Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.11.1985, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 07.11.1985, Blaðsíða 20
mun juttit Fimmtudagur 7. nóvember 1985 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Hafnargötu 32, II. hæð. - Simi 4717 Hún var stór rófan, sem Sigurbjörn Hallsson tók upp nú nýlega út á Stafnesi. Þar hefur hann og fjöl- skylda hans ræktað rófur um árabil og þar hafa rófur af ýmsum stærðum komið upp eins oggengur. En þessi sem þið sjáið hérá meðfylgjandi mynderað öllum líkindum sú stærsta til þessa að sögn Sigurbjarnar. „Þetta gæti verið stærsta rófa landsins, þetta er alla vega sú stærsta sem ég hef séð” sagði Sigurbjörn, þegar hann kom með rófuna í myndatöku. „Hún vóg tæp 6 kíló með kálinu, en þegar búið var að snyrta hana vóg hún u.þ.b. 5 kíló”. kmár. V✓ Getraunasala UMFK og KFK: Metsala frá upphafi - 35 þús. raðir seldust í Keflavík einnig verið metsala, en þá seldust 26 þús. raðir. Otrú- leg aukning á einni viku. Mesta sala á sl. ári var 24 þús.raðir. „Ahugi fyrir getraunum er sífellt að aukast hér á Suðurnesjum, enda er hér um að ræða skemmtilegan leik og dágóðar vinnings- upphæðir, ef menn eru heppnir. Fyrir utan það er þetta góður stuðningur við íþróttafélögin“, sagði Gunnar Valdimarsson, einn af umsjónarmönnum getrauna UMFK og KFK. Nokkrir góðir vinningar hafa komið hingað suður með sjó í haust. I næst síð- ustu viku vann kona nokkur úr Garðinum rúm- lega 100 þús. kr. Svo vann einn harðasti getrauna- spekingur á Suðurnesjum, Olafur I. Hannesson, rúm 200 þús. fyrir skömmu, eins og greint var frá hér í blað- inu. - pket. Ásta Sigurðardóttir: „Nei. Af hverju? Ég hef bara aldrei hugsað út í það? Gísli Garðarsson: „Já, ég reikna með því að búið sé að ganga frá því“. RÓFAN ROSALEGA Nætursöluleyfið tekið af pylsuvagninum í Sandgerði: Hætti með vagninn“ segir Guðjón Bragason .Spumingin:. ____Ert þú_____ líftryggð(ur)? Sala getraunaseðla hjá UMFK og KFK í Keflavík sló öll met um síðustu helgi. Þá seldust 35 þúsund raðir. Vikuna á undan hafði Með fullfermi af loðnu Á miðvikudagsmorgun í síðustu viku kom loðnuskipið Jöfur KE 17 með fullfermi, eða 460 tonn af loðnu til hafnar í Njarðvík og var þá þessi mynd tekin af skipinu. Loðna þessi fór í meltu hjá Valfóðri í Njarð- vík, en hún var veidd á svokölluðu norð-vestur svæði og tók heimsiglingin 30 klst. - epj. „Ég hætti, það er alveg á hreinu. Sel vagninn. Þeir eru búnir að kippa grundvellin- um undan rekstrinum”, sagði Guðjón Bragason,eig- andi Pylsuvagnsins í Sand- gerði, en eins og greint var frá í blaðinu hefur staðið yfir hitamál vegna staðsetningu vagnsins og ónæðis frá honum um nætur. Á hreppsnefndarfundi Miðneshrepps á miðviku- dag í síðustu viku var sam- þykkt tillaga að fella niður opnunartíma frá kl. 24 um helgar á þeirri lóð sem hann stendur. Tillagan var sam- þykkt 5:1. Grétar Mar greiddi atkvæði á móti. Elsa Kristjánsdóttir odd- viti sat hjá. „Ég held að þetta sé eitt- hvað persónulegt í minn garð hjá sumum hrepps- nefndarfulltrúunum. Þeir sem hafa harðast unnið á móti þessu hafa forðast að ræða þetta við mig. Þeir hlusta ekki á nema annað sjónarmiðið, - hlusta ekki á mín rök“. Pylsuvagninn í Sandgerði. Fljótlega hættir hann rekstri. Af hverju ætlar þú að hætta með vagninn? „Um það bil helmingur af sölunni er eftir miðnætti um helgar, sérstaklega eftir böll“. Hreppsnefnd bauð Guð- jóni að kosta undir vagn- inn hjólabúnað svo hann gæti fært vagninn á annan stað eftir miðnætti. Hug- myndir voru uppi um stað- setningu þar sem gamla slökkvistöðin er. „Þegar ég var með hug- mynd um færanlegan vagn þá átti sá vagn að vera miklu minni og auðveldari til slíks brúks. Auk þess sem ég ætlaði að vera við af- greiðsluna. Konan mín sér aftur á móti alveg um þetta núna og égætla mérekkiað fara að láta hana standa í einhverjum flutningum í alls konar veðrum. Frekar hætti ég, úr því ég fæ ekki að hafa þetta áfram eins og verið hefur“, sagði Guðjón. pket. Bílvelta á Reykjanesbraut SL.mánudagsmorgun var bifreið ekið útaf Reykjanesbraut og valt hún. Var ökumaður fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík, en hann var einnig grunaður um ölvun við akstur. í síðustu viku voru 5 manns flutt á sjúkrahús eftir að bifreið sem fólkið var í hafði verið ekið á kyrr- stæðan vörubíl sem var ljóslaus og skagaði hálfur út á akbrautina á Miðnes- heiði. Hefur fólkið allt fengið að fara af sjúkrahús- inu. - epj. Guðbjörg Pétursdóttir: „Nei, Guð, þið eruð al- veg ferlegir". — María Hafsteinsdóttir: „Nei, ég hef aldrei pælt í því“.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.