Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.02.1985, Page 10

Víkurfréttir - 07.02.1985, Page 10
10 Fimmtudagur 7. febrúar 1985 VÍKUR-fréttir Áhaldaleiga Suðurnesja: Býður byltingu fyrir húsbyggjendur Meðal 150 tækja sem eru til útleigu er tæki sem sýgur vatn úr steypu Ýmis tæki eru til útleigu hjá Áhaidaieigunni. Fyrir um 9 árum hóf starf- semi sína í Keflavík fyrirtæki sem nefnt er Áhaldaleiga Suðurnesja og er í eigu hjónanna Guðlaugar Jón- asdóttur og Lúðvíks Ág- ústssonar. Eins og nafnið bendir til var upphaflega aðeins um að ræða útleigu á ýmsum áhöldum. Var fyr- irtækið fyrstu árin, eða þar til fyrir einu ári síðan rekið út frá heimili þeirra hjónaað Melteig 6 í Keflavík, en fyrir einu ári fluttu þau í sérstakt húsnæði að Grófinni 13a í Keflavík. Aö sögn Lúðvíks hefur orðið ör þróun í fjölgun á- tækjum til útlelgu og er þar aðallega um að ræða tæki til nýbygginga og fyrir fólk sem er að breyta heima hjá sér. Eru verktakar í stórum hluta af viðskiptavinum fyrirtækisins auk einstakl- inga, enda er útleiga þessi fjölbreytt. Taldi Lúðvík að fyrirtækið væri með um 150 tegundir tækja til útleigu. Meðal þessara tækja er eitt sem er hrein bylting hér á landi þó það hafi verið í notkun erlendis síðan 1969. Tæki þetta var tekið í notk- un sl. sumar og er til að sjúga vatn úr steypunni, og varð Áhaldaleiga Suður- nesja fyrst til að koma með það á markað hérlendis. Tækið er allhraðvirkt og sem dæmi er það aðeins 15-20 mínútur að sjúga vatn úr steypu i meðal plötu. Þess minna sem vatnið er i steypunni verður hún sterk- ari og með þessu tæki er talið að hún verði um 20% sterkari en ella, auk þess sem 60-70% minni likureru á að það komi sprungur í steypuna en annars. Er tækið því mjög vinsælt og þá ekki síður á Reykjavik- urmarkaðnum, enda eru þar miklar byggingafram- kvæmdir. Þá hefur fyrirtækið ýmis- legt annað á boðstólum fyrir steypuvinnu, eins og t.d. sérstakan herði og efni til að rykbinda steypu. Er efninu úðað yfir steypuna og blandast því í hana og kemur í veg fyrir ofþornun. Þá má einnig nota það við einangrun, s.s. glerull, og rykbindur það og gerir and- rúmsloft betra í húsum, auk þess sem það skapar bruna- vörn. Er fyrirtækið komið með allt það nýjasta varð- andi slípun á steypu. Fyrir utan útleigu á tækj- um hefur fyrirtækið veitt stíflulosunarþjónustu, en Lúðvík sagði að stefnt væri að því að hætta þeirri þjón- ustu, því erfitt væri að kom- ast yfir að veita þá þjónustu eftir að önnur þjónusta óx. Þá hefur fyrirtækið hafið innflutning á ýmsum bæti- efnum fyrir steypu, og eins á parketi, en að sögn Lúð- víks hefur verið fylgst mjög vel með því sem er að gerast í sambandi við þessa mála- flokka. Eins og sést á þessu spjalli er hér um ört vaxandi þjónustufyrirtæki að ræða fyrir húsbyggjendur og aðra húseigendur, - fyrir- tæki sem býður upp á ýmsa þá þjónustu sem áður hefur verið óþekkt hér á landi. STEINSTEYPUSÖGUN Sögum m.a. gluggagöt - Stiga- og hurðagöt. Sögum einnig í gólf og innkeyrslur. Gerum föst verðtilboð. - Uppl. í síma 3894. MARGEIR ELENTÍNUSSON epj. Starfsmenn Áhaldaleigunnar, f.v.: Lúðvik Ágústsson, eig- andi fyrirtækisins, Jónas Lúðviksson og Björn Björnsson. Sendibíll með vörulyftu Er ávallt reiðubúinn til þjónustu, hvenær sem er. - Reynið viðskiptin. Aðalstöðin, sími 1515 - Heimasími 2927 RÖRBERAR - • á heimilið • í geymsluna • á skrifstofuna Uppsetningin leikur einn . . . l---1 Rörberar fyrir hillur o ’ vörunúmer litir*) breidd mm lengd mm skrúfustærð 4- . 6035 | 255 385 12 6036 305 385 12 6037 1 405 385 12 Einnig er slá 125 cm. á lengd, t.d. fyrir fatahengi fáanleg í 4 litum. Ef þig langar til að hressa upp á útlitið á heimilinu, í geymslunni skrifstofunni eða hvar sem er bjóða rörberarnir frá Peder Nielsen upp á frískandi og skemmtilega lausn. Þeir fást í 4 litum, hvítu, rauöu, brúnu og svörtu og einnig galvaniseraðir. Uppsetningin er leikur einn, auðvelt að komast að til að skrúfa, jafnvel með borvél. Járn & Skip Víkurbraut 15 - Keflavík Sími 1505 - 2616 T‘ B 1 Rörberar fyrir hillur og bekki vörunúmer litir*) breidd mm l^engd mm boltastærð 6040 1 u 300 395 8 Rörberar fyrir bekki og borð vörunúmer litir*) breidd mm lengd mm boltastæró 6041 1 n 370 550 8 Rörberar fyrir borð með hillu vörunúmer litir*) breidd mm lengd mm boltastærð 6042 I U 430 550L 400L’ 8 *) Heitgalvaniserað.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.