Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.11.1985, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 07.11.1985, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 7. nóvember 1985 VÍKUR-fréttir Sjóefnavinnslan hf. Skrifstofa Sjóefnavinnslunnar hf. erflutt á athafnasvæði félagsins á Fteykjanesi og hefur skrifstofunni í Keflavík verið lokað. Símanúmer eru nú 92-6955 og 6956. Bréf til fyrirtækisins sendist á eftirfarandi heimilisfang: SJÓEFNAVINNSLAN HF. Pósthólf 222 - 230 Keflavík FLUGMALASTJ ORN Nám í flug- umferðarstjórn Flugmálastjórn hyggst taka nokkra nem- endur til náms í flugumferðarstjórn í febrúar n.k. Skilyrði fyrir inntöku og námi íflugumferð- arstjórn er að umsækjandi hafi lokið stúd- entsprófi, tali skýrt mál, riti greinilega hönd, hafi gott vald á íslenskri og enskri tungu og fullnægi tilskildum heilbrigðis- kröfum. Námið fer að mestu leyti fram við erlendar menntastofnanir og að hluta sem starfs- þjálfun á vinnustöðum hérlendis. Þeireráhugahafaáslíku námiogstarfavilja við flugumferðarstjórn, sæki umsóknar- gögn, útfylli umsóknareyðublað og skili ásamt staðfestu stúdentsprófskírteini og sakarvottorði til flugmálastjórnar á Reykja- víkurflugvelli fyrir 15. nóvember n.k. Umsóknargögn liggja frammi á afgreiðslu flugmálastjórnar á 1. hæð í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli og á skrifstofu flug- málastjórnar á Keflavíkurflugvelli. 1. nóvember 1985. Flugmálastjóri „Menn eiga ekki að þurfa að liggja á hnjánum fyrir opinber- um stofnunum til að beiðast bónbjargar“ “ segir Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri í Grindavík, í viðtali við Víkur-fréttir í sumar hafa miklar framkvæmdir átt sér stað á vegum Grindavíkurbæjar. Þetta bæjarfélag er langstærsta fiskvinnslu- og sjávarútvegsbyggðarlagið á Suðurnesjum og eitt það stærsta sinnar tegundar á landinu, enda hafa um 70% íbúa staðarins framfæri sitt beint af sjósókn. Þar eru rekin mörg myndarleg sjávarútvegsfyrirtæki, sem mörg hver sjá nú fram á verri rekstrarskilyrði en áður. Inná þessi mál og mörg önnur kemur bæjarstjóri þeirra Grindvíkinga, Jón Gunnar Stefánsson, í viðtalinu hér á eftir: „Ég fagna því í hvert skipti sem hægt er að koma fréttum á framfæri frá bæjarfélaginu", sagði Jón Gunnar, „og geri þar eng- an greinarmun á, hvar þeim verður komið á framfæri og hvað fjölmiðillinn heitir, sem tekur sér það verkefni fyrir hendur að skýra frá þeim hlutum. Þar sem Grindavík er 14 km frá al- faraleið og ekki almennt kunnug, jafnvel ekki næstu nágranna, er því sjálfsagt að nota svona tækifæri“. Fiskvinnslubær „I nafni og vitund fólks- ins og allra landsmanna er Grindavík að sjálfsögðu fiskvinnslubær fyrst og fremst. Fiskvinnsla og út- gerð hafa ekki haft neitt það aðdráttarafl til að menn svona að fyrra bragði leiti eftir búsetu í þeim byggðarlögum sem vart bjóða upp á annað. Og þeir sem búa við þær starfs- greinar hafa oft á tíðum orðið að sætá lakari lífskjörum heldur en þeir sem búa í þéttbýlis- og þjónustumiðstöðvum landsins“. Verklegar framkvæmdir bæjarfélagsins „Því eru það alltaf far- SOLUD RADIAL VETRARDEKK Nú er rétti tíminn til að huga að vetrardekkjun- um. - Höfum flestar stærðir af sóluðum radial hjólbörðum á lager. - 5% staðgreiðsluafsláttur til 15. des. n.k. - Frábær inniaðstaða. - Tökum einnig tímapantanir. - Fljót og góð þjónusta. SBIitSíJÍÍBf FITJABRAU'T' 12 - SÍMAR 1399, 1693 sælar fréttir þegar hægt er að segja frá því að verið sé að vinna að því að aðbún- aður fólksins sé að nálgast það sem boðið er upp á í þjónustubæjunum. Margt hefur áunnist í þeim efnum. Holræsagerð, sem var hér ófullkomin til skamms tíma, er komin það langt, að næstum öll hús bæjarins eru, eða eiga þess kost að tengjast holræsa- kerfum. Varanlegt slitlag hefur aukist þannig að verulegur áfangi hefur náðst á þessu ári, þó enn vanti nokkuð á að það sé algott. Enn bíður okkar verulega gott átak í gerð gangstétta og öðrum aðbúnaði hvað það varðar. Varðandi aðbúnað ung- menna þá hefur verið unnið hér verulegt átak með bygg- ingu íþróttahússins. Það hús hefur nú verið tekið í notkun að mestu leyti með þeim hætti, að skóli og íþróttafélög eru farin að stunda þar æfingar. Þó vantar nokkuð á að húsið sé tilbúið, s.s. aðstaða fyrir áhorfendur og gesti. Eins og við var að búast þá er þarna um talsvert fjárfrekt verkefni að ræða sem kom niður á þessu ári og hinum næstliðnu. Til að nefna tölur er sýna hve mikið átak hér var um að ræða, þá er íþróttahúsið nú komið upp í um 40 milljónir kr. Holræsagerð undanfarinna ára liggur í u.þ.b. 10 milljónum og Framh. á næstu síðu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.