Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 3. O K T Ó B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  249. tölublað  103. árgangur  MATUR OG HUGGULEG- HEIT UM JÓL GEFA ÚT Á NETINU DVERGURINN ÓLÖF ESKIMÓI KVEIKJAN PLATAN KAFARAR FRÁ LOCKERBIE 41 LISTAKONUR 10JÓLAHLAÐBORÐ 16 SÍÐUR „Sænska þjóðin er í losti,“ sagði Karl 16. Gústaf Svíakonungur í yfir- lýsingu eftir árás 21 árs gamals manns í skóla í bænum Trollhättan í gærmorgun. Árásin vekur mikinn óhug meðal Svía, enda er þetta fyrsta mannskæða árásin í sænskum skóla frá 1961. „Þetta var ekki aðeins árás á skólann, heldur alla Svíþjóð,“ hafði fréttastofan TT eftir Gustaf Fridolin, menntamálaráðherra landsins. Kennari lét lífið í árásinni og 11 ára piltur og árásarmaðurinn létust síðar af sárum sínum á sjúkrahúsi. Annar kennari og 15 ára nemandi voru í lífshættu í gærkvöldi. Fregnir hermdu að fyrir árásina hefði árásarmaðurinn sett mynd- skeið á YouTube þar sem hann hefði lofsamað Adolf Hitler og þýska nas- ista en gagnrýnt íslam og innflytj- endur í Svíþjóð. Maðurinn var svart- klæddur, með grímu sem minnti á Svarthöfða í Stjörnustríðsmyndun- um. „Við héldum að þetta væri hrekkjavökugrín,“ sagði stúlka sem sá árásarmanninn í skólanum. »19 „Sænska þjóðin í losti“  Árás í skóla vekur mikinn óhug meðal Svía  Þrír létu lífið AFP Svíþjóð Sænski fáninn í hálfa stöng við ráðhúsið í Trollhättan í gær.  Landsfundur Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs verð- ur haldinn um helgina og settur í dag. Ekki er búist við framboði gegn sitjandi formanni flokksins en í ljós á þó enn eftir að koma hvort Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður Vinstri grænna, gefi kost á sér til embættis varafor- manns. Mjög hefur verið þrýst á Daní- el Hauk að gefa kost á sér til embættisins. „Þetta sýnir, að ég held, fyrst og fremst hversu mik- ið líf og gróska er í hreyfing- unni,“ segir Daníel Haukur, en frestur til framboðs rennur út í kvöld. » 16 Mögulegt framboð til varaformanns VG Guðni Th. Jóhannesson, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands og formaður stjórnarnefndar Þjóð- skjalasafns Íslands, segir það alvar- legt mál ef rafænum gögnum emb- ættismanna er eytt. „Þetta er ljótt ef satt reynist. Lögfróðari menn en ég myndu taka undir að þetta væri lögbrot. Svo er það skyldan gagnvart þeim sem á eftir okkur koma. Það hvílir sú skylda á fólki að halda til haga heimildum. Það má ekki eyða op- inberum gögnum af þessu tagi,“ segir Guðni. Tilefnið er umfjöllun Morgun- blaðsins um eyðingu allra tölvu- pósta 11 fyrrverandi starfsmanna viðskiptaráðuneytisins, að beiðni efnahags- og viðskiptaráðuneyt- isins. Engin afrit eru til af póst- unum. „Ef þetta hefur verið venjan vona ég að menn hætti því hið snarasta að eyða tölvupóstum og öðrum raf- rænum gögnum,“ segir Guðni. Hann telur það munu torvelda uppgjör sagnfræðinga í framtíðinni á árunum eftir hrunið ef ráðuneytin láta eyða tölvupóstum. »4 Alvarlegt mál að gögnum sé eytt Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Kjaraviðræður SFR, Sjúkraliða- félags Íslands og Landssambands lögreglumanna annars vegar og ríkisins hins vegar eru langt á veg komnar og hefur samkomulag náðst um grundvallaratriðin. Að sögn Árna Stefáns Jónsson- ar, formanns SFR, hafa samninga- nefndirnar sammælst um kostn- aðarramma nýs kjarasamnings og viðræðurnar snúist nú um að fylla inn í hann. Samninganefnd ríkisins hefur verið svifasein síðustu daga, en dráttur hefur verið á svörum hennar við hugmyndum hinum megin borðsins. Nokkurrar óþol- inmæði hefur því gætt innan raða samflotsins vegna seinna svara, en að sögn Árna hefur hægagangi verið misvel tekið, menn séu mis- þolinmóðir. Þrátt fyrir að sam- komulag sé um grundvallaratriðin gætir enn efnislegs ágreinings meðal samningsaðilanna um sér- málin. Treystir Árni sér því ekki til að fullyrða hvenær kjaravið- ræðum ljúki og skrifað verði undir samning. Fundað var fram eftir kvöldi í gær og halda á áfram í dag. Kjaraviðræður langt komnar  Samkomulag um kostnaðarramma samnings  Tekist er á um sérmálin Rofar til í viðræðunum » Samkomulag er um kostn- aðarramma kjarasamninga BSRB-félaganna. » Enn er eftir að semja um sérmál félaganna og verður því fundað áfram næstu daga. MMenn misþolinmóðir »2 Grunur leikur á að manndráp hafi verið framið í búsetukjarna fyrir geðfatlaða við Miklubraut í Reykja- vík í gærkvöldi. Samkvæmt fyrstu fregnum var um að ræða áflog á milli íbúa í hús- inu en Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti í samtali við Morgunblaðið á tólfta tímanum í gærkvöldi að mað- ur hefði látist og að annar maður hefði verið handtekinn, grunaður um verknaðinn. Mikill viðbúnaður var á vettvangi. Þrjár sjúkrabifreiðar voru kallaðar til auk fjölda lögreglubifreiða, sam- kvæmt upplýsingum frá slökkvilið- inu á höfuðborgarsvæðinu. Frekari upplýsingar lágu ekki fyrir þegar Morgunblaðið fór í prentun á miðnætti og voru rann- sóknarlögreglumenn enn á vettvangi og búnir að girða hann af. Mann- dráp við Miklu- braut  Einn grunaður um verknaðinn Morgunblaðið/Júlíus Miklabraut Lögreglan handtekur manninn við Miklubraut í gærkvöldi, grunaðan um manndráp eftir áflog í húsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.