Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015
Í fyrradag funduðu þrír ráð-herrar með almenningi um hús-
næðismál og hvernig auka mætti
hagkvæmni bygginga. Þetta var vel
til fundið
enda brýnt
að finna
leiðir til að
draga úr
óþörfum
byggingar-
kostnaði og auðvelda fólki að reisa
sér og sínum þak yfir höfuðið.
Ekki skal undra að byggingar-reglugerðin hafi átt hug
fundarmanna, því að sú sem sett
var fyrir nokkrum árum er ákaf-
lega íþyngjandi og hafa margir
fært skynsamleg rök fyrir því að
hún auki byggingarkostnað að
óþörfu.
Eðlilegt er að í byggingar-reglugerð sé kveðið á um at-
riði á borð við öryggi, en núgild-
andi reglugerð gengur miklu
lengra en það og setur kröfur um
ýmislegt sem eðlilegt er að hver og
einn ráði fyrir sig.
Það er ekki ríkisins að ákveðastærð geymslunnar eða skipu-
lag íbúðar, íbúarnir hljóta sjálfir að
vera fullfærir um að ákveða slíkt og
þeim ætti að vera heimilt að spara
byggingarkostnað með því að hag-
ræða slíkum hlutum ef þeir ógna
ekki öryggi eða öðrum hagsmunum
annarra.
Ýmislegt annað en byggingar-reglugerðin, svo sem skipulag
og lóðaframboð, skiptir máli þegar
kemur að því að auðvelda fólki að
reisa hagkvæmar byggingar.
Sumt af því er verkefni sveitar-stjórna, ekki síst Reykjavíkur
sem hefur lengi dregið lappirnar í
þessu sambandi, en eitt fyrsta verk-
efni ráðherranna hlýtur að vera að
ráðast á reglugerðafrumskóginn.
Ofvaxin reglugerð
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 22.10., kl. 18.00
Reykjavík 4 alskýjað
Bolungarvík 2 skýjað
Akureyri 2 alskýjað
Nuuk -3 léttskýjað
Þórshöfn 9 skýjað
Ósló 11 léttskýjað
Kaupmannahöfn 12 skýjað
Stokkhólmur 12 skýjað
Helsinki 8 skúrir
Lúxemborg 10 skýjað
Brussel 13 skýjað
Dublin 12 léttskýjað
Glasgow 12 skýjað
London 13 alskýjað
París 12 alskýjað
Amsterdam 12 skýjað
Hamborg 12 skýjað
Berlín 10 súld
Vín 10 léttskýjað
Moskva 2 heiðskírt
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 21 heiðskírt
Barcelona 18 heiðskírt
Mallorca 18 léttskýjað
Róm 16 heiðskírt
Aþena 22 þrumuveður
Winnipeg 6 heiðskírt
Montreal 12 skýjað
New York 20 heiðskírt
Chicago 14 skýjað
Orlando 26 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
23. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:42 17:43
ÍSAFJÖRÐUR 8:56 17:39
SIGLUFJÖRÐUR 8:40 17:21
DJÚPIVOGUR 8:14 17:10
Skjár 1 opnaði dagskrá sína fyrsta október.
Stöðin hefur alltaf verið vinsæl meðal ungs
fólks frá stofnun hennar og hafa áhorfendur
stöðvarinnar tekið The Voice opnum örm-
um. Er þátturinn langvinsælasti föstudags-
þátturinn í aldursflokknum 12-49 ára. Þátt-
urinn er stærsta verkefni sem Skjár 1 hefur
ráðist í og tók 18 mánuði að undirbúa birt-
ingu hans á skjám landsmanna. „Áhorfið
hefur verið umfram þó miklar væntingar,“
segir Pálmi Guðmundsson, forstöðumaður
ljósvakamiðla Símans, sem brosir yfir nið-
urstöðunum. Hann segir að þjálfararnir
skipi veigamikinn sess í því hve vinsæll þátt-
urinn sé en þær Salka Sól, Svala Björgvins
og þeir Helgi Björns og Unnsteinn Manuel
munu þjálfa þá keppendur sem komast
áfram. „Við höfðum ekki mikinn tíma til að
velja þjálfara en við vorum aldrei í vafa að
þarna færi góður hópur.“
The Voice er til víða annars staðar en á Ís-
landi, meðal annars í Afganistan, Kanada,
Síle, Danmörku, Frakklandi og Bandaríkj-
unum.
„Við erum með fáa þætti en stóra. Það er
okkar stefna og við höfum hallað okkur að
þáttum að erlendri fyrirmynd því þá höfum
við erlenda útgáfu til samanburðar og mark-
aðssetningar. Þá er auðveldara að gera ís-
lenska útgáfu,“ segir Pálmi en nú standa yfir
tökur á Biggest Looser-þáttunum í Ásbrú,
sem Pálmi kallar Litla-Hollywood. „Eftir að
við opnuðum dagskrána þá eigum við eftir
að sýna fyrstu þáttaröðina af Biggest Loos-
er fyrir stórum hópi. Það verður spennandi
og skemmtilegt,“ segir sjónvarpsstjórinn.
Færri þættir en þeim mun stærri
Pálmi
Guðmundsson
Skjár 1 slær í gegn meðal ungs fólks Bandarísk form virka á Íslandi
Fyrirtækinu Ice
Lagoon ehf. hefur
verið bannað að
gera út báta með
ferðamenn á Jök-
ulsárlóni frá landi
jarðarinnar Fells.
Héraðsdómur
Reykjavíkur kvað
upp dóm þar að
lútandi í gær.
Eigandi fyrirtæk-
isins Jökulsárlóns
ehf., Einar Björn Einarsson, fór
fram á bannið, en fyrirtæki hans hef-
ur verið með ferðaþjónusturekstur á
Jökulsárlóni í 15 ár með samningi
við landeigendur um starfsemina frá
því árið 2000. Sagði hann að nýr
samningur landeigenda árið 2012 við
Ice Lagoon um ferðaþjónusturekst-
ur á svæðinu bryti á réttindum sín-
um. Féllst héraðsdómur á það.
Ingvar Þórir Geirsson, eigandi
Icelagoon ehf., sagði í samtali við
mbl.is að niðurstöðunni yrði áfrýjað
til Hæstaréttar. Þá sagði hann að ef
niðurstaðan yrði staðfest myndi það
gera út af við starfsemina en hjá fyr-
irtækinu starfa 10 manns.
Bannað að
gera út á
lóninu
Dómi verður vísað
til Hæstaréttar
Jökulsárlón
Dómnum verður
áfrýjað.
AT
H
YG
LI
-O
kt
ób
er
20
15
Klettagörðum5 | 104 Reykjavík | stolpigamar.is
ÍtölskuMABER
vinnulyfturnar hafa reynst
vel við íslenskar aðstæður
á undanförnumárum.
MABERvinnulyftur
ÝMSAR TEGUNDIR AF VINNULYFTUM,
S.S. VÖRU-, FÓLKS- OG VINNUPALLALYFTUR.
Hafðu
samband
5680100