Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.11.1985, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 07.11.1985, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 7. nóvember 1985 VÍKUR-fréttir Aldraðir með sölu á handa- vinnu og föndri____________ Á vegum Styrktarfélags aldraðra á Suðurnesjum fer fram sala á handavinnu og föndurmunum aldraðra að Suðurgötu 12-14 n.k. sunnudag (10. nóv.) kl. 14. Verða þar seldir munir sem þeir öldruðu hafa bæði unnið á föndurstofunni og heima hjá sér. Verður þarna til sölu mikið úrval mina, s.s. vettl- ingar og sokkar á börnin, ýmsar jólagjafir, dúkar, heklaðir, prjónaðir og mál- | 4 nýir viðskipta- fræðingar Fyrir stuttu útskrifuð- ust frá viðskiptadeild Há- skóla íslands fjöldi við- skiptafræðinga, þ.á.m. voru 4 úr Keflavík og Njarðvík. Þau voru: Bjarni Svanur Bjarnason, Guð- mundur Kjartansson og Sigurbjörn Gunnarsson, öll úr Keflavík, og Guðrún Fjóla Granz frá Njarðvík. epj- aðir, svo og ýmsir munir gerðir úr íspinnum o.fl. o.fl. Eru munir þessir seldir við vægu verði og eru Suð- urnesjamenn hvattir til að koma á staðinn og styðja þar með þá öldruðu. - epj. Jólamynd Óðum styttist í jólin og undisrbúningur fyrir jóla- blað Víkur-frétta er þegar hafinn. Við auglýsum eftir fallegri jólamynd í lit til birtingar á forsíðu jóla- blaðsins. Sendið myndina eða hafið samband við ritstjórn í síma 4717. Leiðrétting Sú meinlega villa var í síðasta tölublaði að sagt var að dómsmálaráðuneytið væri búið að synja Grófinni um vínveitingaleyfi. Þetta er rangt, því leyfisbeiðnin er enn óafgreidd í ráðuneyt- inu. Leiðréttist þetta hér með. AÐVENTUKRANSAR Handunnir úr leir eftir Gunnar Ólafsson - gól. - Verð kr. 1.040 m/kertum. Vinsamlega pantið tímanlega. Tjarnargötu 3 Keflavík - Sími 3308 bridge Framhaldið var sl. mánudagskvöld JGP-mót- inu. Spilaðar voru 3. og 4. umferð. skák- Aðalfundur Skákfélags Keflavíkur var haldinn 2. nóvember sl. og skilaði Páll Vilhjálmsson af sér stjórn- arformennsku eftir tveggja ára starf. í stjórn voru eftirtaldir aðilar kosnir: Einar Guðmundsson, Gísli R. Isleifsson, Guðný H. Karlsdóttir, Guðlaugur Jónasson og Marteinn Jónsson. Staða efstu sveita er þannig: 1. Sveit Boggu Steins 97 stig (4 leikir) 2. Sveit Guðm. Ingólfss. 96 stig (4 leikir) 3. Sveit Sig. Steindórss. 78 stig (4 leikir) 4. Sveit Þórðar Kristjánss. 67 stig (4 leikir) 5. Sveit Hafst. Ogmundss. 58 stig (4 leikir) Næstu umferðir verða spilaðar næsta mánudag í Grófinni. Þess má geta að áhorfendur eru velkomnir. Reykjanesmótið Um síðustu helgi fór fram Reykjanesmót (sveita- keppni) í brids. Mótið var haldið í Þinghól, Kópa- vogi. Þátt tóku sex sveitir og hlutu Keflvíkingar fyrsta sætið, 94 stig. Sveitina skipuðu: Guðmundur Þórðarson, fyrirliði, Hafsteinn Ög- mundsson, Jóhannes Ell- ertsson og Heiðar Agnars- son. - bs. Plötuþjófnað- urinn óupplýstur Vegna fréttar í síðasta tbl. Víkur-frétta um þjófa- flokk sem upprættur hefur verið í Keflavík, og hafði m.a. á samvisku sinni inn- brot í Fjölbraut, hefur plötusnúður Fjölbrauta- skólans óskað eftir að því yrði komið á framfæri að hér er ekki um að ræða þjófnaðinn á hljómplöt- um, það mál væri enn óupplýst. - epj. Taflæfingar verða fram- vegis á mánudögum kl 20 í stofu 27 í Holtaskóla við Sunnubraut. Fyrstu umferðir í deild- arkeppni Skáksambands Islands voru tefldar 18.-20. október. Tefldar voru fjór- ar umferðir, en í hverju liði eru 8 skákmenn. Urslit urðu þannig: Akureyri 5'/2 - Keflavík 2'h Vestfirðingar 3 - Keflavík 5 Taflfél. Rvíkur (NV) 6V2-Kefl. l'A Garðabær 6Z2 - Keílavik 1 '/2 I tveim umferðum voru Keflvíkingar ekki með full- skipað lið. - Fjörheimalistinn - 1. White Wedding.................. Billy Idol 2. Gambler.......................... Madonna 3. Yesterdays man .................. Madness 4. Maria Magdalena .................. Sandra 5. Take on me ...................... A - ha 6. This is the night ........... Mezzoforte 7. Pop life ........................ Prince 8. Lean on me ..................... Red Box 9. Unkiss that kiss ....... Stephan aj Duffy 10. Rock’n Roll Children ................ DIO Listinn gildir fyrir vikuna 3. - 10. nóvember. FRAKKAR ogKAPUR Po/ehlon Vandaðar og fallegar flíkur. Einnig nýkomnir stakir jakkafatajakkar og~vefrar]akkár?^^^-^r^Tr- — TÍSKUVERSLUN --- Hafnargötu 19 - 230 Keflavík - Sími 2973

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.