Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.11.1985, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 07.11.1985, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 7. nóvember 1985 7 Fyrstu nemendurnir í starfsnámi F.S. á haustönn 1985 útskrifast „Markmiðið að efla tengsl skólans við atvinnulífið“ r - segir Sturlaugur Olafsson, aðstoðarskólameistari F.S. Fyrstu nemendurnir í starfsnámi Fjölbrauta- skóla Suðurnesja á haust- önn 1985 útskrifuðust nýlega. Voru það 12 nemendur í tölvunámi. Að starfsnáminu standa auk Fjölbrauta- skólans, Verslunar- mannafélag Suðurnesja, Félag kaupsýslumanna á Suðurnesjum, Kaupfélag Suðurnesja og Starfs- mannafélag Keflavíkur- bæjar. Starfsnám þetta hóf göngu sína á sl. ári og tókst mjög_ vel. Að sögn Sturlaugs Ólafssonar, að- stoðarskólameistara FS, var það sett á stofn til að auk tengsl skólans við at- vinnulífið og gefa þannig fólki á atvinnumarkaðn- um kost á að sækja sér nauðsynlega endur- menntun i formi styttri námskeiða. Auk nemendanna í tölvunámi útskrifuðust sama dag 11 nemendur í útstillingum, en þar fór kennslan fram í Sam- kaupum. Tæknilegur ráðgjafi fyrir starfsnámi verslunar- og skrifstofufólks er Helgi Baldursson, sem einnig skipuleggur starfs- nám fyrir Verslunarskóla Islands. Við útskriftina afhenti Sturlaugur Ólafsson, að- stoðarskólameistari, þátt- takendum viðurkenning- arskjal, en til að fá það þurfti til lágmarks mæt- ingarskylda sem var 85%, en kennslustundir voru alls 20. Kennari á tölvu- námskeiðinu var Gísli Gíslason. - pket. Hópurinn sem útskrifaðist í tölvunáminu, ásamt Sturlaugi Ólafssyni, aðstoðarskólameist- ara, lengst til hægri. Skilafrestur auglýsinga er til kl. 14 á þriðjudögum. Greinar og fréttatilkynningar skulu berast í síðasta lagi á mánudögum. VÍKUR {ttUil ÁLETRAÐAR ^ DRYKKJARKÖNNUR Tilvalin jólagjöf handa börnum á öllum aldri. Vinsamlega pantið í tíma. ii» Tjarnargötu Keflavík - Simi 3308 RAÐHÚS KEFLAVÍK Glæsileg 91 ferm. raðhús, sem verða staðsett við Heiðarholt í Keflavík. Hús- unum verður skilað fullbúnum að utan, m.a. lóð frágengin, stéttar steypt- ar, og málað, en verða fokheld að innan. Byggingaraðili: HÚSANES HF. Arkitekt: PÁLL V. BJARNASON Verkfr.: HAUKUR MARGEIRSSON Athugið: Verðið er frá kr. 1.630.000. Beðið verður eftir húsnæðisláni ca. kr. 915.000 - fyrir þann sem kaupir í fyrsta sinn. - Góð greiðslukjör. Tvímælalaust bestu kaupin í dag. Söluaðili: EIGNAMIÐLUN SUÐURNESJA Hafnargötu 17 - Keflavík - Sími 1700

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.