Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.02.1985, Side 20

Víkurfréttir - 07.02.1985, Side 20
rimuiuMii Fimmtudagur 7. febrúar AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Hafnargötu 32, II. hæð - Sími 4717. Ekki er vika án Víkur-frétta SPARISJÓÐURINN Keflavík NJarðvík Garðl Sími 2800 Sími 3800 Sími7ioo Hasar við NSGA á Miðnesheiði: Hermaður ógnaði bíl- stjórum með byssu Tveir leigubílstjórar úr Keflavík, annar frá Aðalstöðinni en hinn frá Ökuleiðum, hafa kært til lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli tvo hermenn sem ætluðu að halda þeim föngnum i varðskúr við NSGA á Miðnesheiði sl. laugardagskvöld, og otuðu að öðrum þeirra byssu er hann sat undir stýri bílsins. Að sögn annars bílstjór- ans er upphaf málsins það, að þeir voru-staddir hvor á sinni stöð þegar hringt er í báðar stöðvar og beðið um bíl út í NSGA, sem er hliðar- stöð bak við Rockville, með annarri innkeyrslu. Talar maðurinn það óskýrt að það skilst varla hvað hann er að segja í símann, en þó skildist að hann bað um bíl eftir 5 mínúturút í NSGA, en það er mjög sjaldgæftað beðið sé um bíl þangað, og hvað þá tvo bíla í einu. ,,Nú, við keyrðum út eftir báðir í einu og þegar við komum þarnaað, bárum við saman bækur okkar og sáum að það var eitthvað bogið við þetta“, sagði um- ræddur bílstjóri I viðtali við blaðið sl. mánudag. „Förum við þvl þarna inn og spyrjum hvort einhver hefði pantað bíl, en fumið var svo mikið á manninum að hann varð að segja okkur það þrisvar áður en við skildum hann, að svo væri ekki. Bar hann þáá okkur að við hefð- um verið í kappakstri og vildi fá ökuskírteini okkar. Var þetta annar varðmann- anna og augsýnilega sá sem hærra var settur. Við neituðum því og sögðum honum bara að hringja í íslensku lögregl- una ef hann vildi fá að sjá skírteinin, enda skrýtið hvernig hann átti að vita hvað við vorum búnir að vera lengi úr Keflavík. Hann sagði okkur þá að vera kyrr- um, en við neituðum því og fórum út, og erum að verða komnir út úrskúrnum þegar hann byrjar að galaog segir okkur að vera kyrrum, og hinn otar bara að okkur riffl- inum og segir: Verið kyrrir inni í húsinu. Þá fórum við út og í sinn hvorn bílinn. Var ég í bílnum sem var nær og fékk riffilinn inn um hurðina, en hinn ók burtu bak við húsiö til að komast í skjól, en þá rauk hermaður- inn frá bílnum mínum og reyndi að kalla upp númerið hjá honum. Reyndiégþáað loka hurðinni, en reif I hana á móti mér og við það rifn- aði frá hilla innan á hurð- inni. Þegar ég sá að skemmdir höfðu orðið á bílnum komst ég í talstöð- ina og bað um íslensku lög- regluna á staðinn, en við bílstjórarnir gátum ekki haft samband okkar á milli því vorum á sitt hvorri stöðinni. Kom hún strax á staðinn á rauðum Ijósum. Hinn bíl- stjórinn var þá farinn frá og mætti hann þeim í Grófinni. Sá bílstjóri vissi ekki hvað skeði hinum megin við húsið og þegar hann keyrði frá þá sá hann að hermað- urinn var búinn að rífa upp hurðina hjá mér og var með riffilinn inni í bílnum. Höf- um við kært atburð þennan til lögreglustjórans á Kefla- víkurflugvelli". Ólafur í. Hannesson, full- trúi hjá embætti lögreglu- stjórans á Keflavíkurflug- velli, sagði í samtali við blaðið sl. mánudag, að málið væri enn í rannsókn. epj. 4 hraðahindranir settar upp á Vesturbraut Stuttu eftir útkomu síð- Ein hindrunin af 4 á Vesfurbrautinni i Grindavik. asta tölublaðs Víkur-frétta hófu starfsmenn Grinda- Fjörustemmning í Grófinni. L|ó.m.:Pk.i. víkurbæjar uppsetningu á fjórum hraðahindrunum á Vesturbrautinni í Grinda- vík. Um er að ræða þannig gerðar hindranir, að eng- inn bílstjóri ekur yfir þær nema hægja vel á ökutæki sínu áður. Eru þær þannig gerðar, að tré (Ijósa)staur er lagður yfir götuna og mok- að að honum. Var þetta gert í kjölfar mótmæla íbúa við götuna og þeirrar greinar sem birtist á forsíðu síðasta tölublaðs. , Höfðu nokkrir Grindvík- ingar samband við blaðið og lýstu yfir þakklæti fyrir umfjöllun þess og töldu hraðahindranir þessar vera sönnun á mætti blaðsins, því aðeins leið IV2 klst. frá því að blaðinu var dreift í bænum og þar til starfs- menn Grindavíkurbæjar voru mættir á staðinn. Hvort umfjöllun blaðsins réði úrslitum eða samspil- andi aðgerðir aðila skal ósagt látið, en það er ávallt gaman þegar viðbrögð bæj- arfélaga eru sem þessi. epj. Spurningin: Hvað ert þú að hugsa þessa stundina? Óskar Jónsson: ,,Um verðlagið og útkom- una, og um umhverfið". Einar Arason: ,,Ekki nokkurn skapaðan hlut, það er bara þorrablót framundan". Steinþóra Þorsteinsdóttir: „Hvort ég á að kaupa lúff- ur á krakkana mina eða ekki“. Gunnar Örn Gunnarsson: ,,Ég er bara að hugsa um hvað það er gott að vera hérna“.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.