Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.11.1985, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 07.11.1985, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 7. nóvember 1985 VIKUR-fréttir Gylfi Guðmundsson skrifar: Skólar í Keflavík og Njarðvík Langskipting skóla í Keflavík. - Samvinna skóla í Kefla- vík og Njarðvík. - Nemandinn í brennidepli SFrá Sérleyfis- bifreiðum Keflavíkur Ferðaáætlun á sunnudögum og öðrum helgidögum var breytt 27. nóv. sl. og er sem hér segir: Ný ferð: Frá Reykjavík kl. 22. Frá Keflavík til Sandgerðis kl. 23.15. Frá Sandgerði til Keflavíkur kl. 23.30. Breyting: Frá Keflavík til Sandgerðis kl. 21.15 (í stað kl. 21.45) Frá Sandgerði til Reykjavíkur kl. 21.30 (í stað kl. 22.00) Frá Keflavíktil Reykjavíkurkl. 22.00 (í stað kl. 22.30) Aðrar ferðir óbreyttar. Skoðanaskipti Undanfarnar vikur hafa ýmsir skipst á skoðunum á síðum þessa blaðs um skólamál og er það svo sannarlega ánægjulegt, því ljóst er af skrifum allra að þeir vilja leggja sitt af mörkum til þess að bæta skólahald í Keflavík og koma því svo fyrir, að nem- andinn, tími hans og vinna, sé ævinlega í brennidepli. Grunnskólalögin ætla skólum fyrst og fremst það hlutverk að vera mennta- stofnanir, en breyttir at- vinnuhættir og ný viðhorf til hlutverka skólans stækka hlut hans og mótun í uppeldi barnsins. Uppeldi Á vökutíma barns fer fram uppeldi þess og er augljóst að margir taka þátt í því uppeldi, foreldrar, fé- lagar, umhverfi allt - og þá ekki síst skólinn. Daglegur viðverutími nemenda í skóla er sífellt að SÉRLEYFISBIFREIÐIR KEFLAVÍKUR lengjast og því er ljóst að uppeldishlutverk skólans fer stöðugt vaxandi. Hluti SIMATÍMI LÆKNA á Heilsugæslustöð Suðurnesja I Keflavík: ARNBJÖRN ÓLAFSSON: Mánudagur: Kl. 8,15-9,00 Þriðjudagur: Kl. 8,15-9,00 og 12,15-13,00 Fimmtudagur: Kl. 8,15-9,00 og 12,15-13,00 Föstudagur: Kl. 12,15-13,00 HREGGVIÐUR HERMANNSSON: Mánudagur: Kl. 13,00-13,45 Þriðjudagur: Kl. 13,00-13,45 Fimmtudagur: Kl. 9,00-9,45 Föstudagur: Kl. 9,00-9,45 JÓN A. JÓNSSON: Mánudagur: Kl. 9,00-9,45 Miðvikudagur: Kl. 9,00-9,45 og 13,00-13,45 Föstudagur: Kl. 8,15-9,00 og 11,45-12,30 BIRKIR SVEINSSON: Mánudagur: Kl. 11,30-12,45 Þriðjudagur: Kl. 11,30-12,15 Miðvikudagur: Kl. 11,30-12,15 Fimmtudagur: Kl. 11,30-12,15 Föstudagur: Kl. 11,30-12,15 PÁLL ÞORGEIRSSON: Mánudagur: Kl. 12,00-12,45 Þriðjudagur: Kl. 9,00-9,45 Miðvikudagur: Kl. 9,00-9,45 og 12,30-13,00 Fimmtudagur: Kl. 9,00-9,45 Föstudagur: Kl. 12,15-13,00 SJÚKRAHÚS KEFLAVÍKURLÆKNISHÉRAÐS HEILSUGÆSLUSTÖÐ SUÐURNESJA SÍMI 4000 af uppeldishlutverki heimila hefur því flust í æ ríkara mæli yfir á skólana, sem eru oftast vanbúnir að sinna þessum nýju áhersl- um, en þessi þróun er þess valdandi að þörf er á sterk- um tengslum heimila og skóla. Okkur ber því að styrkja þessi tengsl og koma á raunverulegri sam- vinnu heimila og skóla um uppeldi barna. Stjórnirfor- eldra- og kennarafélaga hafa víðast þróast upp í að verða einhvers konar skemmtinefndir. Þetta þarf að breytast svo von sé til þess að alvöru tengsl og samvinna verði um uppeldi barna og unglinga. Einnig þarf að losna við þann gagnkvæma ótta sem oft virðist vera á milli foreldra og kennara. Húsnæði skóla Skólann þarf að gera að- laðandi svo hann geti stuðl- að að þroska allra nem- enda, hvernig svo sem þeir eru gerðir. Allt sem hér hefur verið sagt beinir athygli okkar að húsnæðinu sjálfu og því innra starfi sem þar fer fram. Ljóst er skólahúsnæði þarf að vera stórt og rúm- gott og þannig úr garði gert að hægt sé að veita nemend- um flesta þá þjónustu sem barn þarfnast á heimili. Má þar nefna að í hverjum skóla þarf að vera aðstaða til að veita eða selja nem- endum heita máltíð, ekki síst þeim eldri. Þá þurfa nemendur aðstöðu til þess að geta lokið vinnudegi sín- um í skólanum og eiga þeir þá að hafa lokið vinnu sinni eins og flestir aðrir er heim kemur. Sannleikurinn er nefni- lega sá, að oft er farið illa með nemendur. Þá á ég við að heimavinna er oft of mikil. Þeir eru ekki fyrr komnir heim en farið er að jagast í þeim að fara nú að læra heima - og oft nær þessi vinna langt fram eftir kvöldi. Þetta er ekki kenn- urum að kenna - heldur hitt, að kröfur til skóla um fræðslu aukast stöðugt. Detti mönnum eitthvað nýtt í hug, sem nemendur þurfa að tileinka sér, er ævinlega bent á skólann. Þar er þá komið nýtt náms- efni, en ekkert er tekið út í staðinn. Hagsmunir barna Við skulum minnast þess að mannúðarsjónarmið verða ætíð að ráða ferðinni í skipulagi skólastarfs. Eins og hér hefur komið fram er skóli ekki eingöngu fræðslustofnun, heldur - og ekki síst - uppeldisstofnun, og því ber okkur skólafólki að skipuleggja skóla á þann veg sem börnum hæfir best. Börn hafa engan talsmann til þess að gæta hagsmuna sinna. Þegar barn segir í 5. bekk: „Eg kvíði svo fyrir að fara í nýjan skóla“, er venjulega ekki hlustað. Kerfið í Keflavík er svona, því verður ekki breytt. Það er þversum!! En hver segir að við búum við óbreytanlegt kerfi? Hvers vegna rís for- eldri ekki upp og krefst breytinga? - og tekur þá til greina ótta barnsins - eða kannar hvort hann hefur við einhver rök að styðjast? Við vitum öll að þessi ótti er til staðar hjá mörgum börn- um. í raun má segja að þetta eitt séu nægjanleg rök til þess að langskipta skóla. Látum mannúðarsjónarmið- ið ráða ferðinni. Gagn- fræðaskólakerfið er löngu dautt - en samt höldum við í það! Börn eiga rétt Sumir halda því fram að hugmynd mín um lang- skiptan skóla byggi á litlum rökum, þar sem ég taji mest um kvíða nemenda. Eg hefi að vísu komið með fleiri rök í fyrstu grein minni. Hins vegar vil ég enn undirstrika það, að á meðan kvíði og ótti er í hugum barna í 5. og 6. bekk, þá eru það sterk rök með því að skipta skóla langsum, þ.e. 0-9. bekk. En enginn gerir neitt í mál- inu. Við sjáum í verslunum undirskriftalista og áskor- anir, sem liggja frammi um alla skapaða hluti - en þegar að börnum okkar kemur láta flestir sér á sama standa, eða hvað? Er von til þess að foreldrar íhugi þetta í al- vöru, láti sér koma þetta við - og geri eitthvað i mál- inu? Við megum aldrei gleyma mannlega þættin- um. Börn eiga rétt á því að á Framhald á bls. 16.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.