Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015 Samkvæmt árlegum lista bandaríska ArtNews-tímaritsins eru hjónin Iwan og Manuela Wirth áhrifamest í myndlistarheiminum í dag. Þau eru eigendur Hauser & Wirth-gallerísins sem er með útibú í Zürich, London og New York, á sveitarsetri í Somerset á Englandi og innan skamms verður opnað nýtt útibú í Los Angeles. Wirth-hjónin vinna með um fjörutíu myndlistarmönnum og dánarbúum listamanna, þar á meðal eru Roni Horn, dánarbú Dieter Roth og Christoph Buchel, sem er búsettur á Seyðisfirði og umtalaður sem höf- undur hins lokaða skála Íslands á Feneyjatvíæringnum. Þetta er aðeins í þriðja skiptið, á þeim fimmtán árum sem listinn hefur verið settur saman, sem galleristar eru efstir. Þá vekur athygli að á lista yfir þá tíu áhrifamestu í myndlistinni eru aðeins tveir listamenn, hinn kín- verski Ai Weiwei í öðru sæti og gjörn- ingalistakonan Marina Abramovic í því áttunda. Jeff Koons fellur úr sjö- unda sæti í það fjórtánda milli ára. Annað áhrifafólk meðal tíu efstu eru galleristinn David Zwirner, Hans Ulrich Obrist og Julia Peyton-Jones stjórnendur Serpentine Gallery, Sir Nicholas Serota stjórnandi Tate- safnsins, galleristinn Larry Ga- gosian, Glenn D. Lowry stjórnandi MoMA, Adam D Weinberg stjórandi Whitney-safnsins og sýningarstjór- inn Carolyn Christov-Bakargiev. Iwan Wirth stofnaði galleríið þegar hann var rúmlega tvítugur, ásamt safnaranum Ursula Hauser. Manuela dóttir hennar gerðist ritari hans og nokkrum árum síðar gengu þau í hjónaband. Fjölskyldan rekur einnig virt samtímalistasafn í Sviss. „Myndlistin er afar stór þáttur samtímamenningar og höfðar sterkt til fólks,“ sagði Iwan Wirth í samtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum ár- um, þar sem hann var við laxveiðar í Húnavatnssýslu. „Þetta er alheims- fyrirbæri og áhuginn mun bara aukast,“ bætti hann við. Wirth-hjónin áhrifa- mest í myndlistinni Morgunblaðið/Einar Falur Áhrifamestur Iwan With í norð- lensku sumri. Hann vinnur meðal annars með erfingjum Dieters Roth. Sýning á verkum danska grafík- listamannsins Jens Damkjær Niel- sen verður opnuð í sýningarsal fé- lagsins Íslensk grafík, sem er hafnarmegin í Hafnarhúsi, í dag kl. 17. Sýningin ber vinnuheitið Kortlagt landslag og er framhald fyrri sýningar sem bar heitið Landslag og var haldin í Norræna húsinu árið 2011. Fyrri sýningin vísaði í titli sínum til hrifningar Nielsens á norrænu landslagi, hrifningar sem í hans tilfelli fór fram úr öllum væntingum, þegar hann sá landslag Suðausturlands út um flugvélarglugga á leið sinni til Íslands árið 2011, eins og segir í tilkynningu. „Kortlagt landslag lýsir hvernig eyja, fljót eða landslag getur ann- ars vegar litið út, þegar maður sér það til dæmis á sjókorti – eða vega- korti, þar sem svörtu strikin á yfir- borðinu skapa þessa spennu milli strika og yfirborðs. Og hins vegar hvernig það lítur út í raun, þegar maður við nánari kynni sér hvern- ig landslagið hefur mótast af þeim kröftum sem liggja í náttúrunni,“ segir m.a. um sýninguna. Nielsen sýnir svart/hvítar dúkaþrykk- ingar, unnar með hefðbundnum og óhefðbundnum verkfærum, og langa dregla úr japönskum pappír með svart/hvítum teikningum. Kortlagt landslag í Íslenskri grafík Landslag Eitt af verkum grafíklista- mannsins Jens Damkjær Nielsen. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eins og í öðrum mínum verkum er ég að taka staði úr ytra rýminu og færi þá hingað í innra rýmið. Ég kalla þá fram, set í listaverk, og mér finnst mikilvægt að skoða þá hreyf- ingu meðvitað,“ segir Húbert Núi Jóhannesson myndlistarmaður þeg- ar blaðamaður truflar hann við frá- gang verkanna á sýningunni Mæli- punktar sem verður opnuð klukkan 17 í dag, föstudag, í Tveimur hröfn- um listhúsi á Baldursgötu 12. Húbert er að bera lit á álumgjörð- ina utan um málverkin sem eru á hliðarveggjum, á þessum listum eru gps-hnit, staðsetningin sem hann talar um. Málverkin eru í opnum kössum með handföngum á en í miðju rýminu eru tvö stærstu verkin og sýna dimman næturhimin og á honum lýsa misbjartar stjörnur. Húbert segir þessa tilfærslu raun- verulegra staða í listaverk miðlæga í sínum verkum, hann hafi gert mál- verk úr umhverfinu, af listaverkum og úr sýningarrýmum. „Það eru tvær gátur í þessu ferli. Annarsvegar er það minnið, það er óþekkt hvernig minnið virkar, og svo er það vitundin. Við vitum ekki held- ur hvernig hún er til komin og hvað hún er. Ég er að einum þriðja nátt- úrufræðingur og burðast með þá innstillingu,“ segir hann og brosir. Þessi kyrru og bláleitu málverk Húberts Nóa af stöðum í náttúru landsins eru mörgum kunn. „Ég gef upp nákvæma staðsetningu þeirra og mála þá mjög nákvæmt – eftir minni. Ég fer á staðinn og geri skissu, sem er einskonar skamm- tímaminni; ég er ekki með ljós- myndaminni en mjög öflugt tilfinn- ingaminni og nota það þegar ég mála verkin.“ Raunverulegt ljós „Þetta er umhverfi – stjörnurnar eru líka náttúran,“ segir hann þegar ég spyr um málverkin af himninum. „Forfeður okkar bjuggu sér til stað- setningarkerfi út frá stjörnunum. Ekki bara til veraldlegrar staðsetn- ingar heldur líka andlegrar. Þar er- um við komnir að sameiginlegu minni mannkyns, stjörnuhimninum. Hann er mönnum ennþá innblástur og í málverkunum leitast ég við að sýna hreyfanlega kyrrð. Í verkunum mínum stendur hreyfing fyrir hugs- un, kassarnir sem verkin eru í er hluti af því.“ Ég hef á orði að þetta sé frekar dimm sýning, myrk málverk í dökk- um kössum og stjörnubjartur næt- urhiminn. „Já, hún vísar nokkuð aftur í upp- runann. Í upphafi ferilsins var ég nokkuð dökkur,“ svarar Húbert. „Höfundarverk flestra er lárétt en mitt er lóðrétt! Ég hef málað stjörn- ur; svo nota ég gps-kerfið, sem eru gervitungl; ég hef gert verk úr loft- myndum af Reykjavík; þá eru allar þessar myndir af stöðum á yfirborði jarðar; þá eru það verk úr borholum, atburðir sem gerast tvo kílómetra undir yfirborði jarðar, og loks gerði ég skúlptúrinn „Þyngdarafl“ og hann nær alveg inn að miðju jarðar.“ Þegar spurt er um kyrran blá- mann í verkunum segist hann vera að mála það sem honum finnst vera raunverulegt ljós. „Þegar mér finnst að ég geti farið í myndirnar og dregið andann þá hætti ég, þá eru þær tilbúnar … En þetta snýst allt um minni og stað- setningu, hreyfingu og kyrrstöðu.“ Morgunblaðið/Einar Falur Staðsetningar „Þegar mér finnst að ég geti farið í myndirnar og dregið andann þá hætti ég, þá eru þær tilbúnar,“ segir Húbert Nói. Hann leggur hér lokahönd á umgjörð eins verksins á sýningunni sem verður opnuð í dag. Málar staðina mjög nákvæmt – eftir minni  Húbert Nói opnar sýningu í Tveimur hröfnum listhúsi Spectre, nýjasta kvikmyndin um njósnarann James Bond, var frumsýnd á Eng- landi í vikunni og hefur fengið afar góða gagnrýni í þarlendum fjöl- miðlum. The Guardian og The Telegraph gefa kvikmyndinni til að mynda fullt hús stjarna, fimm, og The Independant fjórar stjörnur af fimm. Sam Mendes snýr aftur til að leikstýra Bond, sem Daniel Craig leikur, og er vinna beggja lofuð. Rýnir The Telegraph hrífst af áhrifaríku sjálfstrausti sem ein- kenni vinnu leikstjórans og koll- eginn á The Guardian segir kvik- myndina gríðarlega spennandi og sannkallaða sjónræna veislu. Hann klykkir út með því að segja að vissulega sé sagan kjánaleg, „en gríðarlega skemmtileg“. Rýnar lofa nýju Bond-kvikmyndina Sperrtur Daniel Craig er Bond. Fristad Kansas Vinnufataverslunin Fákafeni 11 www. .is ÞÆGINDI OG GÆÐI Í FYRIRRÚMI VINNUSKYRTUR FRÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.