Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Þorsteinn Ásgrímsson
Viðar Guðjónsson
Samkeppniseftirlitið beindi því í gær
til innanríkisráðherra og Samgöngu-
stofu að grípa til aðgerða vegna sam-
keppnishindrana sem tengjast út-
hlutun afgreiðslutíma fyrir flugfélög
á Keflavíkurflugvelli. Er aðkoma
Isavia að málinu gagnrýnd en í til-
kynningu sem fyrirtækið sendi frá
sér í gær segir að það hafi ekkert með
úthlutun tímanna að gera.
Þá segir í frétt sem birtist á vef
Samkeppniseftirlitsins að Samgöngu-
stofa hafi sýnt takmarkaðan skilning
á þeim samkeppnishindrunum sem
tengjast úthlutuninni.
Með niðurstöðu Samkeppniseftir-
litsins lýkur rannsókn á grundvelli
kvörtunar WOW air á síðasta ári.
Samkeppnisforskot Icelandair
Í fréttinni segir að á undanförnum
árum hafi keppinautar Icelandair
ítrekað kvartað yfir því að Icelandair
njóti samkeppnisforskots þar sem fé-
lagið hafi fengið forgang að af-
greiðslutímum á Keflavíkurflugvelli á
milli kl. 7:00 og 8:00 og 16:00 og 17:30.
Sá forgangur taki einnig til nýrra af-
greiðslutíma sem bæst hafa við á síð-
ustu árum. Rannsókn hafi leitt í ljós
að afgreiðslutímar á þessum tímabil-
um séu sérstaklega mikilvægir flug-
félögum sem vilja koma á samkeppni
í tengiflugi milli Evrópu og Norður-
Ameríku. Hún leiði ennfremur í ljós
að Icelandair hafi ekki aðeins forgang
að afgreiðslutímum, sem félaginu hef-
ur verið úthlutað áður, heldur einnig
nýjum afgreiðslutímum.
Þá nefnir Samkeppniseftirlitið
hlutverk samræmingarstjóra, en
hann fer með úthlutun afgreiðslu-
tíma. Danskur aðili fer með það hlut-
verk samkvæmt samningi við stjórn-
völd. Honum ber að horfa til
tiltekinna viðmiðana við úthlutunina,
m.a. samkeppnissjónarmiða. Segir
Samkeppniseftirlitið að svör hans við
fyrirspurn stofnunarinnar gefi til
kynna að síðustu ár hafi hann ekki
haft hliðsjón af samkeppnissjónar-
miðum.
Isavia kemur ekki að úthlutun
Eins segir eftirlitið að Isavia hafi
virt að vettugi tilmæli um að fram-
kvæma samkeppnismat við endur-
skoðun á fyrirkomulagi við úthlutun á
afgreiðslutímum.
Í tilkynningu sem Isavia sendi frá
sér í gærkvöldi segir að úthlutunin
fari fram eftir samræmdum EES-
reglum. Samkvæmt þeim sé úthlutun
í höndum sjálfstæðs samræmingar-
stjóra. Yfirvöld eða flugvallarrek-
endur viðkomandi landa megi hvorki
hafa afskipti af ákvörðunum um út-
hlutun né breyta úthlutunarreglum.
Þá er bent á að mál Samkeppniseft-
irlitsins hafi verið tekið fyrir hjá
áfrýjunarnefnd samkeppnismála,
héraðsdómi, EFTA-dómstólnum og
Hæstarétti og á öllum stigum leitt til
þeirrar niðurstöðu að farið hafi verið
að reglum við úthlutun afgreiðslu-
tíma.
Þórólfur Árnason, forstjóri Sam-
göngustofu, vildi ekki tjá sig um mál-
ið þegar eftir því var leitað.
Samkeppnis-
hindranir á
flugvellinum
Samkeppniseftirlitið segir Iceland-
air hafa forgang á Keflavíkurflugvelli
Morgunblaðið/RAX
Flugvöllur Samkeppniseftirlitið telur
að Icelandair sé hyglað umfram önn-
ur flugfélög á Keflavíkurflugvelli.
Samkeppniseftirlitið
» Samkeppniseftirlitið hefur
beint því til Samgöngustofu og
innanríkisráðherra að grípa til
aðgerða vegna samkeppnis-
hindrana sem tengjast út-
hlutun afgreiðslutíma fyrir
flugfélög á Keflavíkurflugvelli.
» Félag atvinnurekenda hefur
fagnað niðurstöðu eftirlitsins.
» Isavia segir að farið hafi ver-
ið eftir EES-reglum við út-
hlutun.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Kjaraviðræður SFR, Sjúkraliða-
félags Íslands og Landssambands
lögreglumanna eru langt á veg
komnar, en samkomulag hefur tekist
um grundvallaratriði nýs kjara-
samnings.
„Við erum komin með grófan
kostnaðarramma í kringum þetta og
erum að reyna að raða inn í hann,“
sagði Árni Stefán Jónsson, formaður
SFR, í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi, en vinna var þá hafin við
að meta afrakstur viðræðna dagsins.
Enn er eftir að semja um sérmál
félaganna og halda kjaraviðræðurn-
ar því áfram næstu daga.
Hægagangur ríkisins tefur
Að sögn Árna Stefáns var dráttur
á viðræðunum framan af vikunni, en
viðræðurnar tóku síðan aftur kipp í
dag. Innan raða BSRB-félaganna
hefur ríkt óþolinmæði vegna þessa,
en Árni segir menn taka hægagang-
inum á mismunandi hátt. Árni Stef-
án segist ósammála ummælum
Gunnars Arnar Gunnarssonar, fram-
kvæmdastjóra Sjúkraliðafélagsins, í
frétt Ríkisútvarpsins í gærkvöldi,
þar sem fram kom að staðan í Karp-
húsinu væri slæm og „allt væri sjóð-
andi brjálað“.
„Ég hefði ekki túlkað þetta með
þessum hætti. Ég held að þetta hafi
verið svolítið reiðikast sem menn
sprungu þarna út með, menn meta
þetta misjafnlega. Auðvitað hefði
þetta getað gengið hraðar, það er al-
veg rétt. Þegar við höfum komið með
svör til þeirra, tekur það óhemju-
langan tíma að fá svo aftur svar
þeirra. Það er þetta sem tekur svona
rosalegan tíma sem menn eru mis-
þolinmóðir gagnvart,“ segir hann.
Ekkert fullyrt um framhaldið
Ekki hefur verið samið um sérmál
félaganna, sem áður sagði. Spurður
um hvort lausn sé í sjónmáli hvað
sérmálin varðar, fullyrðir Árni ekki
að um þau takist samkomulag í ná-
inni framtíð.
„Ég verð að segja nákvæmlega
eins og er. Ég er ekki farinn að sjá
hvenær það verður. Stundum sér
maður að aðeins sé eftir textavinna
sem getur tekið sólarhring. Ég met
þetta þannig að við séum ekki á þeim
stað. Ennþá sé ég ekki fyrir endann
á þessu. Það er bullandi efnislegur
ágreiningur,“ segir Árni Stefán
Jónsson, formaður SFR.
Menn misþolinmóðir
í kjaraviðræðunum
Aðeins sérmálin eftir í samningaumleitan BSRB-félaganna
Morgunblaðið/Golli
Sáttasemjari Lögreglan stendur
vörð við húsakynni sáttasemjara.
Á síðum Morgunblaðsins í dag má
finna stuðningsyfirlýsingu við bygg-
ingu nýs Landspítala á Hringbraut.
Um 400 hundruð manns lýsa þar
yfir stuðningi sínum við að Landspít-
alinn verði um kyrrt og uppbygging
verði hafin við hann.
Meðal þeirra sem finna má á list-
anum er fjöldi starfsmanna LSH,
fólk úr fræðasamfélaginu, fyrrver-
andi stjórnmálamenn o.fl.
Alma D. Möller, framkvæmda-
stjóri aðgerðasviðs Landspítalans,
er ein af þeim sem skrifa undir
stuðningsyfirlýsinguna. Að hennar
sögn er ekki um
formleg samtök
að ræða. „Þetta
er hópur starfs-
manna spítalans
fyrst og fremst
ásamt mörgum
öðrum, sem vita
og skilja að upp-
bygging Land-
spítalans þolir
enga bið. Þetta er
svar við auglýsingum samtakanna
Betri spítali á betri stað,“ segir hún.
jbe@mbl.is
Landspítalinn verði
áfram á sínum stað
400 manns skrifa undir yfirlýsingu
Alma D.
Möller
Krakkar á námskeiði í Myndlistaskólanum í Reykjavík
brugðu sér í fjöruferð í vikunni með kennara sínum þar
sem leitað var að hráefni til listsköpunar. Nú er vetur
að bresta á og því síðustu forvöð til fjöruferða.
Morgunblaðið/Eggert
Síðustu forvöð til fjöruferða
Krakkar á námskeiði í Myndlistaskólanum leituðu fanga í fjörunni
Dregið var í áskrifendaleik Morg-
unblaðsins í gær um glæsilegan
sportjeppa af gerðinni Suzuki Vit-
ara GLX, að verðmæti 5,4 milljónir
króna. Sá heppni reyndist vera
Ragnar Ólafsson, einn áskrifenda
blaðsins.
Eftir nokkra leit náðist loks í
vinningshafann í gærkvöldi. Ragn-
ar var þá staddur í fríi á Ítalíu
ásamt fjölskyldu og vinum. Fagnaði
hann símtalinu mjög en var um leið
jafn undrandi yfir tíðindunum og
hann var glaður.
Þetta var í fjórða sinn sem
Moggabíll var dreginn út í áskrif-
endaleik blaðsins.
Suzuki-jeppinn dreginn út
Vinningshafinn
gladdist í fríinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dregið út Úlfar Hinriksson og Sonja G. Ólafsdóttir frá Suzuki-bílum og
Haraldur Johannessen, Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir og Magnús E. Krist-
jánsson frá Morgunblaðinu við útdráttinn á Moggabílnum í gær.