Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2015 Goggfylli í garðveislunni Skógarþrestir eru sólgnir í allskonar ber, einkum reyniber og rifsber, á haustin þegar gnægð er af þessari gómsætu og næringarríku fæðu í görðum landsmanna. Jóhann Guðni Reynisson Nú um helgina verð- ur efnt til umræðna um málefni norðurslóða í þriðja sinn hér í Reykjavík undir merkjum Arctic Circle. Á vefsíðu má lesa dag- skrána og er hún 52 blaðsíður. Gefur það eitt til kynna hve um- fangsmikill þessi vett- vangur er. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Alice Rogoff, útgefandi Alaska Dispatch, eru frumkvöðlarnir að baki Hringborði norðurslóða. Dagskráin sýnir hugmyndaauðgi við val á umræðuefnum. Hring- borðið laðar að sér mikinn fjölda sér- fróðra manna sem þykir að því feng- ur að bera saman bækur sínar. Þegar litið er á mælendaskrána ber nafn François Hollandes Frakk- landsforseta hæst. Frönsk stjórnvöld búa sig undir COP21-loftslagsráðstefnuna í París í desember. Hana má rekja til fyrstu ráðstefnunnar um umhverfi og þró- un sem Sameinuðu þjóðirnar héldu í Rio de Janero árið 1992. Var ráð- stefnan einn fjölmennasti fundur al- þjóðasamfélagsins til þess tíma. Þar komu menn sér meðal annars saman um rammasamning um loftslags- breytingar sem gekk í gildi 21. mars 1994, nú eru 195 ríki aðilar hans. Loftslagssamningurinn hefur ekki lagagildi og framkvæmd hans er þyrnum stráð svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Undir forystu Hollandes hafa Frakk- ar sett sér það mark- mið að gerður verði al- þjóðasamningur um loftslagsmál sem feli í sér lagalega skuldbind- ingu fyrir ríki til að hlýnun jarðar verði innan við 2°C. Umræð- ur um málið höfða til margra hvað sem von um árangur líður. Talið er að tæplega 50.000 manns sæki Parísarfundinn. Er ekki að efa að Frakklands- forseti muni í Hörpu ræða markmið sín í loftslagsmálum og nota niður- stöður rannsókna í Norður-Íshafi máli sínu til stuðnings. Hlýnun jarð- ar þykir hafa birst glöggt á þeim slóðum. Nú spáir þó hinn reyndi veð- urfræðingur Páll Bergþórsson að 30 ára kuldaskeið sé að hefjast á norð- urslóðum. „Tími getur […] verið kominn til náttúrulegrar kælingar vítahringsins í áratugi, jafnvel svo að vegi á móti jarðarhlýnun,“ sagði Páll hér í blaðinu 30. júní 2015. NATO og ESB Auk loftslagsmála verða öryggis- mál á norðurslóðum til umræðu í nokkrum málstofum á Arctic Circle nú um helgina. NATO-þingið svonefnda, það er þingmannasamtök NATO-ríkjanna 28 auk 20 samstarfs- og áheyrnar- fulltrúa, kom saman í Stavanger í Noregi um síðustu helgi. Þar var einnig rætt um öryggi á norður- slóðum. Í skýrslu til þingsins var vakið máls á hinni undarlegu staðreynd að NATO hefur ekki mótað sér neina norðurslóðastefnu. Aðildarríkin hafa einfaldlega ekki komið sér saman um á hvern hátt skuli tekið á norður- slóðamálum innan vébanda banda- lagsins. Í NATO hefur hvert ríki neitunarvald, leitin að lægsta sam- nefnara getur verið löng og ströng. Talsmenn aðgerðarleysis banda- lagsins í þessum heimshluta telja að breytt stefna þess kynni að leiða til hervæðingar í samskiptum norður- skautsríkja. Þá sé óeðlilegt að ríki sem hvorki séu í Norðurskauts- ráðinu né eigi land að Norður-Íshafi blandi sér í málefni annarra, einkum þegar ekki sé um hernaðarleg úr- lausnarefni að ræða. Loks sé til þess að líta að allt að 95% auðlinda í Norður-Íshafi megi finna og nýta innan viðurkenndra yfirráðasvæða strandríkja sem minnki líkur á spennu í samskiptum þeirra. Gegn þessum sjónarmiðum er bent á að það sé skylda NATO, sam- eiginlegs varnarbandalags, að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi alls yfirráðasvæðis aðildarríkjanna, þar á meðal í Norður-Íshafi. Versnandi sambúð við Rússa og hervæðing þeirra í Norður-Íshafi og á norður- strönd sinni krefjist gagnaðgerða. Í þingmannaskýrslunni segir óljóst hvort NATO-aðildarríkin 28 vilji endurskoða afstöðuna til norðurslóða á vettvangi bandalags- ins. Jafnframt er bent á ýmsar leiðir sem fara megi í því efni án þess að litið verði á þær sem hernaðarlega ögrun við Rússa eða aðra. Í skýrslunni er ekki tíundað að andstaða Kanadastjórnar sé helsta ástæðan fyrir því að NATO forðast Norður-Íshafið. Hún vill í lengstu lög komast hjá afskiptum ríkja utan Norðurskautsráðsins af fullveldis- rétti sínum, síst af öllu vill hún af- skipti embættismanna Evrópusam- bandsins. Evrópusambandið hefur hvað eft- ir annað frá árinu 2008 gert árang- urslausa tilraun til að fá fasta áheyrnaraðild að Norðurskauts- ráðinu. Tilmælum ESB hefur verið hafnað 2009, 2013 og 2015. Kan- adamenn lögðust gegn ESB vegna ágreinings um selveiðar – hann hef- ur nú verið leystur. Andstaða er við ESB vegna hugmynda þess um að takmarka fullveldisrétt norður- skautsríkjanna með alþjóðasamn- ingi að fyrirmynd frá suðurskautinu. Nú ber þessar hugmyndir þó ekki eins hátt og áður. Rússar leggjast gegn ESB innan Norðurskautsráðs- ins og viðskiptaþvinganir ESB hafa ekki orðið til að minnka andstöðu þeirra. Stefna Íslands Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar segir að hún muni vinna að því að Ísland verði leiðandi afl á norðurslóðum og virkur þátttakandi í vestnorrænu starfi. Hið síðara hef- ur ræst. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er í forystu vestnorræna þingmanna- samstarfsins og lætur verulega að kveða eins og sést af dagskrá Arctic Circle. Enn er óljóst hvernig ríkis- stjórnin ætlar að gera Ísland að „leiðandi afli á norðurslóðum“. Á síðasta kjörtímabili samþykkti alþingi svo víðtæka norður- slóðastefnu að erfitt er að greina á milli aðal- og aukaatriða. Í fram- kvæmd er hins vegar nauðsynlegt að forgangsraða. Á það skortir. Íslensk norðurslóðastefna er í raun ekki utanríkismál heldur ný vídd á flestum sviðum stjórnmál- anna. Við mat á hernaðarlegum þáttum standa stjórnvöld verst að vígi, einkum ef NATO lætur sig ekki málið varða. Á öryggismálum verður því að taka á tvíhliða hátt í samvinnu við nágrannaríkin með áherslu á borgaralegt hlutverk Íslendinga við leit og björgun auk þess að búa í haginn fyrir alþjóðleg viðbrögð verði stórslys á hafinu. Eftir Björn Bjarnason » Íslensk norður- slóðastefna er í raun ekki utanríkismál held- ur ný vídd á flestum sviðum stjórnmálanna. Forgangsraða verður verkefnum. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra NATO forðast Norður-Íshafið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.