Morgunblaðið - 16.10.2015, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.10.2015, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2015 Erla Bergmann Danelíusdóttir er 80 ára í dag. Hún er eittþriggja eftirlifandi barna Sveindísar Hansdóttur og Danelíus-ar Bergmann Sigurðssonar, skipstjóra og hafnsögumanns á Hellissandi. Hin eru Cýrus og Sjöfn. Erla er af Cýrusar-ætt og Berg- manns-ætt. Erla hefur alla tíð unnið umönnunarstörf. „Ég var farin að vinna 14 ára gömul, byrjaði á Sólheimum í Tjarnargötunni. Svo hætti ég þegar ég fór að ala upp börnin en þegar yngstu strákarnir voru orðnir átta ára gamlir fór ég aftur að vinna, þá á Grund, og svo mörg ár í Selja- hlíð þar til ég hætti störfum.“ Erla var gift Vilhjálmi S.V. Sigurjónssyni, prentara og ökukennara, en hann lést fyrir rúmum áratug. Börn þeirra eru Sverrir Bergmann kaupmaður og rekur Herrahúsið við Laugaveg, Heimir Bergmann verkamaður, Bragi Bergmann framkvæmdastjóri FREMRI almanna- tengsla, Guðrún Bergmann skrifstofustjóri Málflutningsstofu Reykja- víkurborgar, Pálmi Bergmann framkvæmdastjóri fatahreinsunar- innar Úðafoss og Bjarni Bergmann leigubílstjóri. Barnabörnin eru 15 og barnabarnabörnin sjö. „Ég hef alltaf nóg að gera og það líður aldrei sá dagur að enginn komi í heimsókn. Ég les mikið, m.a. ævisögur, ljóð og glæpasögur, var að klára bókina Saga þeirra, saga mín. Svo var mér að berast í hendur glæný bók Páls Benediktssonar, Loftklukkan. Ég hlusta á tónlist og við erum nokkrar konur saman í sönghópi. Ég grúska líka mikið í ætt- fræði en mín yndislega fjölskylda er aðaláhugamálið mitt.“ Börn Erlu munu halda henni kaffisamsæti á Hótel Loftleiðum (Reykjavík Natura, hringsalur) á morgun, laugardaginn 17. október, frá kl. 14 til 17. Vinir og vandamenn eru velkomnir. Á góðri stund Erla Bergmann með börnunum sínum. F.v.: Heimir, Guðrún, Sverrir, afmælisbarnið Erla, Bragi, Pálmi og Bjarni. Alltaf nóg að gera Erla Bergmann Danelíusdóttir er 80 ára E dgar fæddist í Reykja- vík 16.10. 1940 og ólst þar upp í Vest- urbænum. Hann lauk stúdentsprófi frá ML og verkfræðiprófi frá Tækniháskól- anum í Þrándheimi 1966. Edgar var bæjarverkfræðingur á Ólafsfirði og á Dalvík 1968-69, vann á verkfræðistofu G. Óskarssonar 1970- 76, starfrækti eigin verkfræðistofu 1976-78, stofnaði þá, ásamt Óla Jó- hanni Ásmundssyni, Ráðgjöf og hönnun sf. sem þeir starfræktu til 1992 og var samskiptastjóri Icenet, verkefnis um tengingu á raforkukerfi Íslands til Evrópu með sæstreng til Hollands 1992-98. Er rafstrengur til Evrópu raun- hæfur möguleiki, Edgar? „Já, tvímælalaust. Það eru hvort tveggja tæknilegar og fjárhagslegar forsendur fyrir því að tengja raf- kerfi Íslands við Evrópu. Með því að breyta riðstraumi í jafnstraum og flytja hann þannig með sæstreng tapast sáralítil orka. Slík tenging við orkukerfi Evrópu opnar ótelj- andi viðskiptamöguleika og skapar mikið öryggi fyrir þjóðina ef stór- kostleg náttúruvá myndi ógna okk- ar eigin orkubúskap, því hægt yrði að flytja orku báðar leiðir. Þetta er hins vegar gríðarleg fjárfesting sem ekki verður hrist fram úr erminni. Það er ekki spurning hvort af slíkri Edgar Guðmundsson verkfræðingur – 75 ára Rafstrengur til Evrópu raunhæfur möguleiki Afmælisbarnið Edgar Guðmunds- son verkfræðingur, sposkur á svip. Hjónin Edgar með eiginkonu sinni, Hönnu Eiríksdóttur bankastarfsmanni en þau hafa verið gift í rúm 54 ár. Reykjavík Eva Ísfold fæddist 18. október 2014. Hún vó 4.370 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Tinna Harper Arnardóttir og Andrew Robert Harper. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. www.danco.is Heildsöludreifing Umbúðarúllur í öllum stærðum og gerðum Mikið úrval af pakka- böndum/krulluböndum Kraftpappír litaður og ólitaður Skreytingaefni Tissue pappir í örkum til innpökkunar Gjafa- og flöskupokar Fyrirtæki og verslanir Heildarlausnir í umbúðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.