Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015 Eva Björk Ægisdóttir, ljósmyndari Morgunblaðsins, var á leið upp Reykjanesbraut í fyrradag eftir að hafa myndað naut og kvígur í girð- ingu skammt frá, þegar hún tók eftir nauti utan girðingar. „Mér brá mikið enda á maður síst von á því að mæta nauti við fjölfarnasta veginn á Reykjanesi,“ segir Eva. Eva segir að fyrstu viðbrögð hafi verið að hringja í lögregluna. „Ef þetta hefði verið kvíga hefði ég reynt að reka hana aftur inn í girðinguna en þar sem þetta var naut tók ég enga áhættu, því maður veit aldrei hverju naut taka upp á,“ segir hún. Skömmu síðar hafi maður komið frá byggðinni og hann hafi greinilega kunnað vel til verka. „Hann var með nagla í dós, hristi dósina, gekk á undan nautinu inn í girðinguna, þar sem fleiri gripir voru, og nautið elti. Skömmu síðar kom eigandinn og fór vel á með honum og nautinu.“ Eva segir að vissulega hefði getað farið illa ef nautið hefði farið út á þjóðveginn en það hafi verið hið ljúf- asta. „Það hlýddi manninum eins og vel þjálfaður hundur, en stundum virðist grasið vera grænna hinu- megin við lækinn og þessu nauti þótti greinilega gaman að krafsa í grasið hinumegin við girðinguna.“ Grasið grænna hinumegin girðingar Morgunblaðið/Eva Björk Í alfaraleið Nautið Skuggi var á beit nokkra metra frá Reykjanesbraut, þar sem bílar brunuðu í báðar áttir. Hlýðni Karl Herbertsson var ekki lengi að koma nautinu aftur á sinn stað. Fagnaðarfundur Freyr Karlsson, eigandi nautsins, gefur því brauðbita. Davíð Þór Magnússon, verkfræðingur hjá Alcoa Fjarðaáli Ég nýt lífsins til fulls jafnt í leik og starfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.