Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2015
hvílast og ná heilsu. „Það er góð
hugmynd að taka með sér hita-
mæli, Hlíf,“ var með því síðasta
sem þú sagðir við mig. Allt vegna
þess að ég hafði slasað mig smá-
vegis og fengið í kjölfarið sýk-
ingu sem leiddi til innlagnar á
spítala. Á þeim tíma sendir þú
mér óteljandi hlýjar kveðjur og
góð ráð. Elín Hanna mín, trúðu
mér, ég hefði aldrei fengið svo
skjótan bata ef ekki væri fyrir
þig. Við fórum sama dag í ferða-
lag, ég til Ítalíu og þú til sum-
arlandsins. Þú varst búin að óska
mér góðrar ferðar og leggja mér
lífsreglurnar, en ég náði ekki að
kveðja þig. Á Ítalíu eru margar
fallegar kirkjur sem gott er að
setjast inn í og hugsa til þín, en
hér hafa fallið ófá tárin. Rétt áð-
ur en þú hélst í þitt ferðalag
þakkaðir þú mér sérstaklega fyr-
ir að hafa skráð þig í bókaklúbb á
Facebook. Þar sá ég að þú tókst
strax þátt í umræðum þar sem
þú tjáðir þig um uppáhaldsbæk-
urnar þínar sem ég er með í láni
frá þér. Þegar einhver spurði:
„Hafið þið grátið þegar bók klár-
ast?“ svaraðir þú: „Já, þegar
Karítas dó.“ Ég átti aðeins örfá-
ar blaðsíður eftir af bókinni þeg-
ar ég sá þetta og ákvað að taka
bókina ekki með til Ítalíu því ég
vildi ekki gráta dauða Karítasar
þar. Í stað þess græt ég dauða
þinn. Einn daginn fer ég í ferða-
lag til sumarlandsins þar sem
leiðir okkar munu liggja saman á
ný. Við eigum eftir að lita eina
mynd saman í fullorðinslitabæk-
urnar okkar á meðan við spjöll-
um um góðar bókmenntir og
hlæjum okkur máttlausar yfir
kolsvörtum húmornum okkar.
Hlíf Ragnarsdóttir.
Elsku vinkona. Nú er ferð
þinni í þessari jarðvist lokið og
þú komin á nýjan stað í nýjum
heimkynnum. Það er nú ekkert
svo langt síðan við vorum að
leika og hlæja í Eyjabakkanum,
litlar skottur með rauða putta
eftir royal-duftið sem við gædd-
um okkur á beint úr pakkanum.
Alltaf varstu kát og glöð og svo
sterkur persónuleiki. Minnist
faðmlagsins okkar þegar við hitt-
umst í fyrra en þá höfðum við
ekki sést um árabil. Nú ertu far-
in allt of snemma og ég óska þér
góðrar ferðar til Guðs og kveð
þig mín kæra bernskuvinkona.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku Inga, Nonni og fjöl-
skylda. Megi Guð gefa ykkur
styrk og kraft á þessum erfiðu
tímum.
Kveðja,
Bryndís Gunnlaugsdóttir.
Ég kveð mína kæru vinkonu
Elínu Hönnu með söknuði. Við
kynntumst haustið 1989 þegar
við hófum nám í hjúkrun við Há-
skólann á Akureyri. Báðar vor-
um við aðkomnar. Hún var kom-
in með íbúð en ég ætlaði að búa á
gistiheimili í nokkrar vikur þar
til stúdentagarðarnir yrðu til-
búnir. Ég gisti eina nótt á gisti-
heimilinu því Elín Hanna tók
ekki annað í mál en að ég yrði hjá
henni. Við tóku skemmtileg fjög-
ur ár í námi og félagsstörfum eða
öfugt. Við tókum báðar þátt í öfl-
ugu félagsstarfi bæði í hjúkrun-
ar- og skólafélaginu. Það var
margt skipulagt og brallað fram
eftir, ófáar ferðir á veitingahús
og svo ég tali ekki um Sjallann.
Þarna var lagður grunnur að vin-
áttu sem átti aðeins eftir að
verða einlægari.
Elín Hanna var búkona í sér,
hafði verið í sveit hjá föðurfólki
sínu í Stekkjardalnum. Hún
skipulagði berjaferðir, fyllti bíl-
inn af skólasystrum og vissi alltaf
hvar best var að tína ber. Hún
stóð fyrir því að við sultuðum,
svona var hún rúmlega tvítug
ótrúlega dugleg og útsjónarsöm.
Við útskrifuðumst vorið 1993,
þriðji árgangurinn í hjúkrun frá
HA. Við héldum hvor í sína átt-
ina, hún til Siglufjarðar, og rúm-
lega ári síðar hóf hún störf sem
hjúkrunarfræðingur á Geðdeild
Sjúkrahússins á Akureyri. Það
var alltaf gaman að heyra í
henni, hún var svo lifandi, nóg að
gera og með skoðanir á öllu.
Rúmu ári eftir útskrift fæddist
Berglind, einkabarn hennar sem
hún var alltaf svo stolt af. Við
hittumst eins oft og hægt var á
þessum árum í mömmuklúbbum
því börn okkar skólasystra voru
á svipuðum aldri. Eftir að þær
mæðgur fluttu til Reykjavíkur
um aldamótin urðu samskiptin
aftur regluleg. Hún hóf störf á
Geðdeild LSH og starfaði þar til
hinsta dags.
Elín Hanna var sjálfsagður
gestur í boðum hjá mér. Hún var
hrókur alls fagnaðar og átti svo
auðvelt með að tala við fólk. Vinir
mínir hafa sérstaklega nefnt
þægilega nærveru hennar og
hvað hún gat sagt skemmtilegar
sögur. Síðasta boðið sem hún
mætti í hjá mér var garðboðið í
sumar. Þá nýkomin af sjúkrahúsi
en hún mátti ekki láta það
framhjá sér fara, hún hafði
hlakkað svo til.
Ég mun minnast Elínar
Hönnu með virðingu og þakklæti
í huga. Blessuð sé minning henn-
ar.
Dýpsta sæla og sorgin þunga,
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum)
Ég votta Berglindi, Baldri,
Steinari, Ingu, Jóni og fjölskyldu
innilega samúð.
Sigrún Tryggvadóttir.
Okkur langar í fáum orðum að
kveðja kæra samstarfskonu sem
féll frá allt of fljótt. Elín Hanna
er búin að vera hluti af hópnum
frá því um aldamótin. Hennar
grunnbúðir voru fíknigeðdeildin
en síðustu misseri þróaði hún sig
meira í sambandi við sögukerfið.
Hún leiðbeindi okkur hinum og
fór á milli ýmissa deilda og fag-
hópa og miðlaði af þekkingu
sinni.
Elín Hanna var ýmsum kost-
um búin, en hún var hreinskilin,
glaðlynd, greiðvikin, spontant og
síðast en ekki síst nákvæm. Það
var einmitt nákvæmnin og
skarpur hugur sem olli því að
hún hafði kannað óravíddir sögu-
kerfisins, hliðar þess sem eru
hinum almenna starfsmanni
huldar, og leiðbeindi hún okkur
af mikilli þolinmæði um ókunnar
lendur þess. En Elín Hanna var
fyrst og fremst hjúkrunarfræð-
ingur og þegar við heimsóttum
hana í legu fyrir nokkrum vikum
á deild 14 þá var hún búin að
greina herbergisfélaga sinn sem
var öldruð kona, sem talaði ekki
íslensku, með bráðaóráð og leið-
beina með meðferð. Þegar við
komum daginn eftir var hún með
samsjúkling í djúpviðtali inni á
setustofu sem hafði erfiða veik-
indareynslu að baki. Þarna var
Elínu Hönnu rétt lýst, og sýndi
hún okkur samferðafólki mikla
meðlíðun í okkar lífi, hvort sem
um var að ræða týndan kött eða
veikindi í fjölskyldu.
Um sín eigin veikindi var Elín
Hanna æðrulaus, og kaus að
horfa á það jákvæða og lifa lífinu
til fulls þrátt fyrir þau. Hún fékk
nýverið súrefni til stuðnings og
ræddi upplifun sína af því. Í
fyrsta lagi leið henni miklu betur
og svo tiltók hún sérstaklega
hvað fólk væri gott, væri alltaf að
bjóða fram aðstoð þegar hún
væri á ferðinni. Hún kaus að hafa
athyglina á því jákvæða og mörg
okkar gerðu sér líklega ekki
grein fyrir hve veikindin voru
raunverulega mikil, enda var El-
ín Hanna áhugasöm um lífið, for-
gangsröðunin og verðmætamatið
var alveg á hreinu. Ósjaldan
fengum við að heyra af Berglindi
dóttur hennar en kærleikurinn
og væntumþykjan þeirra í mill-
um fór ekki á milli mála. Vegferð
og hamingja Berglindar skipti
öllu máli. Ung frændsystkin voru
henni mjög kær, og fengum við
reglulega sögur af þeim. Það eru
örfáir dagar síðan Elín Hanna
var með okkur á fundi, nýkomin
til starfa aftur, áhugasöm og at-
kvæðamikil að venju. Með fráfalli
Elínar Hönnu erum við minnt á
hverfulleikann en minningin um
Elínu Hönnu lifir áfram, minning
um konu sem gerði líf sitt og ann-
arra ríkara með jákvæðni og
gleði. Við sendum Berglindi dótt-
ur hennar, unnusta, foreldrum og
systkinum innilegar samúðar-
kveðjur.
Samstarfskonur á 31E,
Arndís, Katrín, Helena,
Rósa og Selma.
Elskuleg samstarfskona okkar
til margra ára, Elín Hanna Jóns-
dóttir, er látin. Hún var mikil
hetja og þrátt fyrir erfið veikindi
undanfarna mánuði var hún oft-
ast fyrst til að mæta á morgnana.
Hún var einstaklega samvisku-
söm og góð manneskja og hennar
er sárt saknað af samstarfsfólki á
geðsviði Landspítalans.
Elín Hanna átti góða og sam-
heldna fjölskyldu sem var henni
mjög kær. Undanfarnar vikur og
mánuði var henni velferð Berg-
lindar ofarlega í huga og af ein-
stöku æðruleysi ræddi hún um
veikindi sín og fannst okkur
stundum erfitt að halda aftur af
tárunum þegar hún opnaði sig
um þessi mál.
Það var alltaf gott að leita til
hennar ef það var eitthvað sem
manni lá á hjarta. Hún var góður
ráðgjafi hvort sem það var eitt-
hvað mannlegt sem á bjátaði eða
annað. Hún var mjög vel að sér
um allt milli himins og jarðar og
hjálpsöm. Ef maður leitaði til
hennar með verkefni, hvort sem
það var vinnutengt, persónulegt
eða bilaður bíll sem þurfti að
gera við, allt vissi hún, hvar var
best að fá varahluti og hvernig
best væri að ganga í málin. Hún
var mikil keppnismanneskja og
tók óbeðin að sér hin ýmsu verk-
efni sem hún vann utan vinnu-
tíma og hvatti samstarfsfólk sitt
til dáða og metnaður hennar var
mikill fyrir hönd vinnustaðar
okkar. Einstakur húmor hennar
og bjartsýni var mjög einkenn-
andi í öllum hennar samskiptum.
Við sendum Berglindi, foreldrum
hennar og fjölskyldu innilegar
samúðarkveðjur.
Samstarfsfólk á
skrifstofu geðsviðs.
Stórt skarð var höggvið í
starfshóp fíknigeðdeildar Land-
spítala við fráfall okkar ástkæru
samstarfskonu Elínar Hönnu
Jónsdóttur. Hún hafði starfað á
móttökugeðdeild 33A í tæp 12 ár
og verið einn af hornsteinum
okkar. Hennar verður sárt sakn-
að.
Elín Hanna var einstakur
hjúkrunarfræðingur sem bar
hagsmuni sjúklinga, samstarfs-
fólks og deildar ávallt fyrir
brjósti og lagði sig alla fram við
að hjálpa og styðja í starfi og
leik. Hún hafði einstakt lag á að
vera til staðar fyrir okkur sam-
starfsfólkið þegar eitthvert okk-
ar átti um sárt að binda eða
hvetja okkur til dáða í mismun-
andi hlutverkum okkar í lífinu.
Í samveru finna mennirnir
styrk á erfiðum stundum og sam-
starfsfólk Elínar Hönnu kom
saman til að minnast hennar því
hún snerti hjörtu allra sem
kynntust henni. Þrátt fyrir lang-
vinn veikindi var hún lífsglöð og
sýndi af sér mikla seiglu í þeim
verkefnum sem lífið lét henni í té.
Aldrei kvartaði hún yfir hlut-
skipti sínu heldur kenndi okkur í
verki að njóta sérhvers dags.
Hún var stolt móðir og mikill
þátttakandi í lífi sinnar stórfjöl-
skyldu. Ófáar sögur sagði hún á
kaffistofunni af sínu fólki og gaf
þannig innsýn í þá samheldni og
þann kærleika sem einkenndi
hennar fólk.
Elín Hanna þreyttist aldrei á
að kenna okkur á rafræn skrán-
ingarkerfi spítalans. Hún hafði
sérstakt lag á að láta okkur aldrei
finna til þekkingarleysis heldur
mætti sérhverjum samstarfs-
manni þar sem hann var staddur
og bjó svo um hnútana að hver og
einn væri sjálfbær í rafrænu um-
hverfi er hann fór frá henni. Elín
Hanna vildi auðvitað að við á
fíknigeðdeildinni værum best í
þessu rafræna umhverfi. Hún
lagði sig alla fram við að hjálpa
okkur að taka upp nýjungar í því
samhengi og veita okkur blíðlegt
aðhald við gæði skráningar. Við á
fíknigeðdeildinni munum áfram
keppa að því að vera best í þess-
um efnum, henni til heiðurs.
Elín Hanna var afar bóngóð og
rösk við að leysa þau verkefni
sem hún tók að sér. Hún var sér-
lega ósérhlífin og gjafmild á tíma
sinn er kom að því að bæta að-
búnað, umhverfi og meðferð á
deild 33A. Hún fór ófáar versl-
unarferðir til að kaupa dúka, hús-
gögn eða annað til að lífga upp á
deildina. Hún bakaði vöfflur fyrir
sjúklinga og samstarfsfólk ef hún
var að vinna um helgi eða fann
aðrar leiðir til að gera eins heim-
ilislegt fyrir okkar fólk og kostur
var.
Sumarið sem deild 33A var
gerð upp að hluta kom Elín
Hanna alla fimmtudaga úr sum-
arfríinu sínu á kaffitíma til að
bjóða iðnaðarmönnunum sem
strituðu þar upp á bakkelsi, kaffi
og spjall. Enn ræða iðnaðar-
mennirnir um að hvergi annars
staðar á Landspítala hafi þeir
fengið slíkar móttökur. Elín
Hanna var leiðtogi okkar er kom
að því að safna styrkjum til að
bæta aðbúnað sjúklinga. Ein-
hvern veginn tókst henni oftast
að fá verulegan afslátt af þeim
vörum sem hún keypti fyrir deild-
ina.
Henni tókst þannig með per-
sónutöfrum sínum og rökvísi að
fá starfsfólk í fyrirtækjum til að
átta sig á því hversu mikilvægt
það væri að leggja sitt af mörkum
til að styðja við sjúklinga okkar.
Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf.
Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum
sér.
(Kahlil Gibran)
Viljum við þakka Elínu Hönnu
af öllu hjarta fyrir samveruna og
samfylgdina, hafðu þökk fyrir allt
og allt.
Berglindi og fjölskyldunni allri
sendum við okkar dýpstu samúð-
arkveðjur.
Megi guð styrkja ykkur á þess-
um erfiðu tímum.
F.h. starfsfólks fíknigeðdeildar
Landspítala,
Helga Sif Friðjónsdóttir
deildarstjóri, Halla Þórhalls-
dóttir aðstoðardeildarstjóri
og Kjartan J. Kjartansson
yfirlæknir.
Fallin er frá vinkona langt um
aldur fram. Við vorum svo lán-
samar að kynnast Elínu Hönnu í
gegnum vinnu okkar á geðdeild
og fyrir einskæra heppni fékk
önnur okkar að deila skrifstofu
með henni í hartnær tvö ár. Það
kom fljótt í ljós hvaða mannkosti
Elín Hanna hafði að geyma, hún
var heil í gegn.
Elín Hanna var hjúkrunar-
fræðingur og vann síðustu árin á
geðdeild LSH. Hún var hrein-
skiptin, atorkusöm og hafði ein-
stakt lag á að sýna samkennd og
einlægni í orði og gjörðum. Hún
vann vel fyrir sína deild og sína
sjúklinga og fór hún reglulega
þess á leit við fyrirtæki að styrkja
deildina um húsmuni ásamt því
að útvega gos, snakk og nammi
fyrir sjúklingana á tyllidögum. Á
jólunum lagði hún sig fram við að
gera deildina heimilislegri þannig
að þeir sem voru inniliggjandi
nytu þeirra eins og kostur var.
Elín Hanna var bráðskýr, fljót
að tileinka sér nýja hluti og
kenndi hálfri geðdeildinni á hin
ýmsu tölvuforrit. Hún var með
ríka réttlætiskennd, myndaði sér
fljótt skoðun á málefnum líðandi
stundar en var alltaf tilbúin að
hlusta á skoðanir annarra án
þess að dæma. Hún var ljúf í
samskiptum og gerði það sem í
hennar valdi stóð til að hjálpa
sínum samferðamönnum. Alltaf
hellti hún upp á kaffi á fjórðu
hæðinni þrátt fyrir að drekka
ekki kaffi sjálf. Hún var greiðvik-
in, útsjónarsöm og veigraði sér
aldrei við að takast á við nýjar
áskoranir.
Mér er minnisstætt að eitt
sinn vantaði mig aðstoð við að
finna greinar og sendi póst þess
efnis. Vinnudagurinn var ekki
liðinn áður en mér voru sendar
níu greinar, nema hvað ég ætlaði
að senda póstinn á bókasafns-
fræðinginn en ekki Elínu Hönnu.
Þetta var lýsandi fyrir hana,
þrátt fyrir að þetta væri alls ekki
í hennar verkahring, þá gekk hún
í verkið án spurninga því hálfkák
var ekki til í hennar orðabók.
Hlutunum var sko reddað á
hennar vakt. Elín Hanna hafði
mikinn húmor, lifði í núinu og tók
lífið ekki of alvarlega. Hún var
með þægilega nærveru, auðvelt
var að tala við hana og enn auð-
veldara að þykja vænt um hana.
Hún gladdist innilega með öðrum
þegar vel gekk og studdi þegar
syrti í álinn.
Undanfarin ár átti Elín Hanna
við veikindi að stríða. Hún tók á
sínum veikindum með æðruleysi,
dugnað og raunsæi að vopni og
aldrei lét hún veikindin stöðva
sig í leik né starfi. Ein síðasta
minning mín um Elínu Hönnu er
sú að degi fyrir andlát hennar
var hún með fulla skrifstofu af
samstarfsfólki að kenna á tölvu-
forrit. Það gladdi mig þegar hún
fékk ósk sína uppfyllta að koma
aftur til vinnu og var hún, að
segja má, þar til hinstu stundar.
Það kom ekki á óvart að Elín
Hanna skyldi, allt til hið síðasta,
hjálpa náunganum á sinn göfuga
hátt. Nú býst ég við að hún sé
farin að taka til hendinni á öðrum
stað því aldrei féll henni verk úr
hendi. Hennar verður sárt sakn-
að.
Elín Hanna var stolt af fjöl-
skyldu sinni og talaði um hana af
væntumþykju og bar hag hennar,
þá sér í lagi dóttur sinnar, fyrir
brjósti. Við sendum Berglindi og
fjölskyldunni allri okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, elsku vinkona.
Guðrún Dóra og Ásta Rún.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess, sem var gleði þín
(Kahlil Gibran)
Í dag kveðjum við yndislega
vinkonu, Elínu Hönnu. Mörg ár
höfum við verið samstarfsfélag-
ar, sumar í áratugi og aðrar held-
ur skemur.
Fastur kjarni samstarfs-
kvenna sem með tímanum urðu
miklar vinkonur.
Alltof snemma kveður Elín
Hanna sem var sú yngsta okkar.
Flotturnar köllum við hópinn
okkar. Eina ferð fórum við sam-
an út fyrir landsteinana og fleiri
slíkar voru á dagskrá, því nægur
var jú tíminn.
Árleg sumarbústaðarferð og
„fundir“ þess á milli. Samveru-
stundir þar sem mismunandi
hlutverk í leik og starfi voru skil-
in eftir og hlátur, vinátta, sorgir,
sigrar og einlægni einkenndu nú-
ið.
Elín Hanna var drifkrafturinn
sem hélt hópnum saman. Skipu-
lagshæfileikar, hjálpsemi, óeigin-
girni og eftirfylgni voru eigin-
leikar sem við sem erum svo
heppnar að hafa verið samferða-
menn hennar nutum góðs af.
Það leyndist engum sem voru
nálægt Elínu Hönnu hvað henni
þótti vænt um fólkið sitt, fjöl-
skyldu og vini. Hún var umvafin
góðu fólki, það vissum við sem
heyrðum hana tala um þau með
röddu fullri af stolti og kærleik.
Sterk og samheldin fjölskylda.
Einkadóttir Elínar Hönnu,
hún Berglind, var alltaf mið-
punktur og gleðiuppspretta
mömmu sinnar og augasteinn.
Það var gaman fyrir okkur að fá
að fylgjast með þessari flottu
stelpu og nú ungu konu í gegnum
frásagnir stoltrar móður.
Berglind valdi sér sannarlega
góða móður sem hefur gefið gott
og fagurt veganesti í lífið.
Elín Hanna átti við erfið veik-
indi að stríða og var þess með-
vituð að hún fengi ef til vill ekki
eins langa vist hér og hún hefði
óskað. Hennar stærsta ósk var
að fá að sjá stúlkuna sína verða
fullorðna og sjálfstæða konu. Sú
ósk rættist og það vitum við að
hún var þakklát fyrir alla þá
daga sem hún fékk.
Einstök, og já kannski sérstök
á margan hátt, var hún vinkona
okkar. Mannkostir sem koma
upp í hugann þegar við hugsum
til hennar eru, svo að nokkrir séu
nefndir: Góðvild, gjafmildi, hjálp-
semi, vinátta, væntumþykja,
ræktarsemi, kærleikur, hlátur og
gleði. Að ógleymdum óbilandi
vilja og dugnaði svo aðdáun
vakti.
Húmoristi var hún líka. Dill-
andi hláturinn geymum við með
okkur, með óteljandi góðum og
ómetanlegum minningum.
Elsku Berglind, um leið og við
vottum þér okkar innilegustu
samúð, langar okkur að láta í ljós
þá ósk okkar að þessir mann-
kostir mömmu þinnar yndislegu
verði þér leiðarljós í lífinu.
Við kveðjum þig, elsku vin-
kona, með söknuði og lofum að
gera okkar besta til að Flotturn-
ar haldi áfram að hittast sem oft-
ast.
Vinnustaðurinn er og verður
ekki samur þegar ekki er lengur
hægt að koma í stutt spjall, faðm,
kennslu í einhverju „tölvurugli“
eða einfaldlega að fá lánað þitt
góða eyra og nærveru.
Góða ferð, elsku flotta vinkona
okkar, og takk fyrir allt og allt.
Samhygð og hluttekning til
fjölskyldunnar allrar.
Ásgerður Ólafsdóttir, Ásdís
Gunnarsdóttir, Halla Þór-
hallsdóttir, Fríða Sigfús-
dóttir, Ingigerður
Arnardóttir, Steinunn
Hannesdóttir, Petra
Þorláksdóttir og Þuríður
Þorsteinsdóttir.
Bjartur dagur, brotið lauf á jörðu liggur
Betri kona varla kvatt þennan heim þó
hefur
Gleði, hlátur, gómsæt ber þú þiggur
Gjöful Elín Hanna, já alltaf gefur
Þakka þér þá tíð við saman áttum
Þakklæti mér efst í hug er
Þú sem ávallt leitar eftir sáttum
Sáttum sem sífellt ávöxt ber
Nú er dagur þinn á enda runninn
endirinn þó upphaf einnig er
Fyrir barnið byrgja þarf, já brunninn
bestan ávöxt þannig lífið ber.
(PEÁ)
Kæra samstarfskona, þakka
þér fyrir allt það sem þú kenndir
mér með því að vera sú sem þú
varst, einlæg, hjálpsöm, gjöful og
hlý. Þegar ég lít yfir farinn veg
þá eru brandarar og skopvísur
mér efst í huga en einnig tenging
okkar, þ.e.a.s. að ég var í sveit
hjá afabróður þínum, Guðmundi í
Brúarhlíð í Blöndudal, og man
vel eftir langömmu þinni, nöfnu
minni, sem var svo yndisleg við
mig alltaf þegar ég kom á Syðri-
Löngumýri í Blöndudal.
Ég sendi mínar innilegustu
samúðarkveðjur til dóttur þinnar
og allra annarra aðstandenda.
Hér er góð kona gengin, góð
kona sem sannarlega lagði sitt af
mörkum til að gera heiminn örlít-
ið betri en hann er.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir,
sálfræðingur á fíknigeð-
deild Landspítala - háskóla-
sjúkrahúss.