Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.11.1985, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 07.11.1985, Blaðsíða 13
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 7. nóvember 1985 13 gatnagerð á þessu ári er nálægt því að vera 13-14 millj. kr.“ Grunnskólinn ,,Nú, grunnskólinn hefur búið við lélegt húsnæði, eða lítið, fram að þessu og skv. nýjustu skýrslum Fræðsluskrifstofu Reykja- nesumdæmis þá er kennslu- rými hér einungis 43% af því normi sem slíkum skóla er ætlað að starfa í. Þetta eitt varð til þess að á þessu ári var ekki lengur stætt á því að hefjast ekki handa um smíði nýs skóla- rýmis fyrir grunnskólann. Var brugðið á það ráð að byggja ofan á eldra skóla- húsnæðið u.þ.b. 600 ferm. húsnæði. Þetta bar að með þeim hætti að ekki reyndist unnt að bíða eftir fjárveit- ingu til byggingarinnar, svo það hefur alfarið hvílt á herðum bæjarfélagsins að koma þessum áfanga upp í núverandi stand. Innrétt- ingar og aðbúnaður skól- ans er þó ekki hafinn enn- þá og treysta menn því á að á næsta ári fáist jákvæður vilji samstarfsaðila, þ.e. ríkissjóðs, svo því verki ljúki“. Ríkissjóður á eftir „Það hefur komið illa við allar þessar framkvæmdir, að bæði varðandi skólann og eins íþróttahúsið, hefur hlutdeild ríkissjóðs verið þó nokkuð á eftir því sem gert er ráð fyrir í lögum. Geri ég ráð fyrir því að þessa stund- ina vanti u.þ.b. lOmilljónir til að ríkissjóður leggi bæn- um til eftirstöðvar þessara tveggja framkvæmda“. Með hjálp þingmanna og ráðherra „I sumum tilfellum hefur gengið betur en menn áttu von á. Þegar fiskvinnslu- stöðvarnar hér vestur af bænum hófu starfsemi sína og uppbyggingu á síðasta ári, komu upp vandamál varðandi umferð flutninga- bíla. En með hjálp þing- manna og samgönguráð- herra er nú komin lausn á þessi mál og eru nú að hefj- ast framkvæmdir við nýja vegagerð utan við bæinn, til að þjóna þessari athafna- semi. Er gert ráð fyrir því að vegagerð þessari ljúki um næstu mánaðamót. Oft hefur verið talað um gatnamót Reykjanesbraut- ar og Grindavíkurvegar, hvað þau séu illa merkt og menn hafa velt því fyrir sér á undanförnum árum hvað betur mætti gera þarna í þeim efnum. Ber því að þakka, að siðustu daga hefur verið komið þarna fyrir merkistikum sem sjást í myrkri og menn vita því nú hvar vegurinn liggur að Reykjanesbrautinni“. Atvinnumál „Fiskvinnslubærinn Grindavík byggist svo sem allir vita alfarið á sjósókn og fiskveiðum, þjónustu- störf eru með minnsta móti sem þekkist i nokkru sam- félagi á Islandi. Fiskvinnsla og fiskveiðar fylla nánast 70% af þeirri athafnasemi sem hér er í bænum. Fiskveiðar byggjast með hefðbundnum hætti á vetr- arvertíð, sumarvertíð, haustvertíð, auk þess sem nokkur ársvertíð á sér stað er varðar rækjuvinnslu. I bænum eru engin skip sem stunda samhangandi veiði- skap og því er alltaf spurn- ingin um næstu vertíð og hvernig henni reiðir af. Fyrirtækin í bænum hafa byggst upp á elju og þraut- seigju einstaklinga og eru þó nokkuð mörg fyrirtæk- in sem hafa byggst upp á ár- angri sem hefur fengist úr fiskvinnslunni. Hafa þau til skamms tíma staðið föstum fótum efnalega, en nú er svo komið að jafnvel best reknu fyrirtækin í fisk- vinnslu og sjávarútvegi í dag sjá fram á erfið rekstr- arskilyrði, þar sem eigið fjármagn þeirra hefur eyðst í afkomubresti útvegsins. Þetta er uggvænlegt fyrir byggðarlag eins og Grinda- vík, þar sem þessi atvinnu- vegur er nú þegar jafn veigamikill þáttur allrar atvinnustarfseminnar og því verður að bregðast fljótt við. Er á döfinni að gera al- menna grein fyrir því að vekja menn til meðvitund- ar um að áframhald á þess- ari raun sjávarútvegsins leiðir fljótlega ti! algjörrar stöðvunar í atvinnumálum bæjarfélagsins. Er nú búið að undirbúa fund um þessi mál á vegum atvinnumála- nefndar í bænum og á þann fund mun þingmönnum verða boðið. Nokkurt áfall hefur orðið á þessu hausti hvað Hið nýja og glæsiiega íþróttahús Grindvíkinga. varðar síldveiðar og síldar- vinnslu. Má segja að sú ver- tíð hafi brugðist verulega vonum bæjarbúa, þar sem einungis var saltaður helm- ingur þess magns miðað við síðasta ár“. Tengja Reykjanesið við byggðir austan fjalla „Framtíðarhorfur bæjar- ins byggjast að sjálfsögðu að verulegu leyti á því, að sjávarútvegur njóti eðli- legra starfskjara og viður- kenningar, sem ein höfuð atvinnugrein þjóðfélagsins og vel rekin fyrirtæki við bestu mið landsins geti staðið að rekstri og þróun af eign aflafé, en menn þurfi ekki að liggja á hnján- um fyrir opinberum stofn- unum til þess að biðjast bónbjargar, því ég geri ráð fyrir að þeir sem starfi að þeim málum, a.m.k. hér í Grindavík, séu þar ekki í réttu hlutverki. En hvað má vera til við- bótar? Þá verður oft hugs- að til þess að Grindavík er nú utan alfaraleiðar, það eru jú 30 km fram og til baka á aðalumferðarbraut, sem er vestur eftir Reykja- nesinu, og oft hefur verið hugað að ónauðsynlegri framkvæmd í samgöngu- málum en þeirri, að tengja Reykjanesið sunnan fjalla við byggðirnar austan fjalls. A ég þá við braut sem liggur hér yfir á lægsta svæði, með- fram sjó til Þorlákshafnar og þaðan austur yfir til Eyr- arbakka og Stokkseyrar og áfram austur í sveitir. Með þessum hætti gæti jafnvel sjávarútvegur eflst verulega í þessum byggðar- lögum öllum, því bátarsem sæktu sjó gætu þá hagað löndunum sínum eftir því hvar afla er að fá og síðan yrði hann að sjálfsögðu fluttur milli löndunarstaða og vinnslustaða. Með því móti sparast verulegur rekstrarkostnaður báta. Eins er hitt, að með þessu færu Suðurnesin betur inn á markaðssvæði austan fjalls og gætu í auknum mæli orðið þjónustukjarni fyrir sveitirnar þar austur frá. Þetta er, trúi ég, minni háttar framkvæmd, sem þarna þarf að koma til ef menn eru í alvöru farnir að hugsa til að brúa Ölfusá". Framh. á 16. síðu VETRARSKOÐUN • Stilltir ventlar • • Stilltur blöndungur « • Skipt um kerti • Skipt um platínur • • Still kveikja • Athuguð viftureim • og stillt • • Athugað frostþol á • kælikerfi. • • Athugaðar þurrkur og settur isvari « í rúðusprautu Athugaður stýrisbúnaður Athugaðar og stilltar hjólalegur Mælt millibil á framhjólum Athugaðir bremsuborðar Skoðaður undirvagn Borið silicon á þéttikanta Athuguð öll Ijós og stillt ef þarf Mæld hleðsla Verð með kertum, platínum, ísvara og sölu- skatti kr. 2.516 fyrir 4 cyl. bíl. Erum einnig með viðgerðarþjónustu fyrir Mazda, Nissan/Datsun Subaru, Daihatsu og Mitsubishi-bifreiðar. Bíla- og vélaverkstæði KRISTÓFERS ÞORGRÍMSSONAR Iðavöllum 4B - Keflavík - Simi 1266 HITAVEITA SUÐURNESJA ö BYKGINGA ÞJONUSTAN Súnino ORKU oyiuiiy cdadi SPARNAÐARATAK Missið ekki af góðu tækifæri... Sýningin ORKUSPARNAÐARÁTAK stendur yfir í húsi Hitaveitu Suðurnesja Brekkustíg 32-34, Ytri Njarðvík um helgina 9.11.-11.11.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.