Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.11.1985, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 07.11.1985, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 7. nóvember 1985 VÍKUR-fréttir Úrvalsdeild - ÍBK-ÍR 95-78: Karfa kvenna: UMFN VANN ÍBK Karfa: í kvöld kl.20 heimsækja Stúdentar Grindvíkinga í l.deildinni og leika í nýja íþróttahúsi heimamanna. A morgun, föstudag er stórleikur í úrvalsdeild. UMFN og Valur leika í Njarðvíkum og hefst leikur- inn kl.20. Á laugardag eru tveir leikir, í íþróttahúsi Kefla- víkur. ÍBK ogKReigast viðí l.deild kvennakl,14og strax á eftir leika ÍBK og ÍS í l.flokki karla. I Ljónagryfjunni í Njarðvík er 1 leikur á sunnu- dag. KL. 14 leika UMFN og IR í lávarðadeildinni. I Sandgerði leika heimamenn í l.deildinni við UBK á sunnudag og hefst leikurinn kl.20. Handbolti: Á morgun kl.20 verður nágrannaslagur í íþrótta- húsinu í Sandgerði en þá mætast lið Reynis og UMFN í 3.deild. Á sunnudag leika svo_ IBK og Skagamenn og hefst sá leikur kl.20 og er í íþróttahúsi Keflavíkur. Hreinn Þorkelsson í baráttu yið Hreiðar Hreiðars, Njarðvíking. Hreinn skoraði 24 stig gegn ÍR-ingum. Helgarsportið tvívegis í bikar- keppni KKÍ UMFN vannÍBKÍbik- arkeppni KKÍ í körfu kvenna í íþróttahúsi Kefla- víkur sl. mánudag. Loka- tölur 44-35. Þórunn Magn- úsdóttir var atkvæðamest Njarðvíkurstúlkna og skoraði 22 stig. Anna María var best IBK stúlkna og skoraði 14 stig. I keppni þessari er leikið heima og heiman. I fyrri leik liðanna sem háður var í Njarðvík fyrir skömmu sigraði UMFN með miklum yfirburðum, 53-29, og er það stærsta tap IBK í langan tíma. - pket. Siddý er ein af burðarásum UMFN-liðsins, sem vann IBK í tvígang í bikarkeppninni. 21 stig á 2 mín. Frábær lokakafli ÍBK og klaufaskapur IR-inga tryggði ÍBK sigur, 95-78 í leik liðanna sl. laugardag í íþróttahúsi Keflavíkur. Á síðustu 2 mín. skoruðu Kefl- víkingar 21 stig á móti að- eins 7 stigum IR-inga. ÍBK var betri aðilinn framan af leiknum en þegar líða tók á hálfleikinn komu IR-ingar meira inn í mynd- ina. I leikhlé var 5 stiga munur ÍBK í vil, 42-37. IR-ingar komust í fyrsta skipti yfir þegar um 11 mín. voru til leiksloka og höfðu nauma forystu þar til Hreinn Þorkelsson jafnaði 67-67. Þegar 3 1/2 mín. var eftir, var enn jafnt, 63-63. Lokakafli Keflvíkinga var síðan glæsilegur át meðan ekkert gekk hjá ÍR sem flestir voru komnir með 4 villur og týndust flestir úr byrjunarliðinu útaf með 5.villuna á bakinu. Fór þetta í taugarnar á þeim og röfluðu í dómurum sem borguðu þeim til baka með tæknivítum. Keflvík- ingar gengu á lagið og léku við hvern sinn fingur þenn- an lokakafla og stóðu uppi með yfirburðasigur, 95-78. Otrúlegar lokamínútur í annars slökum leik. Jón Kr., Hreinn og Óli Gott voru bestu menn IBK, aðrir léku undir getu. Sig- urður Ingimundar hefur ekki náð sér á strik eftir góðan leik gegn KR. Jón Kr. var stigahæstur með 31 stig, Hreinn 24, Guðjón 14, Olafur Gott 10, Sigurður 7, Skarphéðinn 6 og Hrannar 3. -asb/pket. /--------------------\ „SETTUM ALLT í BOTN“ „Við settum allt í botn í restina og þá fóru hlutirnir að ganga. Svo voru IR-ing- arnir miklir klaufar líka. Ég get ekki neitað því að ég var orðinn smeykur undir lokin því við vorum miklir klaufar að tapa fyrir Vals- mönnum á lokamínútun- um. Annars er ég ánægður með gengi okkar til þessa og við erum staðráðnir í að halda áfram á sömu braut. Þó þessi leikur á móti IR hafi ekki verið sérstaklega góður þá héldum við haus í lokin og unnum“sagði Ol- afur Gottskálksson, Kefl- víkingur. -pket. Úrvalsdeild - UMFN-Haukar 80-82: Valur í óstuði og UMFN tapaði -í fyrsta sinn á tímabilinu „Þetta var ekki nógu gott. Við náðum okkur aldrei virki- lega á strik í þessum leik. Svo var það náttúrlega klúð- ur hjá mér að missa tvö upp- lögð tækifæri í tveimur sókn- um í röð á lokamínútunum. Þetta var bara hræðsla hjá mér gagnvart Spóanum, ég lét hann plata mig og tapaði þá einbeitningunni" sagði Kristinn Einarsson Njarð- víkingurinn ungi eftir leik UMFN og Hauka sl.föstu- dag í Njarðvíkum. UMFN tapaði fyrsta leiknum sínum í vetur. Lokatölur 80-82 og Hauk- ar höfðu yfir í leikhlé 42-36. Valur Ingimundarson, stigahæsti maður úrvals- deildar átti slakan dag, lenti í villuvandræðum og náði sér aldrei á strik. Skor- aði aðeins 7 stig og var lítið inn á í seinni hálfleik. Aðrir leikmenn UMFN reyndu að halda uppi merki UMFN þó Valur væri ekki í stuði. Helgi og Kristinn voru þar fremstir í flokki ásamt Jóhannessi og Árna Lárussyni. Það dugði þó ekki í þetta skipti. Haukar voru mjög ákveðnir frá upphafi til enda leiksins. Pálmar hitti mjög vel og Ivar var þeirra besti maður í vörn og sókn. Langþráður sigur Hauka á Njarðvík- ingum og þeir þurftu svo sannarlega að hafa fyrir honum. Helgi Rafnsson skoraði mest hjá UMFN, 17 stig, Jóhannes 16, Kristinn 15, Árni Lár 14 og Ingimar 2. Valur aðeins með 7 stigeins og áður segir en er samt lang stigahæstur í deildinni með 185 stig að loknum 7 leikjum. Pálmar næstur með 149 stig. l-X-2 l-X-2 „Sá ÍBK tapa 9-0“ „Ég hélt mikið upp á Jimmy Greaves og hann var í Tottenham og síðan hefur maður haldið með þeim síðan,- í ein 20 ár.“ Svo mælir næsti spámaður okkar, Júlíus Jóns- son, fjármálaspekúlant Hitaveitu Suðurnesja. Júlli fer reglulega að fylgjast með sínu liði í Englandi eins og hörðum aðdáanda sæmir. „Ég fór í fyrsta skipti að sjá Tottenham úti þegar IBK lék við þá í Evrópukeppninni árið 1971. Það var ekki hátt á Keflvíkingunum risið undir lokin enda lágu þeir 9-0. Síðan hef ég farið nokkrum sinn- um og síðast í fyrra um páskana og sá þá 3 leiki á White Hart Lane. „Jú, ég spila reglulega í getraunum. Er með 3-4 gula seðla í hverri viku og stundum einn gráan. Ég náði 11 réttum um daginn en þá var náttúrlega allt Island með vinning. Þetta var svaka upphæð sem ég fékk, heilar 240 kr. að mig minni. En maður biður og vonar. Það er aldrei að vita nema röðin komi að manni einhvern tíma með þann stóra“ sagði Júlíus Jónsson. Heildarspá Júliusar: Leikir 9.nóvember: Birmingham - Newcastle..1 Chelsea - Nott'm Forest..1 Coventry - Liverpool.....2 Everton - Arsenal........X Leicester - Southampton..X Man. City - Ipswich......1 Oxford - West Ham........2 Sheffield Wed. - Man. Utd ...X Watford - Aston Villa...1 W.B.A. - O.P.R..........1 Huddersfield - Charlton..2 Sunderland - Wimbledon..1 Enn einn með fímm. Ekki er hægt að segja að frammistaða Magnúsar Jóns- sonar, Samkaupsmanns, hafi verið til að hrópa húrra fyrir, fimm réttir lágu. Raggi Marinós því enn efstur, með 7 rétta.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.