Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015 Framboð til mál- efnanefnda Sjálfstæð- isflokksins hafa verið kynnt og þörf er á öfl- ugu fólki til starfa. Af þeim rúmlega hundrað frambjóðendum sem hafa boðið fram krafta sína til starfa fyrir flokkinn er hver öðr- um hæfari, svo vanda þarf valið. Þeir sem kjörnir verða til setu í nefndunum munu ekki aðeins leiða málefna- starf Sjálfstæðisflokksins fram að næsta Landsfundi, heldur einnig halda uppi starfi og stefnu flokks- ins til mun lengri tíma en eins kjörtímabils. Þú getur haft áhrif á framtíð flokksins með þínu at- kvæði. Það sem gladdi mig mest við yfirlestur frambjóðendalistans var fjöldi og frambærileiki þess unga fólks sem býður fram krafta sína. Þetta unga fólk vill vera hluti af því að marka framtíðarstefnu Sjálfstæðisflokksins, betra flokkinn og bæta. Með fullri virðingu fyrir öllum þeim öflugu frambjóðendum sem eru á öllum aldri er ég þeirrar trúar að það unga fólk sem vill efla Sjálfstæðisflokk- inn með hægriþenkj- andi hugviti sínu eigi tilkall til þess að þú íhugir að haka við nafn þess. Treystum ungu fólki ekki ein- ungis fyrir frelsi, heldur einnig ábyrgð. Ég skora á þig að hugsa til framtíðar, sá fræjunum sem þarf og kjósa að minnsta kosti einn ungan sjálfstæð- ismann eða -konu í hverja nefnd. Það er atkvæði fyrir unga mann- eskju, öfluga nefnd, og flokk sem horfir til framtíðar. Framtíð flokks- ins felst í ungu fólki. Að sá fræjunum: Bréf til landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins Eftir Arnór Braga Elvarsson Arnór Bragi Elvarsson »Hugvekja til lands- fundarfulltrúa að kjósa ungt fólk til áhrifa í málefnanefndir flokks- ins. Höfundur er fyrrverandi stjórn- armaður í Heimdalli. Í 249. gr. almennra hegningarlaga er kveðið á um að svo- nefnd umboðssvik skuli vera refsiverð. Þetta ákvæði er í þeim kafla laganna sem fjallar um auðg- unarbrot. Fyrir þau skal því aðeins refsa að þau hafi verið fram- in í auðgunarskyni (243. gr. laganna). Greinin um umboðssvikin hljóðar svo: „Ef maður sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi.“ Af lagaákvæðinu er ljóst að skil- yrði þess að sakaður maður verði talinn hafa framið umboðssvik eru að hann hafi misnotað aðstöðu sína í auðgunarskyni á kostnað þess sem hann hefur haft umboð fyrir. Ekki skiptir máli hvort hann hefur ætlað að auðgast sjálfur eða búa svo um hnúta að annar maður (eða lögaðili) auðgaðist. Umboðssvik? Fimmtudaginn 8. október sl. var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli ákæruvaldsins gegn þremur fyrrverandi starfsmönnum Lands- banka Íslands hf. (LÍ), þar á meðal Sigurjóni Árnasyni fyrrverandi bankastjóra og Elínu Sigfúsdóttur framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Þessum ákærðu var gefið að sök að hafa framið umboðssvik með sölu á hlutabréfum í LÍ „með því að hafa 30. september 2008 í störfum sínum fyrir bankann mis- notað aðstöðu sína og stefnt fé hans í verulega hættu“. Var háttsemi ákærðu nánar lýst svo að þau hefðu farið „út fyrir heimildir til lánveit- inga er þau í sameiningu veittu Imon ehf. … 5.163.000.000 króna lán til að fjármagna að fullu kaup félagsins á 250.000.000 hluta í Landsbankanum, án fullnægjandi trygginga fyrir endurgreiðslu lánsins, þar sem ekki voru fyrir hendi aðrar tryggingar en veð í hinum keyptu hluta- bréfum og allsherj- arveð í stofnfjár- hlutum félagsins í Byr sparisjóði“. Með dómi Hæstaréttar voru hin ákærðu dæmd til fang- elsisvistar fyrir umboðssvik, það er að segja fyrir að hafa brotið gegn fyrrgreindu ákvæði almennra hegn- ingarlaga. Hlaut bankastjórinn fyrrverandi þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir tiltækið. Enginn skaði Bankinn var að selja hlutabréf sem hann átti sjálfur. Fyrir lá í málinu að lánsféð fór aldrei út úr bankanum, því bankinn tók það sjálfur til greiðslu á hlutabréfunum sem viðsemjandinn var að kaupa. Hlutabréfin urðu kaupandanum heldur ekki frjáls til ráðstöfunar, þar sem bankinn hélt þeim til tryggingar fyrir endurgreiðslu láns- ins. Nokkrum dögum síðar féll bankinn og hin seldu hlutabréf urðu verðlaus. Áfram átti bankinn samt kröfuna um greiðslu kaupverðsins á hendur kaupandanum. Slitastjórnin fer með þá kröfu og mun ekki liggja skýrt fyrir hvort eitthvað hafi fengist greitt upp í hana. Nið- urstaðan af þessu varð sú að bank- inn beið engan skaða af þessum við- skiptum. Þvert á móti varð hann, ef eitthvað var, betur settur en fyrr, þar sem hann átti áfram kröfuna um greiðslu andvirðis hlutabréf- anna. Í forsendum Hæstaréttar var tekið fram, að hinir ákærðu hefðu við þessa lánveitingu farið að öllu leyti eftir skriflegum reglum bank- ans um það efni. Jafnframt var auð- vitað ljóst að þeir höfðu ekki í hyggju að láta nokkurn mann auðg- ast á kostnað bankans, hvorki sjálf sig né viðsemjandann. Það eru reyndar einhvers konar hugarórar að ímynda sér að slíkt hafi vakað fyrir þeim. Augljóst var í málinu að viðskiptin höfðu af þeirra hálfu ver- ið gerð í þágu bankans. Engin að- staða hafði verið misnotuð, engum hagsmunum var fórnað og enginn auðgunartilgangur fólst í viðskipt- unum. Tapsáhætta? Í fyrri dómum hefur Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að svo- nefnd „tapsáhætta“ geti jafngilt auðgunarásetningi. Hugsunin á bak við þá ályktun er þá væntanlega sú að eftir afhendingu fjárverðmæta til annars manns, án viðhlítandi trygginga fyrir greiðslu andvirðis þeirra, hafi ætlaður brotamaður vísvitandi skapað hættu á fjártjóni umbjóðanda síns, ef hætta er talin á að sá sem við verðmætunum tók muni ekki greiða andvirðið. Í því tilviki sem hér um ræðir hafði við- semjandinn keypt hlutabréf sem bankinn hafði sjálfur átt og voru í vörslu hans. Við söluna fékk bank- inn veðrétt í bréfunum (handveð) til tryggingar fyrir endurgreiðslu (bankinn hafði reyndar einnig tryggingarrétt í öðrum verðmæt- um). Bankinn veitti sem sagt lán, lánsféð fór aldrei úr bankanum og bankinn hafði handveð í hinum seldu bréfum, sem hann aldrei lét af hendi. Hver var tapsáhættan? Þegar þessi atvik eru metin sést að verðið á bréfunum í þessum við- skiptum skipti engu máli. Bréfin voru sjálf til tryggingar láninu sem veitt var, hvort sem verðið var ákveðið hærra en efni stóðu til eða ekki. Viðsemjandinn gat ekki ráð- stafað bréfunum, sem hann hafði keypt, vegna þess að þau voru í vörslum bankans til tryggingar endurgreiðslu lánsins. Það var í reynd engin raunveruleg hætta á að bankinn tapaði lánsfénu. Engin skilyrði voru uppfyllt fyrir því að telja að hér hefði umboðssvikabrot verið framið. Ákærðu höfðu farið eftir þeim reglum um lánveitinguna sem giltu á vettvangi bankans og enginn ásetningur um að hafa fé af bankanum var til staðar. Það átti því einfaldlega að sýkna þau af þessari ákæru. Hvers vegna? Hvernig stendur á því að Hæsti- réttur Íslands kveður upp svona dóm? Ég kann ekki svarið við þeirri spurningu. Ég trúi því ekki að dóm- ararnir séu að taka þátt í einhvers konar löglausri herferð gegn þeim sem stjórnuðu íslensku bönkunum fyrir „hrunið“ haustið 2008. Er skýringar ef til vill að leita í því íra- fári sem málaálagið hefur skapað í réttinum og ég hef lýst í fyrri skrif- um mínum? Dómararnir gefi sér ekki tíma til að öðlast skilning á lagareglum og atburðarás sem fyrir þá er lögð? Í viðbót við framangreinda ann- marka á sakfellingu í þessum dómi ættu menn einnig að hafa hugfast að við búum við reglu sem segir að vafa um sök skuli meta sakborningi í hag. Henni var svo sannarlega ekki beitt í þessu máli. Þessi dómur er að mínum dómi ekkert minna en meiriháttar áfall fyrir alla sem vilja að meginreglum réttarríkisins sé beitt í íslenskri dómsýslu. Meiriháttar áfall fyrir réttarríkið Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Jafnframt var auð- vitað ljóst að þeir höfðu ekki í hyggju að láta nokkurn mann auðgast á kostnað bank- ans, hvorki sjálf sig né viðsemjandann. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögfræðingur. Afhelgun og eyði- legging mikilvægra menningarminja og þjóðlífsþátta virðist vera í tízku. Isis-liðar eyðileggja friðuð mannvirki fornmenn- ingar, þ. á m. kirkjur. ESB vill afhelgun ýmissa þjóðréttinda. Leikhús ætlar að af- helga eitt virtasta og vinsælasta bókmenntaverk Íslend- inga. Virkjanafrömuðir vilja af- helga miðhálendið, þar skal ekki finnast sjóndeildarhringur án virkjanaframkvæmda. Þjóðrétt- indi, veiðar Íslendinga á Íslands- miðum, vilja ESB-aðildarforingjar afnema og afhenda ESB hlutdeild í þeim veiðum. Foringjarnir vilja afhelga baráttuna fyrir fullveldinu og afhelga stjórnarskrána. Full- veldi verði afsalað í hendur ESB- Brussel valdsmanna. Afsal full- veldis er og skerðing kosninga- réttar, kemur á óvart ef konur almennt eru fylgjandi slíkri skerð- ingu mannréttinda, þegar minnst er 100 ára kosningaréttar kvenna og fyrstu alþingiskonunnar. Væri Ísland ESB-land, mundu íslenskir kjósendur ekki greiða atkvæði um samninga eða aðrar ákvarðanir ESB sem vörðuðu íslenska hags- muni. Þjóðarsamþykkt Icesave-laga hefði orðið ESB-aðildarforingjum drjúgur áfangi að því óheillaverki að afhenda ESB lagasetningarvald og auðlindaforræði sem stjórnar- skráin varðveitir og Alþingi á að vernda og verja. Allar frásagnir fv. utanríkisráðherra af svoköll- uðum ESB-aðildarsamninga- viðræðufundum og afrekum hinnar harðsnúnu íslensku samn- ingasveitar, minna á það sem sagt er í fornri bók, um sannorðan stórtíðindasögumann. Ef ESB-agentum og Icesave- jámönnum hefði tekist að festa þjóðina í þeim bragða- og blekk- ingavef sem þeir spunnu um Ice- save-samninga og lagasetningu um að þjóðin bæri ábyrgð á fjárglæ- frum starfsmanna einkabanka, hefði þjóðin til langrar framtíðar orðið sem „þröstur í arnarklóm“. ESB-aðildarþráhyggjumenn, sem vilja ólmir bjarga þjóðinni úr hinni „ógnarlegu fullveldisgildru“, hefðu færst nær sínum myrku mark- miðum. Fórna fullveldi fyrir fé. Forseti Íslands gerði sér grein fyrir mikilvægi þjóðaratkvæða- greiðslu um Icesave-lögin. Meiri- hluti kjósenda kom í veg fyrir þ. 6. mars 2010 og aftur 9. apríl 2011 að skuldaánauðarsamingar póli- tískrar lítilmennsku yrðu að ís- lenskum lögum. Hefði orðið al- þingismönnum til sóma að virða niðurstöðu kosninganna 6. mars, láta ógert að gera aðra tilraun. Enn hefur meirihluti Alþingis ekki komið sér að því þjóð- þrifaverki, að ógilda illa fengna þingsályktun um ESB-aðild- arumsókn. Ráða óheilindi eða hug- leysi aðgerðaleysinu? Eða hefur forgang að blása lífi í Rússagrýlu? Meirihluti kjósenda er á móti til- lögum um stjórnarskrárheimild, fyrir fullveldisafsali (framsali vald- heimilda) í þágu ESB-aðild- arsamnings, þó að reynt sé að fegra þær lævíslegu tillögur með orðunum „í þágu friðar og alþjóða- samvinnu“. Hvaða alþjóðasamn- ingar aðrir krefjast afsals full- veldis? Hefur afsal fullveldis verið stefna Sjálfstæðisflokksins? Er ekki illa komið fyrir Sjálfstæð- isflokknum ef lands- fundur, stefnumót- unarþing flokksins, samþykkir stjórn- arskrárviðauka um fullveldisafsal fyrir ESB-aðildarsamning? Mundi aldeilis kæta fullveldisprangara. Gæti aðgæsluleysi við stjórnar- skrárbreytingar hrak- ið burt tryggustu fé- laga og kjósendur flokksins? Skv. 2. málsgr. 113. gr. til- lögubálks ráðsins geta þingmenn ákveðið að fella niður þjóð- aratkvæðagreiðslu um allar breytingar á greinum bálksins og ógildingu, geta þannig komið fram heimild um afsal fullveldis, svipt forseta og kjósendur að- komu að stjórnarskrárbreyt- ingum. Væri þingmönnum treyst- andi fyrir þvílíku valdi, ofræði, ístöðulítilla, taumlyndra þing- manna, miðað við hegðun þeirra og meðhöndlun ESB- og Icesave- mála? Greinin er og í andstöðu við kröfuna um aukið beint lýð- ræði, m.a. með þjóðaratkvæða- greiðslum. Það er mikill meiningarmunur á umræðu um „nýja stjórnarskrá“ og umræðu um endurskoðun stjórnarskrárinnar, viðaukum eða breytingum á einstökum greinum hennar. Stjórnaskráin veitir nægar heimildir fyrir samningum Ís- lands við önnur ríki, þó ekki sé í henni að finna heimildir fyrir samningum um afsal fullveldis. Heimildir stjórnarskrárinnar duga vel fyrir alla skynsamlega samninga við ESB. Viðskiptasam- ingar milli Bandaríkjanna og ESB eru í höfn. Ólíklegt að þing- menn legðu fram á þjóðþinginu, frumvarp um stjórnarskrárvið- auka, um heimild fyrir fullveld- isafsali vegna þeirra samninga. Á þjóðþingi Bandaríkjanna er traust og örugg varðstaða um frelsi og fullveldi. Vonandi er hægt að segja það sama „núna“, um þjóð- þing Íslands. Þingsetningarræða forsetans var þörf hugvekja um mikilvægi fullveldisins. Nokkuð víst að meirihluti kjósenda er sammála forseta. Mundu líklegast greiða honum atkvæði í kosningunum 2016. Á því kjörtímabili er ald- arafmæli fullveldis Íslands. Góðir landsmenn, látum þing- mönnum aldrei takast að afnema 26. gr. stjórnarskrárinnar, synj- unarrétt forseta og afleiddar þjóðaratkvæðagreiðslur. Brennu-Njáls saga stenst öll af- helgunaráhlaup. Það mun fullveldi Íslands og gera. Íslenskir kjós- endur gera sér fulla grein fyrir því að óskorað fullveldi í öllum samskiptum og samningum við aðrar þjóðir tryggir best hags- muni og öryggi lands og þjóðar. Fullveldið, óskert og ósvikið, er kjölfesta lýðveldisins Íslands. Afhelgunartízka Eftir Hafstein Hjaltason Hafsteinn Hjaltason » Látum þingmönnum aldrei takast að af- nema 26. gr. stjórn- arskrárinnar, synj- unarrétt forseta og afleiddar þjóðarat- kvæðagreiðslur. Höfundur er vélfræðingur og fullveldis- og náttúruvinur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.