Morgunblaðið - 16.10.2015, Síða 12

Morgunblaðið - 16.10.2015, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2015 YOUR TIME IS NOW. MAKE A STATEMENT WITH EVERY SECOND. Pontos Day/Date Sígild en engu að síður nútímaleg hönnun sem sýnir það allra nauðsynlegasta. Áreiðanlegt sjálfvindu úrverk sem sýnir vikudaga og dagsetningu. Einfalt og stílhreint úr sem sendir skýr skilaboð. jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 6 1 Kringlan Smáralind Pétur K. Maack, fyrr- verandi flugmálastjóri og framkvæmdastjóri flugöryggissviðs Flug- málastjórnar, lést 14. október síðastliðinn, 69 ára að aldri. Pétur fæddist í Reykjavík 1. janúar 1946. Foreldrar hans voru Karl Maack hús- gagnasmíðameistari og Þóra Maack húsmóðir. Pétur ólst upp í Reykjavík og gekk í Menntaskólann í Reykjavík. Hann lauk fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ árið 1986 en gekk svo í Danmarks tekn- iske Højskole í Danmörku og lauk þaðan meistaraprófi í vélaverkfræði og doktorsprófi í rekstrarverkfræði árið 1975. Hann var dósent við Há- skóla Íslands á árunum 1975-1986 og sinnti prófessorsstöðu við sama skóla til 1997. Pétur tók í framhaldinu við starfi framkvæmdastjóra flugöryggissviðs hjá Flugmálastjórn Ís- lands og starfaði þar í um áratug eða til ársins 2007. Síðustu ár starfs- ævi sinnar gegndi hann embætti flugmálastjóra, eða frá 1. janúar árið 2007 til 1. júlí árið 2014. Pétur var sæmdur heiðursmerki Verk- fræðingafélags Íslands árið 2000, sem m.a. er veitt fyrir vel unnin störf á sviði verkfræði og vísinda. Þá var hann einnig meðal fyrstu heiðursfélaga í Gæða- stjórnunarfélagi Íslands árið 1999. Eftirlifandi eiginkona Péturs er Sóley Ingólfsdóttir, leikskóla- og sér- kennari. Þau eiga þrjú uppkomin börn; Valgerði Maack, f. 1973, And- reu Maack, f. 1977, og Heiðrúnu Maack, f. 1982. Þá eiga þau sex barnabörn. Útför Péturs fer fram frá Nes- kirkju fimmtudaginn 22. október kl. 13. Andlát Pétur K. Maack BAKSVIÐ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, fagnar nýrri löggjöf þar sem settar eru stífari reglur um heimild til sölu fasteigna og skipa. Framkvæmdastjórar tveggja fasteignasala telja hana hins vegar íþyngjandi og að hún tryggi ekki betri þjónustu við fólk í fast- eignaviðskiptum. Þá telja þeir að þetta muni leiða til þess að þóknun fyrir þjónustu muni hækka í verði. Með lögunum er sú grundvallar- breyting gerð að einungis löggiltir fasteignasalar hafi heimild að sinna öllum helstu störfum er varða milli- göngu um fasteignaviðskipti. Áður höfðu sölufullrúar nánast óheft frelsi til að sinna starfinu. Alvarlegur misbrestur Grétar segir að sölumenn hafi í mörgum tilfellum veitt ráðgjöf og séð um skjalagerð sem leitt hafi til mis- taka. „Hver og ein fasteignasala verð- ur bara að aðlaga sig að þessum reglum. Það hefur verið alvarlegur misbrestur undanfarin ár. Sölumenn hafa gengið allt of langt fram í sínum störfum og fasteignasalar hafa fengið áminningar vegna þess,“ segir Grét- ar. Hann bendir á að fyrir liggi úr- skurðir stjórnvalda og eftirlitsaðila sem sýni að brögð hafi verið að því að framkvæmd sölumanna í fasteigna- viðskiptum hafi verið andstæð lögum. Fram kom í máli þingmannanna Össurar Skarphéðinssonar og Brynj- ars Níelssonar á Alþingi í vikunni að þeir teldu löggjafann hafa seilst held- ur langt í málinu og sett stífari reglur en nauðsyn krefði. Grétar er ósam- mála því. „Fólk er þarna með aleiguna undir, og það þurfa að vera strangar reglur. Núna steig löggjafinn það skref að mæla með skýrum hætti fyrir um það hvaða störfum neytendur eiga að geta treyst fasteignasölum fyrir. Löggjafinn byggði það á úrskurðum og öðru sem fallið hefur undanfarin ár. Því kemur þetta alls ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Grét- ar. Spurður um áhrif á fasteignasölur, þá telur hann þetta hafa ýtt við mörg- um að sækja nám til löggildingar. Námið tekur tvö ár og kostar um 800 þúsund kr. Að sögn byrjuðu 100 manns í námi til löggildingar nú í haust samanborið við 30-40 manns síðustu ár. „Þetta er erfitt nám og fólk getur eflaust ekki verið í fullri vinnu með því,“ segir Grétar en bætir því við að Félag fasteignasala telji eðlilegt að reglugerðin myndi skapa þeim sem eru í námi svigrúm til starfa. Hann segir dæmi um að á fast- eignasölum séu 1-2 löggiltir fast- eignasalar og 20-30 sölumenn. Þetta telur hann vera ótækt. „Á undanförn- um árum hafa fasteignasölurnar ver- ið með um 30% af löggiltum fast- eignasölum og 70% af sölufulltrúm,“ segir Grétar. Lykti af hagsmunagæslu Víðir Arnar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri fasteignasölunnar, Domusnova, segir að hann beri þá von í brjósti að reglur verði liðkaðar með þeim hætti að þeir sem eru í námi til löggildingar geti sinnt störf- um samhliða því. ,,Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á starfsemina. Við er- um með fólk hjá okkur sem unnið hef- ur í þessu til fjölda ára og er gáttað á því að hægt sé að svipta það starfinu í einni andrá,“ segir Víðir. Hann segir að hingað til hafi hann litið á sölu og skjalagerð sem tvö ólík verkefni. ,,Það er eitt að selja fasteign og markaðssetja sig sem sölumann og annað að sjá um skjalagerð. Það er ekkert mál að hafa þetta í þeim horf- um. Aukinheldur hefðum við viljað sjá sérstakt nám fyrir sölumenn, þar sem þeir geta sótt t.a.m. sex mánaða námskeið,“ segir Víðir. Hann segir að vissulega hafi sumir fasteignasalar og sölumenn ekki gott orðspor og hann efast ekki um að gæði þjónustunnar muni aukast, „Þetta mun eflaust auka kostnað fyr- ir neytendur. Námið er dýrt og því verður velt yfir á neytendur. Manni þykir þetta lykta af hagsmunagæslu sérstakra hagsmunaaðila,“ segir Víðir. Ástþór Reynir Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Remax, segir að tveir séu hættir vegna laganna, en sex hafi farið í löggildingarnám en á Remax starfar á þriðja tug starfs- manna skv. heimasíðu fyrirtækisins. Hann telur einnig að þóknanir hækki en efast einnig um að þjónustan batni. „Mér finnst hugsunin á bakvið lögin fín en það þarf aðlögunartíma fyrir þá sem eru í námi,“ segir Ást- þór. Hann telur að lögin þyngi róður fyrirtækja. „Það er ekkert sem segir að löggiltir fasteignasalar séu betri sölumenn en sölufulltrúar. Það hefur sýnt sig í dómsmálum. Þar hafa skaðabótamál yfirleitt snúið að fast- eignasölum en ekki sölufulltrúum,“ segir Ástþór. „Sölumenn hafa gengið allt of langt“  Formaður Félags fasteignasala ósammála Össuri og Brynjari  Framkvæmdastjóri gáttaður á að löggjafinn geti svipt menn starfi í einni andrá  Leiði til aukins kostnaðar fyrir viðskiptavini Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Fasteignir Formaður félags fasteignasala telur ný lög um starfsemi fast- eignasala skapa neytendum traustara umhverfi til fasteignaviðskipta. Grétar Jónasson Víðir Arnar Kristjánsson Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála hafa borist alls 665 kærur frá því að hún var sett á fót samkvæmt lögum um greiðsluaðlögun sem tóku gildi í ágúst árið 2010. Flestar kærur bár- ust árið 2012, alls 245 talsins. Kær- urnar voru 186 árið 2013, 121 í fyrra, en aðeins 26 kærur hafa bor- ist nefndinni á þessu ári, segir á heimasíðu velferðarráðuneytis. Auk þeirra 400 mála sem nefndin hefur úrskurðað hefur 126 kærum lokið með frávísun, framsendingu erindis til annars stjórnvalds, aft- urköllun, eða að kærendur hafa fall- ið frá kæru. Af þeim 665 kærum sem borist hafa nefndinni frá upphafi er því búið að afgreiða 526 mál. Til kærunefndar greiðsluaðlögun- armála er unnt að kæra ákvarðanir umboðsmanns skuldara og skipaðra umsjónarmanna greiðsluaðlögunar- umleitana sem teknar eru á grund- velli laga um greiðsluaðlögun ein- staklinga. Formaður kærunefndar- innar er Sigríður Ingvarsdóttir, fyrrverandi héraðsdómari. Samkvæmt lögum um úrskurðar- nefnd velferðarmála, verður kæru- nefnd greiðsluaðlögunarmála sam- einuð öðrum sjálfstæðum stjórn- sýslunefndum á málefnasviði vel- ferðarráðuneytisins í eina nefnd, úrskurðarnefnd velferðarmála. Lög- in taka gildi 1. janúar 2016 en kæru- nefnd greiðsluaðlögunarmála mun ljúka afgreiðslu erinda sem henni bárust fyrir 1. janúar 2015. 665 kærur vegna greiðsluaðlögunar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.