Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 35
tækja og í stjórn norrænu Cigré-
nefndarinnar.
Nýsköpun og rannsóknir eru
Guðmundi Inga hugleiknar og hefur
hann farið fyrir þeim málaflokki hjá
Landsneti í samvinnu við evrópsk
orkuflutningsfyrirtæki. Í samstarfi
Landsnets við háskólaumhverfið
hér hafa Íslendingar tekið þátt í
viðamiklum, evrópskum rannsókn-
arverkefnum á sviði raforkukerfa.
Guðmundur Ingi var ritari félags
verkfræðinema í HÍ á námsárunum,
sat í stjórnum knattspyrnudeilda
ÍR og Fjölnis, var formaður Skíða-
ráðs Reykjavíkur og sat í mann-
virkjanefnd Skíðasambands Íslands.
Ef Guðmundur Ingi er ekki að huga
að orkukerfum og orkuflutningum
eru það helst ferðalög, útivist og
íþróttir sem eiga hug hans allan:
„Mér hefur alltaf þótt mjög
heillandi að kynnast menningu ann-
arra og framandi þjóða. Það er
samt fátt sem toppar ferðalög um
Ísland og líklega endist mér ekki
ævin til að heimsækja alla þá
áhugaverðu staði sem landið okkar
hefur upp á að bjóða. Hjá okkur
hefur fjölskylduíþróttin verið skíða-
mennska en undanfarinn aldar-
fjórðung hafa flestar frístundir á
veturna verið á fjöllum, einkum
þegar börnin voru við æfingar eða
keppni.
Ég hef svo sjálfur stundað skokk
reglulega í áratugi og stundaði golf
á tímabili.“
Fjölskylda
Eiginkona Guðmundar Inga er
Sigrún Ólafsdóttir, f. 27.5. 1956,
ferðafræðingur hjá Icelandair. For-
eldrar hennar voru Ólafur Helga-
son, f. 7.10. 1925, d. 21.5. 1986, bif-
reiðarstjóri í Reykjavík, og Guðrún
Ólafsdóttir, f. 21.1. 1932, d. 26.7.
2012, móttökuritari í Reykjavík.
Börn Guðmundar Inga og Sig-
rúnar eru Ólafur Guðmundsson, f.
17.8. 1984, rafmagnsverkfræðingur í
Bandaríkjunum, en kona hans er
Vaka Kristín Sigurjónsdóttir, lækn-
ir í sérnámi í Bandaríkjunum; Mar-
grét Guðmundsdóttir, f. 3.5. 1990,
rekstrarverkfræðingur í Reykjavík,
en sambýlismaður hennar er Ás-
björn Hagalín Pétursson tölv-
unarverkfræðingur, og Ingi Steinn
Guðmundsson, f. 16.2. 1996, nemi
við Verslunarskóla Íslands.
Bróðir Guðmundar Inga er Þor-
steinn Skúli Ásmundsson, f. 5.5.
1949, framkvæmdastjóri Borg-
arleikhússins í Reykjavík.
Foreldrar Guðmundar Inga voru
Ásmundur Sigursteinn Þor-
steinsson, f. 29.6. 1916, d. 13.4. 1989,
vélstjóri í Reykjavík, og Margrét G.
Guðmundsdóttir, f. 31.8. 1923, d.
18.1. 1984, verslunarmaður í
Reykjavík. Þau slitu samvistum.
Sambýlismaður Margrétar var
Ingimar Guðmundsson, f. 7.2. 1913,
d. 20.5. 2001, kaupmaður í Reykja-
vík.
Úr frændgarði Guðmundar Inga Ásmundssonar
Guðmundur Ingi
Ásmundsson
Rannveig Gissurardóttir
húsfr. í Rvík
Tómas Pálsson Klog
sjóm. í Rvík
Ingunn Sigríður
Tómasdóttir Klog
húsfr. í Rvík
Guðmundur Halldór Þorláksson
byggingarm. og arkitekt í Rvík
Margrét Guðmunda
Guðmundsdóttir
verslunarm. í Rvík
Guðlaug
Halldórsdóttir
húsfr. í Rvík
Þorlákur Teitsson
skipstj. í Rvík
Þorsteinn S. Ásmundsson
framkvæmdastj.
Borgarleikhússins
Ásgeir Pétursson útgerðarm. og
síldarspekúlant á Norðurlandi
Árni Gunnar
Ragnarsson
þróunarstjóri
Óðinn Software
Halldóra
Hermannsd.
kaupkona í
Rvík
Þorvaldur Halldórsson
söngvari
Margeir
Pétursson
skákmeistari
og lögfr.
Guðný
Pálsdóttir
húsfr. í Vík í
Héðinsfirði
Sigurður
Pétursson
b. og skipstj. í
Vík í Héðinsfirði
Sigurlína Halldóra Sigurðardóttir
húsfr. á Siglufirði
Þorsteinn Pétursson
útgerðarm. og kaupm. á Siglufirði
Ásmundur Sigursteinn
Þorsteinsson
vélstj. í Rvík
Guðrún Sigríður
Guðmundsdóttir
húsfr. á Neðri-
Dálksstöðum
Pétur Pétursson
b. á Neðri-Dálksstöðum og síðar
í Miðvík í Grýtubakkahreppi
Anna Sigríður
Þorleifsd. form.
verkakvennafél.
Brynju á Siglufirði
Ragnar
Guðmundsson
forstj. Norðuráls
Tómas Þorvaldsson
lögmaður
Halldóra Sigurlína
Sigurðard. flugfreyja
Halldór Jón Þorleifsson
matsveinn
Örn Guðmunds-
son viðskiptafr.
og fjármálastj.
Mannvits
Halldóra Þorvalds-
dóttir frumugreinir hjá
Krabbameinsfélaginu
Ólafur Njáll Sigurðsson
framkvæmdastj. hjá Sjóvá
Valgerður
Kristjáns-
dóttir húsfr.
á Siglunesi
Guðmundur
Ragnarsson
viðskiptafr. og
framkvæmda-
stj. í Rvík
Ragnar Ragnars-
son offsetpr. í
Vestmannaeyjum
Ragnar Þ.
Guðmundss.
prentari og
forstj. í Rvík
Sigurður Viðars-
son forstj. TM
Þorvaldur
Ingvarsson
læknir og
framkvæmda-
stj. þróunar
hjá Össuri
Þorvaldur
Þorsteinsson
framkvæmda-
stj. Sölufél.
garðyrkju-
manna
Guðný
Þorsteinsd.
húsfr. í Rvík
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015
Magnús fæddist í Skarfanesiá Landi 9.10. 1902. For-eldrar hans voru Finnbogi
Höskuldsson, bóndi í Skarfanesi, og
Elísabet Þórðardóttir af Kópvatns-
ætt. Hún var dóttir Þórðar Guð-
mundssonar, bónda í Gröf, og Þóru
Jónsdóttur, systur Jóns í Laxárdal,
föður Ingimars, prests á Mosfelli, og
Elísabetar, móður séra Hannesar
Guðmundssonar í Fellsmúla.
Bróðir Magnúsar var séra Óskar
Finnbogason á Staðarhrauni og í
Bíldudal.
Eiginkona Magnúsar var Kristín
Elíníusardóttir, sem lést 1988 en þau
eignuðust eina dóttur, Hjördísi Mar-
gréti kennara.
Magnús lauk stúdentsprófi frá
MR 1926, lauk magistersprófi í ís-
lenskum fræðum frá HÍ 1932 og var
við fræðistörf í Uppsölum 1934.
Magnús var stundakennari og
kennari við ýmsa skóla í Reykjavík
1929-42, kenndi íslensku og latínu
við MR frá 1942 og var yfirkennari
við skólann frá 1955. Eftir að hann
hætti kennslu var hann bókavörður
við bókasafn MR, í Íþöku 1973-79.
Hann var auk þess prófdómari um
árabil í íslenskri málfræði við HÍ frá
1944 og hann sá um þáttinn Íslenskt
mál í Ríkisútvarpinu 1970.
Magnús var einn af stofnendum
Heimdallar og mikill íhaldsmaður,
sinnti félagsmálum kennara og sótti
heimsmót þeirra í Oxford 1953 og
Manilu 1956 sem fulltrúi mennta- og
barnaskólakennara. Hann samdi Ís-
lenska málfræði, ásamt Marteini
Magnússyni, sem kom út 1940 og
var lengi kennd, samdi ritgerðir og
greinar um ýmis efni í Skírni,
Menntamál og dagblöð og þýddi
Sögu Knúts Rasmussens eftir Kaj
Birket-Smith árið 1935. Þá bjó hann
til útgáfu Njálssögu 1944, Sturlunga
sögu I-II 1946, Eddu Snorra Sturlu-
sonar 1952, Hrafnkels sögu Freys-
goða 1953, Gunnlaugs sögu orms-
tungu 1954 og Laxdæla sögu, 1957.
Magnús var einn af þessum
traustu og eftirminnilegu íslensku-
kennurum sem þúsundir MR-inga
geyma í minningunni frá mennta-
skólaárunum.
Magnús lést 4.1. 1994.
Merkir Íslendingar
Magnús V. Finnbogason
95 ára
Trausti Símonarson
90 ára
Jón Ármann Jónsson
85 ára
Jóna Sigríður Tómasdóttir
Ólína Þuríður
Sigurgeirsdóttir
Þorleifur Hjaltason
Þórdís Kristinsdóttir
80 ára
Ingibergur Guðveigsson
75 ára
Guðný Kjartansdóttir
Þorleifur Markússon
70 ára
Baldur Kristjánsson
Björn Ástmundsson
Elínbjörg Stefánsdóttir
Hlynur Tryggvason
Jón Óli Jónsson
60 ára
Aðalsteinn Finsen
Ásgeir Ásgeirsson
Björn Almar Sigurjónsson
Elín Sigrún Guðmundsdóttir
Guðmundur Meyvantsson
Hjörtur Harðarson
Hrefna Magnúsdóttir
Ingveldur Bragadóttir
Jóhanna Elín Þórðardóttir
Jón Baldursson
Kjartan Halldór Ágústsson
Logi Snævar Hreiðarsson
Mekkín Bjarnadóttir
Ólafur Stígsson
Sólborg Friðbjörnsdóttir
Þórdís Ingibjörg
Þórðardóttir
50 ára
Anna Björk Haraldsdóttir
Ágústa Jóna Böðvarsdóttir
Benedikt Þór Axelsson
Birgir Ragnar Baldursson
Gavin Murray Lucas
Gísli Kristján Kjartansson
Hanna Gróa Hafsteinsdóttir
Kristín J. Geirmundsdóttir
Nikulás Bragason
Rebekka Cordova
Þollý Rósmundsdóttir
40 ára
Anna Júlíusdóttir
Bára Yngvadóttir
Jóna Sigurdís Svavarsdóttir
Kristín Fjóla F Birgisdóttir
Maron Kristófersson
Steinar Daði Haralds
Svava Herdís
Viggósdóttir
Þór Haraldsson
30 ára
Adam Borkowski
Andreea Georgiana Lucaci
Ari Hlynur Guðmundsson
Ásta Guðrún Óskarsdóttir
Ástríður Viðarsdóttir
Fannar Örn Hákonarson
Fríða Dís Vermundsdóttir
Guðmundur Sigurður
Rútsson
Hrönn Þorkelsdóttir
Jóhanna Sæunn
Ágústsdóttir
Kamil Awruk
Matthew Theodore Naiman
Rögnvaldur Guðmundsson
Sunneva Friðþjófsdóttir
Svandís Björk Eiðsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Stella býr á Ak-
ureyri, lauk BSc-prófi í
íþróttafræði við HR og er í
fæðingarorlofi.
Maki: Geir Sigurðsson, f.
1983, eigandi Rakara-
stofu Akureyrar.
Synir: Kristján Þór, f.
2008, og Tómas Uni, f.
2015.
Foreldrar: Anna Svava
Traustadóttir, f. 1965,
verslunarstjóri, og Karl
Hjartarson, f. 1965, kenn-
ari.
Stella Bryndís
Karlsdóttir
30 ára Sigurjón ólst upp
á Eyrarbakka en býr nú á
Selfossi, lauk stúdents-
prófi frá FSU og starfar
við Rúmfatalagerinn á
Selfossi.
Maki: Guðlaug Stella Haf-
steinsdóttir, f. 1994, förð-
unarfræðingur.
Foreldrar: Friðrik Sig-
urjónsson, f. 1958, fanga-
vörður við Litla-Hraun, og
Þuríður Widnes Gunn-
arsdóttir, f. 1960, hús-
freyja á Eyrarbakka.
Sigurjón Þ.W.
Friðriksson
30 ára Ólöf ólst upp í
Reykjavík, býr í Kópavogi,
er að ljúka prófi sem
sjúkraliði og starfar við
Borgarspítalann.
Unnusti: Ólafur Örn
Jónsson, f. 1981, starfs-
maður hjá Símanum.
Foreldrar: Smári Örn
Baldursson, f. 1961, og
Elfa Kristín Sigurðardóttir,
f. 1963. Stjúpmóðir: Elvör
Rós Sigurðardóttir. Stjúp-
faðir: Björgvin Krist-
jánsson.
Ólöf Tara
Smáradóttir
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383
Gjafir sem gleðja
Líttu við og
skoðaðu úrva
lið
Glæsilegir skartgripir á frábæru verði
Verð 45.400,-
Demantur 6p.
Verð 37.900,-
Demantur 2p.
Verð 69.000,-
Demantur 11p.Verð 47.000,- Verð 35.900,-
Verð 33.900,-