Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015 Engum stjórnmála- manni dettur í hug að leggja það til að strætókerfi höfuð- borgarsvæðisins verði tætt í sundur og þær leiðir sem skila hagn- aði verði dregnar út úr kerfinu og gerðar að samkeppnisleiðum þar sem rútu- og ferðaþjónustufyrir- tækin í landinu geta keyrt á þeim leiðum en láti sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu eftir að aka leiðirnar sem standa ekki undir kostnaði. Þó eru margar leiðir í strætókerfi höfuðborgarinnar sem skila góðum hagnaði sem eðlilega standa undir kostnaði við þær leiðir sem ekki bera sig. En þegar kemur að almenningssamgöngum á lands- byggðinni gilda önnur lögmál. Þar eru fáar en sterkar leiðir, sem bera uppi net áætlana til fámennari byggða, teknar út úr kerfinu og gerðar að samkeppnisleiðum og sveitarfélögin sitja því eftir með þær leiðir sem ekki standa undir kostnaði. Mikilvægt kerfi almenn- ingssamgangna, sem sveitarfélögin hafa byggt upp, mun dragast sam- an og bitna mest á námsfólki og eldri borgurum. Fólkinu á lands- byggðinni sem við eig- um að standa vörð um. En rútufyrirækin sem koma á háannatíma fleyta rjómann af fjölda farþega yfir sumarið en hverfa jafnharðan þeg- ar umferðin minnkar á haustin og eftirláta sveitarfélögunum að þreyja þorrann og góuna með taprekstri. Sveitarfélögin byggðu upp öflugar almenningssamgöngur Með eflingu almennings- samgangna í landinu á síðustu árum hefur þjónustan skipt sköpum fyrir íbúa í dreifðari byggðum landsins og farþegum í kerfinu hefur fjölgað um tugi, jafnvel hundruð þúsunda farþega á ári, mismunandi eftir svæðum. Fjölgun farþega hefur gert sveitarfélögunum kleift að bæta þjónustuna, sem hefur gjör- breytt stöðu unga fólksins í dreifð- ari byggðum landsins og opnað því nýja leið til að stunda framhalds- og háskólanám í höfuðborginni. Unga fólkið sem á heima í nálægð við stærri byggðakjarna getur nú sótt framhaldsnám á hverjum degi með þéttriðnu neti almennings- samgangna gegn hóflegu gjaldi og búið áfram í foreldrahúsum. Þannig geta námsmenn á Suður- nesjum, Vesturlandi og Suðurlandi sótt háskólanám til höfuðborg- arinnar á hverjum degi en búið áfram í Sandgerði, Selfossi eða Borgarnesi. Dýrt leiguhúsnæði, sem er af skornum skammti, er því ekki þröskuldur fyrir háskólanámi í höfuðborginni vegna góðra almenn- ingssamgangna. Þessu til viðbótar nota eldri borgarar í dreifðum byggðum strætó til að sækja sér ýmsa þjónustu til höfuðborg- arinnar, eins og læknis- og sér- fræðiþjónustu hverskonar. Margir treysta sér ekki til að aka í höf- uðborginni eða ferðast um langan veg, jafnvel báðar leiðir sama dag- inn. En þétt áætlun strætó hefur opnað nýja ódýra og þægilega leið fyrir eldra fólkið sem nýtir þjón- ustuna í auknum mæli. Nú er gengið að þessari þjónustu sveitarfélaganna með því að einka- væða þær leiðir sem skila hagnaði á landsbyggðinni. Þannig ók eitt rútufyrirtækið á Suðurlandi í allt sumar og var með áætlun nokkrum mínútum á undan strætó og hirti þannig megnið af öllum farþeg- unum frá Reykjavík að Höfn. Nú hefur dregið úr straumi ferða- manna á svæðinu og rútufyrirtækið því hætt akstri á leiðinni en sveit- arfélögin sitja uppi með áætlun fram á vor sem ekki stendur undir kostnaði á jafngóðu kerfi og byggt hefur verið upp. Í vor, með komu fleiri ferðamanna, mæta þeir sem fleyta rjómann af ferðamönnum og hirða kúfinn frá sveitarfélögunum. Þetta hefur aðeins eitt í för með sér: Tapið sem verður á almenn- ingssamgöngum sveitarfélaganna mun draga úr þjónustu við fólkið á landsbyggðinni. Mismunun er óþolandi og ég trúi því ekki að þingmenn láti það ger- ast fyrir framan nefið á sér að fólk- inu í landinu sé mismunað á þennan hátt, nægur er ójöfnuðurinn í heil- brigðis- og menntakerfinu sem flestir verða að sækja til höfuðborg- arinnar. Sveitarfélögin vilja stuðning við almenningssamgöngur Í heimsókn þingmanna Suður- kjördæmis til sveitarfélaganna í kjördæmaviku fyrir skömmu bað hver einasta sveitar- og bæj- arstjórn þingmenn að hjálpa til við að tryggja áfram öflugt net almenn- ingssamgangna sem eitt helsta hagsmunamál námsmanna og íbúa í kjördæminu. Ég hef miklar áhyggj- ur af því að ekki sé nægur vilji fyrir hendi hjá of mörgum þingmönnum til að uppfylla þessa ósk. Með þeim afleiðingum að lífæðar strætókerf- isins á landsbyggðinni verði gerðar að samkeppnisleiðum þar sem hagsmunir þúsunda íbúa á lands- byggðinni verði látnir víkja fyrir hagsmunum fárra. Þetta heitir á mannamáli að einkavæða hagn- aðinn og ríkisvæða tapið. Ef þingmenn standa ekki vörð um almenningssamgöngur í landinu verður dregið verulega úr þjónustu fyrir viðkvæma hópa á landsbyggð- inni allt árið. Unga fólkið sem getur búið í foreldrahúsum verður að finna sér aðrar leiðir til að búa og þá í dýru leiguhúsnæði sem jafnvel er ekki á lausu. Sveitarfélögin munu ekki standa undir tugmilljóna taprekstri þar sem einkaaðilar fá að fleyta rjómann af farþegunum í stuttan tíma á ári og láta síðan ekki sjá sig þess á milli. Er það réttlætið sem á að ráða ferðinni? Ég sem sjálfstæðismaður hef haft að leið- arljósi að við stöndum saman stétt með stétt og stöndum vörð um hagsmuni fólksins, líka á lands- byggðinni. Almenningssamgöngur – hagsmunir íbúa hljóta að vega þyngst Eftir Ásmund Friðriksson »Námsmenn á Suður- nesjum, Vesturlandi og Suðurlandi hafa sótt háskólanám til borg- arinnar á hverjum degi en búið áfram í Sand- gerði, Selfossi eða Borgarnesi. Ásmundur Friðriksson Höfundur er alþingismaður. Ekki hefur farið fram hjá neinum gíf- urleg fjölgun erlendra ferðamanna, sem kom- ið hafa til landsins á síðustu misserum. Til skamms tíma komu þeir í byrjun sumars og fóru síðan á haustin, þegar skólarnir byrj- uðu. Verður ekki annað sagt, en þeir hafi lífgað upp á mannlífið þann tíma sem ferðamennirnir voru hér. Því mið- ur átti þetta eftir að breytast til hins verra með stöðugri fjölgun þeirra, jafnframt því, að þeir voru nú farnir að koma til landsins all- an ársins hring, en fækkaði eðli- lega á veturna. Mun þeim fjölga gífurlega á næstunni, að því er spáð er. Má að mörgu leyti líkja þessu við alaskalúpínuna, fallega jurt sem þótti fengur í að fá í ís- lenska flóru og bætti jarðveginn. En það fór svo eins og allir vita, að hún fjölgar sér stöðugt og flæðir nú yfir íslenskan lággróður svo til vandræða horfir og vandamál hvernig hindra megi útbreiðsluna og minnka flæmi henn- ar. Nú er svo komið að fari maður niður Laugaveginn eða Skólavörðustíginn á kvöldin eru a.m.k. 90% vegfarenda er- lendir ferðamenn, en eitthvað lægra hlut- fall yfir daginn. Langt er komið með að eyðileggja miðbæinn, Laugaveg, Hverfisgötu og Skólavörðustíg með endalaus- um hótelbyggingum, lundabúðum og öðru því sem sniðið er sér- staklega að erlendum ferðamönn- um og þörfum þeirra. Veggjakrot- ararnir sjá svo um að bæta um betur og gera þetta svæði og reyndar víðar ógeðslegt, án þess að borgaryfirvöld geri nokkra til- raun til að stöðva þessa eyðilegg- ingastarfsemi á eigum borg- arinnar og íbúa hennar. Þessi gífurlegi fjöldi ferða- manna leiðir eðlilega til þess að öll þjónusta við landsmenn verður mjög víða minni og erfiðari að fá, hvort heldur það er afgreiðslu í búðum, veitingastöðum, í heil- brigðisþjónustunni, flugi, gistingu o.s.frv. Þá ber maður ekki lengur við að reyna að fara að sjá helstu perlur íslenskrar náttúru, þar sem maður hefur ekki geð í sér að troðast þar innan um rútu- bílafarmana af erlendum ferða- mönnum eða þá sem eru á öllum bílaleigubílunum. Oftar en ekki akandi á Suzuki Jimny með sinn saumavélarmótor, óvanir bíl, akstri og vegum landsins með landakort á hnjánum, sem breytir kannski litlu, þar sem þeir eru hvort er eð að dóla sér áfram til að skoða náttúru landsins, en ekki til að halda uppi eðlilegum ferða- hraða á vegum landsins. Rúmsins vegna læt ég vera frekari upptaln- ingu á öðrum óþægindum, sem leiðir beint eða óbeint af þessum mikla fjölda ferðamanna fyrir okkur landsmenn, en aðrir hafa líka tjáð sig um það í ýmsum myndum. Nú er svo komið að tekjur af ferðaþjónustu eru ámóta miklar og tekjur af sjávarútvegi og stór- iðju. Það er hið besta mál. Hver eru á móti þau óþægindi og rösk- un á lífsgæðum, sem við lands- menn höfum af fiskveiðum og stóriðju? Væri það nema stað- bundin mengun í næsta umhverfi á afmörkuðum svæðum? Varðandi ferðamennina taldi ég upp dæmin. Eitt af því sem fylgir þessum ferðamannastraumi eru enda- lausar hótelbyggingar úti um allt og græðgin, sem grípur marga, sem sjá viðskiptatækifæri í hverju horni varðandi ferðamennskuna. Má hér rifja upp íslensku útgáf- una af græðginni fyrir hrun með orðum athafnamannsins. „Ég vil fá allt til að byrja með.“ Maður hlýtur að spyrja sig. Hvað verður um allt þetta hótelrými, þegar ból- an springur? Í annan stað. Erum við Íslendingar ekki farnir að þvælast fyrir ferðamönnunum, þegar fyrir liggur að fjöldi þeirra sem hingað koma er í dag fimm- faldur á við alla landsmenn og mun aukast? Að endingu vil ég beina einni spurningu til Þingvallanefndar. Væri hægt að fá úthlutað atvinnu- svæði í þjóðgarðinum með tilheyr- andi átroðningi og áníðslu lands, ef hægt væri að sýna fram á að t.d. klettaklifur í Almannagjá væri einstök upplifun og gleðigjafi fyrir erlenda ferðamenn? Það var leyft með froskköfun í Silfru í miðjum þjóðgarðinum, þessum helgasta stað okkar Íslendinga. Hafi við- komandi skömm af, en allt fyrir aurinn. Til mótvægis þessu mætti þá láta rífa nokkra sumarbústaði við suðurenda Þingvallavatns. Komið nóg af ferðamönnum Eftir Jónas Haraldsson » Langt er komið með að eyðileggja miðbæinn, Laugaveg, Hverfisgötu og Skóla- vörðustíg með endalaus- um hótelbyggingum, lundabúðum og öðru því sem sniðið er sérstaklega að erlend- um ferðamönnum. Jónas Haraldsson Höfundur er lögfræðingur. Verslunareigendur! Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.gm.is | Sími 535 8500 | info@gm.is Ítalskir pappírspokar í úrvali Flottar lausnir til innpökkunar allskyns vöru Eingöngu sala til fyrirtækja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.