Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.02.1985, Side 12

Víkurfréttir - 07.02.1985, Side 12
STEINDÓR SIGURÐSSON Ferðaþjónusta Suðumesja Holtsgötu 49, Ytri-Njarðvík, símar 4444 og 3550. Verðlaunahafar ásamt bæjarstjóra, Albert K. Sanders, Áka Granz, forseta bæjarstjórnar og Friöriki Ólafssyni, þjálfara sunddeildar. Bæjarstjórn Njarðvíkur: z=z= Heiðrar Val og Eðvarð - og veitir 25.000 kr. í afrekssjóð sunddeildar Bæjarstjórn Njarðvíkur heiðraði tvo frækna íþrótta- menn Njarðvíkur sl. mánu- dag, þá Val Ingimundarson körfuknattleiksmann og Eðvarð Þ. Eðvarðsson Fjölbreytt ferðaþjónusta fyrir hópa og einstaklinga Hjá Steindóri Siguróssyni er boðið upp á fjölbreytta þjónustu, sem á döfinni er að auka til muna. sundmann, fyrir frábær afrek á síðasta ári. Eðvarð og Valur voru báðir í hópi 10 bestu íþrótta- manna ársins 1984 í vali íþróttafréttamanna. Sund- samband íslands valdi Eð- varð besta sundmann árs- ins og Körfuknattleikssam- bandið valdi Val besta körfuboltamann ársins. Eð- varð og Valur hafa með af- rekum sínum varpað Ijóma á æsku Njarðvíkurbæjar og verið henni og bæjarfélag- inu til mikils sóma“, sagði Áki Granz, forseti bæjar- stjórnar Njarðvíkur, við af- hendinguna sem fram fór í húsakynnum bæjarins á Fitjum. Jafn framt samþykkti bæjarstjórn að veita í af- rekssjóð sunddeildar UMFN kr. 25.000, og tók Friðrik Ólafsson þjálfari deildarinnar við viðurkenn- ingunni. - pket. Miðsvetrarpróf í Tónlistarskólanum í Keflavík I dag hefur fyrirtækið yfir sex fólksflutningabifreiðum að ráða - sem rúma frá 21 upp í 75 farþega. Meginverkefni fyrirtækisins til þessa hafa falist í áætlunar- og hópferðaþjónustu. Áætlunarferðir eru alla virka daga milli Keflavíkur og Grindavíkur sem og Keflavíkur og Njarðvíkur. Þessar ferðir eru einkum miðaðar við þarfir skólafólks. Hópferðir eru snar þáttur í rekstrinum. Sérstök áhersla er lögð á lipra þjónustu bæði fyrir stóra sem smáa hópa - jafnt til skemmri eða lengri ferða. Á döfinni eru tímamarkandi þáttaskil í rekstri fyrirtækisins með byggingu þjónustumiðstöðvar við Holtsgötu 49, Ytri- Njarðvík. Tilgangurinn er að auka þá þjónustu sem ferðamönnum er veitt á Suðurnesjum og skapa um leið fullkomna viðgerðar- aðstöðu fyrir bílaflota fyrirtækisins. í þjónustumiðstöðinni verður auk þess gistiaðstaða fyrir 20 manns í tveggja manna herbergjum, matsalur, eldhús o.fl. ásamt skrifstofu fyrirtækisins sem verður opnuð á næstu dögum. Það er ætlun fyrirtækisins að koma á fót ferðaskrifstofu sem annist almenna fyrirgreiðslu til ferðamanna - jafnt erlendra sem innlendra. Það er von aðstandenda fyrirtækisins að með þessu aukist straumurferðamannatil Suðurnesja um leið og þjónusta við íbúana eykst. Miðsvetrarprófum er nu nýlokið i Tónlistarskólanum i Keflavik. Nemendur þreyttu próf á hin ýmsu hljóðfæri sem kennt er á i skólanum, auk hliðargreina, s.s. tónfræði, tón- heyrn o.fl. Undirbúningsdeild fyrir yngstu kynslóðina er starfrækt við skólann og tóku þau einnig pröf. Þar er leikið á blokkflautur, sungið og leikið sér og voru meðfylgjandi myndir teknar af nemendum forskólans i prófunum. kmár. BYGGÐARLAGSINS BESTA VIKUR-FRÉTTIR Húsbyggjendur Getum bætt við okkur verkefnum í múrara- iðn og flísalögnum. Tómas Hansson, sími 2896 Jóhannes Ólafsson, sími 3974 Kallað til kvenna í Sandgerði og Garði Kynning verður á Málfreyjuþjálfun, laugar- daginn 9. febrúar 1985 kl. 14, í Samkomu- húsinu í Garði. Málfreyjuþjálfu'n breiðist ört um landið. Ungar sem aldnar, sem vilja læra að tjá sig, eru hvattar til að mæta. Kynningarnefnd

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.