Morgunblaðið - 16.10.2015, Síða 33

Morgunblaðið - 16.10.2015, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2015 Við vissum frá fyrsta degi að verk- inu yrði breytt nokkuð.“ Býst hún við því að það fái á áhorfendur? „Mér finnst líklegt að annaðhvort elski áhorfendur þetta eða hati – en mér finnst þetta vera snilld. Við byrjuðum æfingaferlið á því að fara í bústað saman. Og verða fjölskylda. Við unnum hratt en það virkaði rólegt. Leikstjórinn er mjög mikið að pæla í hópdýnamík og vill hafa marga á sviðinu eins lengi og hægt er. Þetta er eitt af því sem er ekki hægt í bíó – þegar allir eru á sviðinu má sjá viðbrögð hvers og eins við því sem er í gangi á hverjum tíma. Þá ertu að horfa á allt að tíu sögur í einu. Og allir eru meðvitaðir um sögu hinna, en tala bara ekki um það – sem er mjög íslenskt.“ rnig við erum“ Ljósmynd/Grímur Bjarnason Ást og ástleysi „Þetta er ekta evrópskt afbyggingarleikhús, spennandi og skemmtilegt,“ segir Björn Thors um uppsetninguna á Mávinum. Tónlist er einnig hluti af hátíðinni en þar verða sýnd 20 tónlistar- myndbönd en hátíðin er sú eina sem sýnir íslensk tónlistarmyndbönd á kvikmyndahátíð. Þau verða sýnd á föstudagskvöldið á veitingastaðnum Rúben og áhorfendur kjósa um besta tónlistarmyndbandið. Hljóm- sveitin Milkywhale sýnir tónlist- armynband sitt og spilar einnig á há- tíðinni. Baldvin Z ræðir um verk sín Á laugardaginn mun Baldvin Z kvikmyndaleikstjóri leiða áhorf- endur í gegnum reynslu sína af kvik- myndagerð og sýnd verða brot úr verkum hans (t.d. Óróa og Von- arstræti) og gerð myndanna rædd. Baldvin er hluti af dómnefnd Northern Wave ásamt Ísold Ugga- dóttur og Iris Brey en veitt verða þrenn verðlaun. Spurð hvernig þróunin hafi verið á hátíðinni frá því hún var stofnuð fyr- ir átta árum, segir hún breyting- arnar vægast sagt miklar. Fyrst kom fámennur hópur saman í fram- haldsskóla. Í dag er hátíðin mun fjöl- mennari og er haldin, eins og fyrr segir í Grundarfirði og á sama tíma stendur yfir menningarhátíð Grund- firðinga, Rökkurdagar. Hápunktur hátíðanna tveggja er á laugardags- kvöldið þegar haldin er fiskrétta- keppnin. Keppt er um besta fiskrétt- inn og eru þeir allir gerðir úr grundfirsku hráefni. Dögg segir fiskréttakeppnina allt- af vekja mikinn áhuga hjá erlendum gestum hátíðarinnar. „Þeim þykir þetta mjög skemmtilega íslenskt.“ Stilla Úr stuttmyndinni Regnbogapartí eftir Evu Sigurðardóttur sem sýnd verður á hátíðinni Northern Wave í Grundarfirði um helgina. The Walk Kvikmynd um ótrúlegt afrek línu- dansarans Philippes Petits sem gekk í leyfisleysi á línu milli Tví- buraturnanna í New York árið 1974. Til að það tækist þurfti hann aðstoð vina sinna við að strengja milli turnanna 400 metra langan vír sem var 200 kg að þyngd. Með hlut- verk Petits fer Joseph Gordon- Levitt og í öðrum helstu hlut- verkum eru Ben Kingsley og Charl- otte Le Bon. Leikstjóri myndar- innar er Robert Zemeckis en hann á að baki vinsælar kvikmyndir á borð við Forrest Gump og Back to the Fut- ure. Metacritic: 70/100 Pan Hér er sótt í hið sígilda ævintýri um Pétur Pan og forsaga þess rakin. Pétri er rænt af munaðarleysingja- hæli ásamt fleiri börnum og eru þau flutt á skýjaskipinu Jolly Roger til Hvergilands þar sem hinn illi Svartskeggur sjóræningi ræður ríkjum. Þar eiga börnin að safna álfaryki því Svartskeggur trúir því að álfaryk geti gert hann ódauðleg- an. Í græðgi sinni hefur Svart- skeggur hins vegar útrýmt meira en helmingnum af álfastofninum og það á eftir að koma í hlut Péturs og félaga að bjarga honum og um leið að svipta Svartskegg völdunum, eins og segir í tilkynningu. Með að- alhlutverk fara Hugh Jackman, Levi Miller, Jimmy Vee, Amanda Seyfried, Cara Delevingne, Rooney Mara og Garrett Hedlund. Leikstjóri er Joe Wright. Metacritic:36/100 Þrestir Almennar sýningar á kvikmynd Rúnars Rúnarssonar hefjast í dag. Hún fjallar um Ara, 16 ára pilt sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að dvelja hjá föður sínum um tíma. Samband þeirra er stirt og margt hefur breyst í sjávarpláss- inu þar sem Ari ólst upp. Ari end- urnýjar kynnin við Láru, æsku- vinkonu sína og þau laðast hvort að öðru. Með aðalhlutverk fara Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sig- urðsson og Rakel Björk Björns- dóttir. Gagnrýnandi Morgunblaðs- ins gaf myndinni 4,5 stjörnur í einkunn. Bíófrumsýningar Á bláþræði Joseph Gordon-Levitt í hlutverki Petits í The Walk. Lífshættulegur línu- dans, Pan og Þrestir mbl.is alltaf - allstaðar CRIMSON PEAK 8,10:30 PAN 3D ÍSL 5 ÞRESTIR 5:50 KLOVN FOREVER 8,10:30 EVEREST 3D 5,8 SICARIO 10:10 HÓTEL TRANSYLV. 2D ÍSL 3:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar Skráningá imark.is Stjórnendur frá fjórumfyrirtækjumfjallaumstöðu markaðsmála í sínumfyrirtækjum.Hvaða sessmarkaðs- málinhafioghvarþau séu innan skipuritsins. Morgunfundur ÍMARK Vægimarkaðsmála hjá íslenskum fyrirtækjum. –Hversumikið ernóg? Þriðjudaginn 27. október kl. 9–12 í sal Arion banka, Borgartúni 19. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka Kristín Eysteinsdóttir, Borgarleikhússtjóri Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár Fundarstjóri EddaHeiðrún Geirsdóttir, forstöðumaður alþjóðamarkaðssviðs Össurar Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss Pallborðsumræðurað loknumerindum Húsið opnar kl. 8.30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.