Víkurfréttir - 07.02.1985, Side 3
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 7. febrúar 1985 3
íbúðir aldraðra Suðurgötu 15-17:
Fyrstu íbúðirnar af-
hentar í næstu viku
Þrjár íbúðir af 12 í húsi
aldraðra að Suðurgötu
15-17 i Keflavík verða af-
hentar 15. febr. n.k. Eru það
hjónaíbúðir i A-álmu, en
næstu 9 íbúðir verða síðan
afhentar i maí-júní n.k.
Á fundi byggingarnefnd-
ar hússins 28. jan. sl. var
farið yfir kostnaðaráætlun
vegna lokafrágangs íbúð-
anna. Fjármagnsþörf er um
4 milljónir, þegar tekið er til-
lit til væntanlegra lána frá
leigjendum.
(búðunum verður skilað
með ísskápum og stuðn-
ingsörmum á böð. Einniger
í athugun gerð kerlaugar
með öllu tilheyrandi. - pket.
Samkomulag um sam-
einingu rafveitnanna
Á fundi SSS, 23. jan. sl.
var bókað eftirfarandi:
„Lögð fram drög að sam-
komulagi milli Hitaveitu
Suðurnesja og sveitarfélag-
anna um sameiningu HS og
rafveitnanna. Höfundur
draganna er Ólafur Nílsson,
endurskoðandi. Drögin
voru ítarlega rædd og gerð-
ar minni háttar breytingará
þeim. Samþ. samhljóða að
senda drögin svo breytt til
sveitarstjórnarmanna sem
sameiginlega tillögu allra
nefndarmanna. Samþykkt
að óska eftir að sveitar-
stjórnir taki afstöðu í mál-
inu sem fyrst".
Um samkomulagið i
einstökum liðum verður
greint frá síðar. - epj.
Athvarf aldraðra í Keflavík:
31 umsókn um 2 stöður
- Athvarfið formlega opnað 15. febrúar
Stefnt er að formlegri
opnun athvarfs fyrir aldr-
aða 15. febrúar n.k. (búð
hefur verið tekin á leigu að
Smáratúni í Keflavík þar
sem athvarfið verður til
húsa.
31 umsókn barst um þau
2 störf sem auglýst voru.
Elsa Kristjánsdóttir var ráð-
in yfirmaður viö athvarflð
og Jóhanna Hermannadótt-
ir sem starfsmaður. Taka
þær til starfa 11. febr. n.k.
pket.
Tók niðri í Njarðvík
Rækjutogarinn Arnarnes
(S 42 tók niðri í Njarðvík að
kvöldi mánudagsins í síð-
ustu viku. Var skipið á leið
út úr höfninni er vélin bil-
aði og rak hann upp neðan
við Skipasmíðastöð Harðar
hf. Dró Búrfell KE 140
bátinn út og að bryggju, en
talið er að skipið hafi slopp-
ið við skemmdir, enda var
nánast háflóð þegar óhapp-
ið átti sér stað.
Arnarnes (S er gamall
síðutogari sem m.a. var
gerður út frá (sstöðinni hf. í
Garði þar til á síðasta ári,
undir nafninu Ingólfur GK.
NÝTT MERKI...
Eignamiðlun Suðurnesja
». * I : iSilfliiilgl
- ÍBÚÐIR í SMÍÐUM -
Nokkrar íbúðir í smíðum hjá Húsanesi sf., skilast tilb. undir tré-
verk í ágúst/sept. 1985. Hvergi styttri afhendingartími. Þvotta-
hús á hverri hæð. Athugið: Möguleiki er að taka góðan bíl sem
hluta af greiðslu.
Verð 1. janúar 1985:
3ja herb. endaíbúðir.......................... 1.255.000
3ja herb. íbúðir ............................. 1.222.000
2ja herb. íbúðir ............................ 1.062.000
Mávabraut 2, Keflavik:
Mjög falleg 4ra herb. endaíbúð. Sami
eigandi frá upphafi. 1.750.000.
Hátelflur 21, Keflavlk:
Sérlega glæaileg 4ra herb. ibúð, allar
innréttingar nýjarog nýtt parketáöll-
um gólfum. 1.950.000
Faxabraut 37C, Keflavik:
Mjög gott 136 ferm. raðhús ásamt44
ferm. bílskúr. Nýtt parket á gólfum.
2.400.000
Aðalgata 21, Keflavik:
Gott eldra einbýlishús með mikla
möguleika, ma.a 70 ferm. bílskúr á
lóð. Hentugt fyrir ýmsa starfsemi.
1.950.000-2.000.000
Hringbraut 84, neðri hæð, Keflavik:
Góð 3ja herb. íbúð, m.a. ný eldhús-
innrétting o.fl. 1.450.000
Hátún 35, Keflavik:
Gott 146 ferm. parhús ásamt bílskúr,
mikið endurnýjuð'íbúð. Skipti á ódýr-
ari möguleg. 2.300.000
Norðurgarður 11, Keflavík:
Huggulegt 110 ferm. endaraðhús á
besta stað í bænum. 2.800.000
Eignamiðlun
Suðurnesja
Hafnargötu 17 - Keflavik
Simar: 92-1700, 92-3868
Fasteignaviðskipti:
Hannes Arnar Ragnarsson
Sölustjóri:
Sigurður Vignir Ragnarsson