Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.11.1985, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 07.11.1985, Blaðsíða 1
 mun Keflavíkurflugvöllur: Reyndi að smygla 8 lítrum af áfengi með rútu flugfarþega 42. tbl. 6. árg. Fimmtudagur 7. nóvember 1985 Um sl. helgi handtók lögreglan á Keflavíkur- flugvelli mann sem ætl- aði að nota flugfarþega- rútuna til að smygla áfengi út af Keflavíkur- flugvelli. Fundust í fórum hans 8 lítrar af áfengi, að sögn Þorgeirs Þorsteinssonar, lög- reglustjóra á Keflavík- urflugvelli. Skv. áreiðanlegum heimildum blaðsins hef- ur lögreglan haft grun um það nú um nokkurt skeið, að rúta flugfar- þega væri notuð til sliks, en eins og margir vita er rútan aldrei stöðvuð í flugvallarhlið- inu, þar sem farþegar þessir hafa þegar farið í gegnum tollskoðun við komu til landsins. Sl. laugardag var svo látið til skarar skríða og voru tveir óeinkennis- klæddir lögreglumenn látnir fylgjast með þeim sem komu í rútuna. Veittu þeir þá eftirtekt manni sem kom í stefnu frá Navy Lodge, og lét hann tösku sína í far- angursrými rútunnar og ætlaði síðan að bland- ast farþegum úr flugi, í rútunni. Var maðurinn hand- tekinn og færður á lög- reglustöðina og fannst þá umrætt áfengismagn í tösku hans. Er nú unnið að fullnaðarrann- sókn málsins. - epj. í Grindavík hafa í sumar verið miklar framkvæmdir af hálfu bæjarfélagsins. Unnið hefur verið við nýtt íþróttahús, viðbyggingu grunnskólans, holræsa- lagnir, vegaframkvæmd ir og fleira. Þetta byggðarlag er eitt stærsta fiskvinnslu- og sjávarútvegsbyggð- arlagið hér á landi, enda hafa um 70% íbúa Grindavíkur fram- Grindavík: „Eitt stærsta sjá varútvegsbyggðar- lag landsins - „fyrirtækin byggð upp á elju og þrautseigju einstaklinganna“, segir bæjarstjórinn færslu sína beint af sjó- sókn. Þar eru rekin mörg myndarleg sjávar- útvegsfyrirtæki, en nú sjá mörg þeirra fram á verri rekstrarskilyrði en áður. Annars staðar í blað- inu er birt ítarlegt viðtal við bæjarstjóra þeirra Grindvíkinga, Jón Gunnar Stefánsson, og þar eru öll þessi mál og mörg fleiri tekin til um- fjöllunar. - epj. Frá aðalfundi Sjóefnavinnslunar sl. föstudag. Sjóefnavinnslan hf.: „Jákvæð áhrif fyrir Suðurnes“ - segir Finnbogi Björnsson, framkvæmdastjóri um stækkun verksmiðjunnar Ákveðið hefur verið að ráðast í framkvæmdir við stækkun Sjóefnavinnsl- unnar hf. á Reykjanesi. Að loknum framkvæmdum þessum mun vera hægt að framleiða 8.500 tonn af salti og 1560 tonn af kol- sýru. Kom þetta fram á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var í Keflavík sl. föstudag. Eftir fundinn sneru Víkur-fréttir sér til Finn- boga Björnssonar, fram- kvæmdastjóra Sjóefna- vinnslunnar hf., og inntu hann álits á því hvaða áhrif þessar ákvarðanir um upp- bygginguna á Reykjanesi hefðu fyrir Suðurnesin. „Það er ljóst að ákvarð- anirnar hafa vafalaust já- kvæð áhrif fyrir Suðurnes. Þær eru atvinnuskapandi, sem ekki veitir af um þessar mundir. Þó álít ég ef til vill mikilvægast, að grundvöllur virðist vera að skapast fyrir því að gera Reykjanessvæðið að vett- vangi rannsókna fyrir iðn- aðartækifæri, sem nýttu há- hita til starfsemi sinnar. Það er augljóst, að hvergi eru betri aðstæður til þess en hér í nánd við hafnir, flugvöll og byggð. Þetta lofar góðu fyrir Suðurnes", sagði Finnbogi. Annars staðar í blaðinu er nánar greint frá aðal- fundinum og málefnum verksmiðjunnar. - epj. Opinn fundur um áfengismál Jón Helgason, ráðherra, frummælandi - ásamt Arnbirni Olafssyni, lækni í kvöld kl. 20.30 hefst op- inn fundur í Holtaskóla um áfengismál. Er fundurþessi haldinn á vegum Stúkunn- ar Vík og Áfengisvarna- nefndar Keflavíkur. Frummælendur verða Arnbjörn Olafsson, læknir, og Jón Helgason, dóms- málaráðherra. Auk frum- mælenda munu bæjar- stjórnarmenn frá Keflavík og Njarðvík og áfengis- varnanefndarmenn frá sömu stöðum svara fyrir- spurnum fundarmanna. epj. Aðalfundur S.S.S. - hefst á morgun Á morgun, föstudag kl. 14, hefst aðalfundur Sam- bands sveitarfélaga á Suð- urnesjum, og er hann hald- inn að þessu sinni í félags- heimilinu í Höfnum. Mun fundurinn standa yfir í 2 daga og þar verða tekin fyrir ýmis mál er varða okkur Suðurnesja- menn. Helstu málaflokkar eru: Hitaveita Suðurnesja á tímamótum, Drög að fruin- varpi um skólakostnað framhaldsskóla. Hvaðerað gerast í atvinnumálum á Suðurnesjum? Málefni aldraðra (á Suðurnesjum) í nútíð og framtíð. Samein- ing sveitarfélaga á Suður- nesjum. -epj. Það verður í nógu að snúast hjá Eirík Alexsanderssyni framkvæmda stjóra S.S.S. ásamt öðrum sveitarstjómarmönnum um helgina. ljósm. pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.