Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.02.1985, Side 8

Víkurfréttir - 07.02.1985, Side 8
8 Fimmtudagur 7. febrúar 1985 VÍKUR-fréttir Eldra fólk í afslöppun á Kanarí Styrktarfélag aldraðra með hópferð Miðvikudaginn 30. jan. sl. lagöi 30 manna hópur upp í ferð til Kanaríeyja. Þarna var á ferðinni hópur á veg- um Styrktarfélags aldraðr- aðra á Suðurnesjum og ætlar að dvelja á Kanaríeyj- um í 3 vikur. Fararstjórar ferðinni eru þær stöllur Margrét Friðriksdóttir og Guörún Sigurbergsdóttir (Gunna skó). Auk þeirra er svo hjúkrunarkona með í ferðinni sem mun verða ferðalöngunum til halds og trausts. Margrét sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem farið væri í svona ferð á þessum árstíma á þeirra vegum. Áður hefði verið farið á vorin, en þetta virtist mæl- ast vel fyrir. Félagið fór út á vegum Samvinnuferða, og vildi Margrét taka það fram að Helgi Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnu- ferða og Keflvíkingur, hefði gert þeim vel og útvegað þeim hótel sem hentaði öll- um hópnum mjög vel í alla staði. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar hópurinn var kominn inn í Fríhöfn og beið eftir kallinu út í vél. kmár. Áríðandi símanúmer: Slökkvilið Bruna- varna Suðurnesja 2222 Neyðarnúmer .... 000 Þessi friði hópur er nú i sól og sumaryl. Raflagnavinnustofa Sigurðar Ingvarssonar Garði - Sími 7103, 7143 SIEMENS heimilistæki í úrvali, s.s. þvottavélar, tauþurrkarar, rakatæki og allt í eldhúsið. Iðnaðarhúsnæði óskast til leigu í Keflavík eða Njarðvík, ca. 100 m2. Uppl. í síma 7189. Bifreiðarstjóri með meirapróf óskast til starfa. OLÍUVERSLUN ÍSLANDS Njarðvík - Sími 2070 á&trantia manna verður haldið í Stapa laugardaginn 23. febr. Hljómsveitin leikur fyrir dansi. - Nánar auglýst síðar. Stjórnin Alþjóðlega danskeppnin hefst í kvöld - 2 pör úr Vogum keppa ( kvöld kl. 21.30 hefst á Hótel Sögu alþjóðlega danskeppnin ísamkvæmis- dönsum. Það er í fyrsta skipti sem íslenskir dans- arar taka þátt í slíkri keppni, en það eru, eins og áður hefur komið fram í Vikur- fréttum, tvö danspör úr Vogum, Guðmundur Hjört- ur Einarsson og Kristín Vil- hjál msdóttir, og Hilmar Sveinbjörnsson og Kristín Skjaldardóttir, en þau eru Islandsmeistarar í sínum aldursflokki. Auk íslensku dansaranna koma fram dansarar frá Noregi, Danmörku, Eng- landi og Ástralíu. Keppn- inni verður skipt í þrjá hluta og verður sá fyrsti í kvöld, en síðan verður dansað kl. 15ásunnudagogkl.21.30á sunnudagskvöld. Keppnín kl. 15 á sunnudag er sér- staklega ætluð börnum. Eins og í öðrum íþrótta- kepþnum skipta áhorfend- ur miklu máli og er dans- áhugafólk hvatt til að mæta og styðja íslensku dansar- ana. - eg./dg (starfsk.) Islensku þátttakendurnir ásamt kennurum. Björgunarsýning í Grindavíkurhöfn Sl. laugardag stóð Slysa- varnadeildin Þorbjörn í Grindavík fyrir björgunar- sýningu við Grindavíkur- höfn. Voru þarna sýnd ýmis konar björgunartæki og meðferð þeirra, en nú eru uppi áform um að draga úr hinni háu slysatíðni sem er meðal sjómanna í dag, en mörg þessara slysa eru mjög alvarleg. Eru það sjómannasam- tökin, Slysavarnafélag (s- lands og aðrir aðilar, sem vinna að öryggismálum sjó- manna, sem hafa ákveðið að gera átak í að draga úr þessum slysum. - eþj.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.