Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.11.1985, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 07.11.1985, Blaðsíða 19
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 7. nóvember 1985 19 Skóarakonan dæmalausa Leikfélag Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, nefnt „Vox Arena“ (rödd leik- sviðsins) sýnir um þessar mundir leikritið „Skóarakon- an dæmalausa". Höfundur: Fedrico Carcia Lorca. Þýðandi: Geir Kristj- ánsson. Leikstjóri: Emil Gunnar Guðmundsson. Laugardagskvöldið 2. nóv. sl. fór undirritaður að sjá leikritið „Skóarakonan dæma- lausa“, en það hafði verið frumsýnt kvöldið áður. Er það þriðja verkefni félagsins. Aður hafa félagar sýnt sakamála- leikritið ,,Gildran“ eftir franska höfundinn Robert Thomas (1981) og „Lokaðar dyr“ eftir Wolfang Borchert (1982). Hér var um miðnætursýn- ingu að ræða og voru allmargir áhorfendur sem tóku leiknum vel og var leikendum klappað lof í lófa að leik loknum. Undirritaður hefur ekki séð fyrri sýningar leikhópsins, en dáist mjög að dugnaði og áhuga félagsmanna við að koma sýningunni upp, í sam- keppni við myndbandaleigur, kvikmyndahús o.s.frv., og er vonandi að fólk fjölmenni á sýningar hópsins. Og víst er að vinna sem þessi þroskar þetta unga fólk í samvinnu, aga og tillitssemi. Ef vel tekst til er þetta gott veganesti út í lífið sjálft. Ekki er ég viss um að allir geri sér grein fyrir hvílík vinna liggur á bak við sýningu sem þessa. Það er ekki aðeins leik- urinn, heldur útvegun og saumaskapur á búningum, leiktjaldasmíði, ljós, leikhljóð, leikmunir, að ótöldum öllum öðrum snúningum. Að þessu sinni varð Skóara- konan dæmalausa fyrir valinu eftir spænska skáldið Fedrico Garcia Lorca. Auk þess að vera þekkt ljóðskáld, hafa komið út eftir hann allmörg leikrit og má þar nefna „Hús Bernörðu Alba“, sem sýnt hef- ur verið hér á landi. Dæma- lausa skóarakonan er létt verk og skemmtilegt á yfirborðinu, en undir niðri er mikil alvara. Leikurinn fjallar um skó- ara sem kominn er á miðjan aldur en giftist 18 ára stúlku, sem gerir miklar kröfur til lífs- ins, vill bera sig ríkmannlega. Gengur jafnvel svo langt að bóndanum finnst nóg um og verður rifrildi milli þeirra hjóna, sem nágrannarnir taka mikinn þátt í og útbreiða. Lyktar því svo að bóndi fer að heiman. Þá kemur í ljós aðskó arakonan unga hefur mikla persónu til að bera. Ekki er rétt að rekja söguþráðinn nán- ar, en rauði þráðurinn erslúðr- ið og þrautir þeirra er verða fyrir barðinu á því. Ekki er vanþörf á í okkar þrönga sam- félagi að menn gefi gaum að því og hversu illt umtal getur eyðilagt líf manna, sem verða fyrir því, að sekju eða ósekju. Leikstjóranum Emil Gunn- ari Guðmundssyni tekst nokk- uð vel að ná góðri framsögn hjá flestum leikaranna, sem vafalaust eru margir byrjend- ur. Eg sat fyrir miðjum sal og heyrði hvert einasta orð. Emil er ungur leikstjóri, fæddur í Reykjavík 1954. Hefur hann starfað hjá Leikfélagi Reykja- víkur og er þekktastur fyrir leik sinn í „Ofvitanum“ eftir Þorberg Þórðarson og Kjart- an Ragnarsson. Stóð hann sig mjög vel í þeirri sýningu. Sýningin verkaði nokkuð fumlaus og hnökralítið Er sögumaður látinn tengja atriði saman og gera grein fyrir hug- myndum höfundar, enda er sögumaður hafður sem höf- undur í hlutverkaskrá. Var fróðlegt og skemmtilegt að sjá þetta unga fólk skapa sín hlut- verk og breytast í kvenvarga, slúðurkerlingar, skóara o.s.frv Læddist að mér sú hugsun að öll erum við að búa okkur til grímu og hlutverk til að leika í raunveruleikanum. En hvað er á bak við? Erum við e.t.v. öll „Guðjón bak við tjöldin"? Aðalhlutverkin eru í ’nönd- um þeirra Rósu Signýjar Bald- ursdóttur, sem leikur skóara- konuna af miklum krafti og reisn, og Bjarna Thors Krist- inssonar, sem leikur skóarann. Hann kemst nokkuð vel frá sínu hlutverki, en skorti þó meiri ákveðni og öryggi, er hann þurfti að tjá tilfinningar skóarans. Þórarinsson komast vel frá hlutverki sínu sem æðsta ráð þorpsins og fara stundum hreinlega á kostum. Þá skilar Sigríður Brynjólfsdóttir hlut- verki sínu sem lítill drengur mjög þekkilega og sannfær- andi. Aðrir leikendur eru Arni Ragnar Lúðvíksson, sem leikur höfundinn, Petrína Mjöll Jó- hannesdóttir, Una Steinsdóttir, Sigurður Ingvarsson, Ingunn Pedersen, Aðalheiður Gunnars- dóttir, Kristín Jónsdóttir, Guð- rjður Brynjarsdóttir, Birgir Ólafsson, Egill Egilsson og Öl- afur Ingi Brandsson, og skiluðu þau öll hlutverkum sínum með sóma. Eins og fyrr segir liggur mikil vinna í svona sýningu og er fleira gert en að leika. Tals- verð vinna hefur verið lögð í sviðsmynd, sem er mjög falleg í spönskum stíl. Einnig eru búningar smekklegir og féllu mjög skemmtilega að sviðs- myndinni. Þá hafa ljósameist- ari, sviðsstjóri og hljóðmaður skilað sínum verkum með ágætum. Að lokum vil ég þakka félögum í „Vox Arena“ fyrir ánægjulega skemmtun, sem ég vona að sem flestir fái að njóta. Það er vel þess virði að eyða einni kvöldstund með þessum hressu krökkum. - Takk fyrir. ba. Lögtaks- úrskurður Samkv. beiðni sveitarsjóðs Gerðahrepps, Gullbringusýslu, úrskurðast hér með að lögtök geta farið fram vegna gjaldfallinna útsvara og aðstöðugjalda ársins 1985 til sveitarsjóðs Gerðahrepps, allt ásamt drátt- arvöxtum og áföllnum kostnaði. Lögtök geta farið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Keflavík, 30.10. 1985. Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu Símon Ólason e.u. 4500 eintök vikulega. Fyrirhuguð er 3ja vikna ferð þ. 28. janúar 1986 til Kanaríeyja á vegum Styrktarfélags aldraðra á Suðurnesjum, með Samvinnu- ferðum-Landsýn, ef næg þátttaka fæst. Nánari upplýsingar veita: Sólveig Þórðar- dóttir í síma 1948 og Soffía Magnúsdóttir í síma 1709. Nefndin NJARÐVÍKURBÆR Gult spjald! HEFUR ÞÚ EFNI Á AÐ GREIÐA DRÁTTARVEXTI? Innheimta Njarðvíkurbæjar Auglýsing um tiilögu að breyttu deiliskipulagi í Keflavík Samkvæmt 17. grein skipulagslaga nr. 19/1964 er lýst eftir athugasemdum við breytingartillögur að deiliskipulagi á eftir- töldum svæðum: 1. Svæði sem afmarkast af Kirkjuvegi, Tjarnargötu, baklóðamörkum við Garða- veg og baklóðamörkum við Aðalgötu. 2. Svæði á horni Langholts og Þverholts. Tillögurnar liggjaframmi áskrifstofu bygg- ingafulltrúa, Hafnargötu 32, Keflavík, frá l.nóvember til 15. desember 1985. Athugasemdum við tillögurnar skal skila til byggingafulltrúa Keflavíkur eigi síðar en 1. janúar 1986, og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasmedir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillög- unni. Keflavík, 29. október 1985. Byggingafulltrúinn í Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.