Víkurfréttir - 07.11.1985, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 7. nóvember 1985
VÍKUR-fréttir
Túngötu 12 - Keflavík
„Það er nú vissara að vera á góðum bíl, þegar áhugamálið er mest megnis sótt til Reykjavíkur".
með hljóð og „effekta“ og
ætti því réttilega að kalla
hljóðlist“.
Eru einhver augnablik
sem standa upp úr þessu
öllu saman?
„Já, ég er nú oft búinn
að hugsa um það. Ég hef
heyrt marga frábæra lista-
menn spila og syngja við
mismunandi aðstæður.
T.d. þegar Kristján Jó-
hannsson og Dorriet
Kavanna sungu hér í
Félagsbíói fyrir nokkr-
um árum, fannst mér
flutningur hennar á Fjól-
unni eftir Þórarin Jóns-
son alveg einstæður. Þetta
lag sem maður hefur svo
oft heyrt, var þarna flutt á
alveg einstæðan hátt.
Dorriet var frábær lista-
maður, alveg frábær.
En hvað var ég að segja?
Já, stærsta stundin held
ég að sé sú þegar ég var
viðstaddur stofnfund
Samtaka um byggingu
tónlistarhúss. Þar greiddi
ég atkvæði með bygging-
unni og var upp með mér
af því. Það er nú nefni-
lega einu sinni svo, að
maðurinn lifir ekki á
brauði einu saman. Það er
marg sannað. Við þurf-
um að byggja yfir tónlist-
ina og það þarf að vanda
til þess verks. Því er það
nauðsynlegt að tónlistar-
hús rísi svo við getum
haldið áfram að hlusta á
og leika tónlist eins og við
höfum gert í öll þessi ár.
Sinfóníuhljómsveitin og
allir þeir aðilar sem flytja
tónlist, verða að eiga í
gott hús að venda.
Þegar Carmen var flutt
í Þjóðleikhúsinu fyrir
mörgum árum, fór ég að
mig minnir 7 sinnum á þá
sýningu, tvær æfingar og
5 sýningar. Þá fór ég með
vinum og kunningjum
sem komu frá Norðfirði,
og þeir vildu alltaf fara í
Þjóðleikhúsið, svo ég
sícellti mér bara með í öll
þau skipti. Ég er
ókvæntur, en hef alltaf
sagt að ég sé bara giftur
tónlistinni“. - kmár.
ATVINNA
Óskum aö ráöa hárskera- eða hárgreiöslu-
svein til starfa.
Upplýsingar á staðnum.
HÁRSNYRTISTOFAN EDILON
listin hefur hjálpað mér
mikið“.
Hlustarðu mikið á plöt-
ur?
„Já, ég geri það. Ég á
ágætt safn hljómplatna,
mest megnis klassískar,
en þó eitthvað af poppi
líka. Ætli þetta safn telji
ekki svona u.þ.b. 1000
plötur. Þar eru nokkrar á-
ritaðar af þeim sem á plöt-
unum leika, og þykir mér
mjög vænt um þær. Söng-
konan fræga, Anna
Moffo, söng einu sinni í
Reykjavík og ég fór auð-
vitað á tónleikana. Hún
hafði þá verið mín uppá-
haldssönkona um árabil,
og eftir tónleikana fór ég
og gaf mig á tal við hana
og færði henni að gjöf hlut
sem ég hafði látið smíða
úr steini að austan. Hún
faðmaði mig og kyssti og
ég varð sérlega upp með
mér af öllu saman. Ég
sagði nú við strákana í
kórnum, svona í gríni, að
ég hefði ekki þvegið mér í
hálfan mánuð á eftir“.
Áttu þér uppáhalds tón-
skáld?
„Já, það held ég að ég
geti sagt. Beethoven er
minn maður í sinfóníunni
og Verdi í óperunum.
Wagner er líka góður, en
ég segi eins og Rossini
sagði um Wagner: „Hann
á mörg frábær augnablik,
en líka marga leiðinlega
klukkutíma“. Nú, svo eru
auðvitað margir aðrir frá-
bærir innan um. Mér
finnst einnig margir
aðrir frábærir innan um.
Mér finnst einnig gaman
að sumum dægurlögum.
Þau eru mörg hver mjög
falleg og vel flutt“.
Hvað finnst þér um hina
svokölluðu nútímatónlist?
„Ja, það er nú það.
Margt af þessu er nokkuð
gott og má kalla tónlist.
Sumt finnst mér minna
spennandi og ég mundi
eiginlega vilja skilgreina
þetta upp á nýtt og kalla
þetta hljóðlist. Sumt af
þessari nýju tónlist er
ekkert annað en leikur
- segir Vilhjálmur Þorleifsson í Frístundarviðtali
U
Eg er giftur tónlistinni
Þótt ótrúlegt megi virð-
ast er þó nokkuð stór
hópur manna hér á Suð-
urnesjum sem stundar
tónleika í höfuðborginni
með reglulegu millibili.
Sumir fara l-2var á ári,
aðrir á óperurnar og
sumir oftar. Hann Vil-
hjálmur Þorleifsson er þó
alveg sér á báti. Það segja
sumir að hann hljóti að
eiga Islandsmet í tón-
leikaaðsókn, því að fáir
eða enginn hefur ekið jafn
marga kílómetra í
gegnum árin til þess að
komast á tónleika. Hann
fer á hverja einustu tón-
leika hjá Sinfóníuhljóm-
sveit Islands auk fjölda
annarra. Nú nýverið
keypti Villi kort á áskrift-
artónleika Islensku
hljómsveitarinnar hér í
Keflavík í vetur, svo segja
má að hann hafi nóg að
gera.
„Þetta kemur í bylgj-
um. Nú er ein stór að
ganga yfir. Það verður
nóg að gera á næstunni.
Urmull af tónleikum í
vændum og margir
frábærir listamenn á ferð-
inni“, segir Vilhjálmur.
„Jú, en það er nú bara
svona upp á grín. Þar er
líka mikill félagsskapur
góðra manna og ég hef
verið í kórnum frá haust-
inu 1956. Það er mjög
gaman að syngja í kór
sem þessum, þó að maður
kunni ekki mikið í
músík“.
Hvað er það sem þú sæk-
ist eftir á tónleikum?
„Það eru fyrst og
fremst hughrifin og hug-
ljómunin. Ég finn oft
mikið fyrir því og ég fæ
eitthvað út úr tónlistinni
sem ekki er hægt að lýsa
með orðum. Tónlistin
hefur jákvæð áhrif á sál-
arlífið og ég er sannfærð-
ur um það að í tónlistinni
felst mikill lækningamátt-
ur. Ég segi fyrir mig að ef
ég hefði ekki kynnst þess-
ari upplifun, að þá hefði
getað farið illa þegar ég
var hvað veikastur. Tón-
Hvernig byrjaði þetta?
„Ja, það var nú þannig
að árið 1955 er ég í
Reykjavík, þurfti þar að
fara til læknis og átti leið
fram hjá Þjóðleikhúsinu.
Þar voru auglýstir tón-
leikar, sem ég man nú
ekki lengur hverjir voru,
og aðgangur kostaði kr.
25. Ég átti nákvæmlega
25 krónur í veskinu og
ákvað að skella mér. Þar
með var björninn unninn
og ég hef stundað tón-
leika síðan“.
Hefur þú lært eitthvað í
tónlist?
„Nei, ég er algjörlega
ómenntaður í tónlist.
Heima á Neskaupstað
hlustaði ég mikið á klass-
íska tónlist í útvarpinu og
það fannst félögurn
mínum dálítið skrítið. Ég
var með stjórnandadellu
og æskudraumurinn var
sá að komast í tónlistar-
nám. A unglingsárum
brast svo heilsan svo sá
draumur varð að engu. A
mínu heimili var mikið
sungið, pabbi spilaði á
harmonikku, svo segja
má að ég hafi alist
með tónlistina í eyrun-
um“.
Þú er í Karlakór Kefla
víkur, er það ekki?