Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.02.1985, Side 15

Víkurfréttir - 07.02.1985, Side 15
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 7. febrúar 1985 Fyrrum vegavinnumaður á Vogastapa: „Stapadraugurinn var góður draugur“ - Frásagnir af því þegar draugurinn hjálpaði bréfritara Það var hægt að komast niður á tveimur stöðum með góðu móti á Voga- stapa, í Ytri-skor, sem er fyrir austan, og neðan við Grænuborgarhæð og Innri- skor, sem var líka kölluð Grynnri-skor. Hún var fyrir neðan og vestan við Grims- skálahæð. Það var sameig- inlegt með þeim báðum, að þegar mikill snjór var á Stapa og hann hlánaði á vorin, að vatnið rann niður af þeim til sjávar. I Víkur-fréttum 13. des. 1984, er viðtal við Guðmund B. Jónsson. Guðmundur var á Brekku undir Voga- stapa á sínum unglingsár- um Hann ergreindur maður og minnugur. Þegar ég las þessa grein, þá rifjaðist upp í huga mínum sérstakt atvik sem ég hef aldrei gleymt. Ég var í vegavinnu á Stapa árið 1930 og var Sigurjón Einarsson frá Litla-Hólmi í Leiru vegaverkstjóri. Vorum við í tjöldum rétt fyrir ofan þáverandi Grindavíkur- vegamót á grasigrónum moldarbörðum. Var sótt möl úr gryfju upp við Seltjörn og ekið í veginn á bílum. Var ég á ,,tipp" eins og það var kallað, þ.e. að jaf na úr hlössunum í veginn. Var með mér ungl- ingspiltur harðduglegur úr Keflavík, Tjörfi Kristjáns- son. Mun hann þá hafa verið 12 ára þegar þetta skeði. Við Tjörfi vorum góðir viriir og þrölluðum margt saman. Fórum við oft eftir vinnu á kvöldin niður fyrir Stapann í Grynnri- skor, tíndum spýtur og ýmsa hluti sem viðfundum í fjörunni. Fundum við smá kolamola í mölinni og var Tjörfi fundvís á þá. Var þetta ekki mikið magn, við tind- um þetta bara í vasana og bárum það þannig upp. Eitt kvöldið i byrjun júní- mánaðar fórum við niður fyrir Stapann. Fugl var sest- ur á syllurnar. Var þar bæði lundi og rita. Lundinn gróf holur í bergið og verpti eggjum í þær, en þessar \ holur voru ekki djúpar og j því var hægtaðteygja hand- j legginn eftir eggjunum. Við j Tjörfi vorum að hugsa um að ná okkur í egg. Tjörfi var kjarkmikill og fimur að klifra í bergiö, en ég var ragur og fór mér hægt. Enda var fugladrit á syllunum og þær hálar. Tjörfi var kominn á næstu syllu fyrir ofan mig, en þá hrapar hann niður á næstu syllu sem var lengra, en sú sylla sem ég var á en i sömu hæð. Ég sá að Tjörfi hélt með höndum sínum í berg- ið þegar hann hrasaði. Hlýtur það að hafa dregið úr fallinu. Þetta var ca. þriggja metra fall. Ég kallaði í Tjörfa, en hann hreyfðist ekki. Fór ég að skriða til hans eftir syll- unni sem ég var á, en þegar ég var búinn að skriða nokkra metra, kom geil inn í bergið á milli syllanna. Treysti ég mér ekki til að hoppa á milli þeirra og lá því þarna og hugsaði ráð. Þásé ég beinabera hönd með bláa fingur. Tók ég eftir því að handarbakiðvaralltblátt og hendinni fylgdi allur handleggurinn. Ég tók í þessa hönd og hún kippti mér yfir á sylluna sem Tjörfi lá á. Skreið ég áfram til hans, en hann lá á hliðinni utan í berginu. Hafði hann fengið blóðnasir og hruflað sig á annarri kinninni. Það blæddi mikið úr nefi hans og reif ég því stykki úr skyrt- unni minni og reyndi að stöðva blóðrennslið, og það tókst. Eftir að blóðrennslið stoppaði fór Tjörfi að jafna sig og ná orku í líkamann, og síðan fikruðum við okk- ur til baka. Þegar við kom- um aftur að geilinni á milli syllanna þá kom hendin aft- ur og nú voru þær tvær sem hífðu okkur yfir. Við klifruðum niður bergið og niður í fjöru. Þá var mér litið á svörtu peys- una sem Tjörfi var í og var Fiskverkunarfólk Viljum ráða nú þegar starfsfólk vant fisk- verkunarstörfum. Bónus. Uppl. ísíma4666. BRYNJÓLFUR HF. Innri-Njarðvík Vondur, verri, verstur í Samkomuhúsinu Garði, fimmtudag 7. febr. kl. 20.30. Miðasala frá kl. 19.30, sími 7133. - ATH: Allra síðasta sýning. Litla leikfélagið hún þá öll morandi í lunda- lús og mín mórauða peysa var eins. Fórum við því niður að sjó, fórum úr peys- unum og buxunum og þvoðum þetta upp úr sjó og undum þetta á milli okkar. Fórum. við síðan aftur í fötin. Vorum við hljóðir þegar við komum upp á Stapann í Grynnri-skor og fór ég aldrei niður fyrir Stapann eftir þetta. Tjörfi var sonur Kristjáns Sveinssonar, sem var kall- aður Stjáni blái. Kristján ætlaði að sigla báti sínum einn úr Hafnarfirði seint í desember 1922. Gísli Egg- ertsson, fyrrverandi skip- stjóri og bóndi í Króksvöll- um í Garöi, sagði mér að hann hafi verið staddur í Hafnarfirði daginn sem Kristján ætlaði að sigla. Gísla vantaöi far suður og nefndi það við Kristján, að hann fengi að fljóta með, en Kristján sagði að hann væri of ungurtilaðsiglameðsér. Gísli var þá 18 ára. Svo sigldi Kristján úr Hafnar- firði með ýmsan varning handa heimili sínu, m.a. kol. Stjáni blái strengdi klóna og stýrði fyrir Keilisnes, sagði Örn Arnarson í kvæði sínu um Stjána bláa. Ekki er mér kunnugt um að nokkuð hafi fundist úr farangri eða báti Kristjáns eða fengist vitn- eskja um hvar hann hafi farist. En kolamolarnir sem við Tjörfi vorum að finna í mölinni fyrir neðan Stap- ann, tala sínu máli. Svo liðu árin. Um haustið 1933 var ég farinn að keyra vörubifreið milli Garðs og Reykjavíkur. Ég flutti ýsu til fisksalanna í Reykjavík og varð því að fara snemma að morgni úr Garðinum, þviég varð að vera kominn til Reykjavíkur kl. 7.30. Kefla- víkurvegurinn var seinfar- inn, en sem betur fór lítil umferð svo snemma morg- uns, en myrkrið var afar svart. Þegar ég fór framhjá afleggjaranum niður í Innri- Njarðvík upp Grænuborg- arhæð upp á Stapa, var alltaf kvíði í mér að fara Stapann. Það var ekki fyrr en ég var kominn niður essið í átt að Vogum að ég var laus við þennan kvíða. Þó var ég ekki farinn að verða var við neitt. Svo var það í byrjun febrúar árið 1934 að ég hafði verið seinn að hlaða bílinn og klukkan því orðin sex að kvöldi þegar ég lagöi af stað úr Reykjavík. Það var útsynnings éljagangur en lítill snjór. Gekk ferðin vel suður að Stapanum, ég fór upp essið og upp á Gríms- hólshæð austan megin. Þá syrti að með él og þegar ég fór niður Grímshólshæð vestan megin og fór fram hjá þáverandi Grindavíkur- vegi, sé ég þúst á hægri kanti sem líktist manni með hausinn undir hendinni. Setti ég þá háa Ijósgeislann á, en þá hvarf sýnin og setti ég því lága geislann á aftur og sá ekkert óvenjulegt. Ég var þá að fara niður hallann í Grynnri-skor og var kominn alveg niður og í beygjuna til vinstri. Gerði þá svarta-él með þó nokkr- um vindi og skóf, ég sá ekki veginn og varð að stoppa bílinn. Hafði ég hann í gangi og hef verið þarna stopp í ca. 10 mínútur þegar rofaði til á ný. Þá sá ég fyrir fram- an Ijóskerið hönd sem ég kannaðist við og benti hún mér að halda áfram. Ég setti bílinn i 1. gír, en þá spólaði að aftan því snjóaö hafði fyrir hjólin og bíllinn því fastur. Setti ég þá í aftur á bak, en áfram spólaði hann. Svo var eins og bíllinn færi sjálfur af stað um Ieið og ég sá hendina, og fylgdi ég henni eftir niður á Grænuborgarhæð. Þá birti til og ég sá veginn og gat haldið áfram óhindrað. Ef Stapadraugurinn hefur verið þarna á ferð, þá hefur hann verið góður draugur, að vísu hef ég heyrt að hann hafi verið að glettast við menn sem fóru Stapann, kaupmenn og hreppstjóra. En ég var ekki einn af þessum heiðurs- mönnum. Ég fór margar ferðir um Stapann eftir þetta og var aldrei kvíði i mér eftir þetta atvik og sá ég heldur aldrei neitt. Kannski er þetta hugar- burður í mér, maður skilur ekki tilgang lifsins, síst þeg- ar maður er ungur. Vegavinnumaður á Stapa árið 1930. Húnvetningar Suðurnesjum Fyrirhuguð er ferð á árshátíð félagsins í Reykjavík þann 16. febrúarn.k. Uppl. ísíma 2706 og 7613 fyrir 11. febrúar. Hlutastarf óskast Kennari með full réttindi, búsettur í Kefla- vík, óskar eftir starfi sem unnist gæti seinni hluta dags og/eða um helgar. Er vanur samstarfi, skipulagningu og að vinna sjálf- stætt. Treysti mér að takast á við ábyrgðar- starf. Hef reynslu á tölvum. Tilboð merkt: „Nauðsyn - 1985“ sendist Víkur-fréttum fyrir 15. febrúar. NAUÐUNGARUPPÐOÐ að kröfu ýmissa lögmanna, innheimtu- manns ríkissjóðs og Gjaldheimtunnar í Reykjavík, verða eftirtaldir lausafjármunir seldir á nauðungaruppboði, sem fram fer föstudaginn 8. febr. 1985 kl. 16 við Lög- reglustöðina í Keflavík, Hringbraut 130, Keflavík: Bifreiðarnar: Ö-436 Ö-6007 Ö-2746 Ö-1174 Ö-1695. Ö-6010 Ö-3504 Ö-1229 Ö-4350 Ö-6343 Ö-3298 Ö-2571 Ö-4687 Ö-6374 Ö-5803 Ö-2614 Ö-4939 Ö-7469 Ö-7916 Ö-2557 Ö-5412 Ö-7551 Ö-7011 Ö-2849 Ö-5427 Ö-7617 Ö-8446 Ö-3332 Ö-5447 Ö-8164 Y-9169 Ö-3389 Ö-5615 Ö-8498 R-57249 Ö-3497 Ö-5724 Ö-8871 Y-4773 Ö-3507 Ö-5776 Ö-8931 Ö-5787 Ö-3943 Ö-5787 Ö-7916 Z-2287 Ö-4016 Ö-5903 Ö-1175 Ö-4166 Ö-5963 J-600 Ennfremur Öd-85 Ferguson grafa, árg. 1972, sjónvarpstæki, orgel, myndsegul- bönd, þvottavélar, hljómflutningstæki, tog- hlerar, útvarpstæki, þurrkari, blokkþving- ur, sóTasett, skápasamstæða, hillusam- stæða, hakkavél, ísskápur, pökkunarvél. Að því búnu verður seld mulningsvél af Sedala-gerð, þar sem vélin er í Stapafelli. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Keflavík

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.