimmtudögum og á laugar- dögum frá kl. 14-16, og síðan er oþið á sumrin á sunnudögum, ef eitthvað er um að ræða, s.s um versl- unarmannahelgina. Auk þessa hefur deildin haldið árshátíð með deild- um 2 og 23, þá hefur verið reynt að fara í ferðalög, en það hefurekki alltaf gengið. En samt á að reyna ein- hverja ferð í ár. Að lokum sagðist Haukur vonasttilað félagar í deildinni létu sjá sig meira en nú er, því erfitt væri að starfa ef alltaf kæmu sömu fáu andlitin, svo deildin geti orðið virk- ari og sterkari en hún nú er. eþj. Á síðasta aðalf undi Grindavíkurdeildar Félags farstöðvaeigenda á íslandi, sem daglega gengur undir Haukur Pálsson, nýkjörinn formaður FR-deildar 20 i Grindavik Suðurnes: 778 umferðar- óhöpp á sl. ári Skv. bráðabirgðaskrán- ingu umferðaróhaþþa Um- ferðarráðs á sl. ári, urðu alls 778 umferðaróhöþþ hér í sýslunni. 446 urðu í Kefla- vík og Njarðvík, 175 á Kefla- víkurflugvelli, 59 í Grinda- vík og 98 annars staðar á Suðurnesjum. Fjöldi slas- aðra í þessum tilfellum voru 35 en slys urðu í 33 óhaþp- anna. Þá létust 2 í þessum óhöþpum. - epj. Loftmengun á hárgreiðslu- stofum? Kona nokkur hringdi og óskaði eftir að þeirri fyrir- Sþurn yrði komið á framfæri við heilbrigðisfulltrúa, hvort ekkert eftirlit væri með loft- mengun á hárgreiðslustof- um. Ylli hún oft óþægind- um fyrir viðskiptavini og starfsfólk, því mikið er af kemískum efnum í and- rúmsloftinu og oft einnig mikið reykt inni á þessum stofum. Því væri slæmt loft á þessum stöðum ef loft- ræsting væri ekki sem skyldi. Jóhann Sveinsson heil- brigðisfulltrúi svaraði þessu á þá leið að allar hár- greiðslustofur ættu að vera með fullnægjandi loftræst- ingu. Þetta gæti þó verið mismunandi eftir stærð staðarins og aðsókn, en enginn staður fengi leyfi nema þetta væri fullnægj- andi. væri því fylgt eftir að hálfu embættisins. Þá benti hann á að skv. lögum mætti nú ekki reykja inni á slíkum þjónustustofnunum. - eþj. nafninu FR-deild 20, sem haldinn var 13. jan. sl., urðu formannsskipti, en núver- andi formaður er Haukur Pálsson. Hann tókum við tali sl. laugardag um félags- starfsemi í þessu unga fé- lagi sem er aðeins 3ja ára. Sagði Haukur að deildin hefði verið stofnuð 1982 og væri hann 3. formaðurinn hjá deildinni, sem telur um 120 talstöðvarnúmer, en af því eru fyrirtæki að hluta og bátar. Er félagssvæði deild- arinnar Grindavík, en áður var deildin innan vébanda FR-deildar 2, sem nær yfir önnur byggðarlög Suður- nesja. Síðan deildin var stofnuð hefur hún verið með bækistöð á þremur stöðum í bænum og nú síð- ast hafa þeir nýlega tekið í notkun nýja bækistöð í elsta húsinu í Grindavík, en það hús heitir Garðhús. Fram að því að núverandi aðstaða var tekin í notkun var deildin á hálfgerðum Þessar ungu og myndariegu stúlkur hafa verið i starfskynningu þessa viku hér á Vikur- fréttum. Þær heita Dagný Gisladóttir (t.h.) og Mikkalina Finnbjörnsdóttir, báðar i9. bekk i Holtaskóla i Keflavik. Aðspurðar sögðu þær að blaðamannsstarfið hafi vakið forvitni þeirra og þvi hefðu þær viljað kynnast örlitið. Dagný á heldur ekki langt að sækja það, þvi faðir hennar hefur starfað sem blaðamaður og ritstjóri. - pket. í starfskynningu hjá Víkur-fréttum Nýjar Nýir framhaldsþættir myndir VHS °9 beta FALC0N crest M- --.T*** ÍSLENSKUR TEXTI 9—10 Opið frá ki. 18-22 virka daga og frá kl. 16-22 um helgar. MYNDBANDALEIGA SANDGERÐIS Ásabraut 5

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.