Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015 „Við reynum að svara eftir bestu getu og okkur ber ávallt skylda til að svara,“ segir El- liði Vignisson, bæjarstjóri Vest- mannaeyja, um þá stöðu sem komin er upp hjá stjórn- völdum þar í bæ, að mikill fjöldi beiðna um aðgengi að fyrirliggjandi gögnum um mál streymir inn frá ein- um bæjarbúa, en hann hefur sent um 126 erindi það sem af er ári. Íbúinn kærir svo gjarnan alla úrskurði til úr- skurðarnefndar um upplýsingamál, sem nýlega úrskurðaði í sex kærum á hendur Vestmannaeyjabæ. Bærinn íhugar að ræða við þing- heim um mögulegar lagabreytingar á upplýsingalögum til að hægt verði að hafna ómálefnalegum erindum og þeim sem send eru í svo miklum mæli. „Engum er greiði gerður með því að stífla stjórnsýsluna.“ Oddur Þorri Viðarsson, ritari úr- skurðarnefndar um upplýsingamál, segir að lögin kveði á um að stjórn- völd hafi heimild til að hafna meðferð erindis ef meðferð þess sé tímafrek og það gæti einnig átt við varðandi fjölda erinda frá einum aðila. „Mál þar sem stjórnvöld hafna erindi á þessum grundvelli hafa ekki enn bor- ist nefndinni.“ laufey@mbl.is Stjórn- sýslan stífluð  Bæjarbúi leitar ítrekað upplýsinga Elliði Vignisson Sigrún Magnús- dóttir, settur for- sætisráðherra í málinu, hefur fall- ist á tillögu Minja- stofnunar Íslands frá 24. september sl. um að friðlýsa í heild sinni hafn- argarð sem þver- ar lóðina Aust- urbakka 2 í Reykjavík. Forsætisráðuneytið mun á næstunni kalla saman hagsmuna- aðila málsins til að kanna hvort ásættanleg lausn finnst í málinu. Á umræddri lóð eru tvennar minj- ar; annars vegar svokallað bólverk í suðausturenda lóðarinnar hlaðið ár- ið 1876 og hins vegar umræddur hafnargarður hlaðinn árið 1913. Hvorar tveggja minjarnar eru eldri en 100 ára og eru því friðaðar sam- kvæmt lögum. Fallist á tillögu um friðun hafnargarðsins Sigrún Magnúsdóttir Glæný bók með gamansögum úr Kópavogi! Hér stíga fjölmargir Kópa- vogsbúar fram í sviðsljósið og segja sögur af sér og öðrum. Að sjálfsögðu fylgir smellinn kveðskapur með! Útgáfuteiti í Bókasafni Kópavogs, Hamraborg 6a, föstudaginn 23. okt. klukkan 16–17. Kaffi og kleinur. Allir velkomnir! www.holabok.is Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þjóðskjalavörður telur vísbendingar um að reglur um skilaskyldu á opin- berum gögnum hafi verið brotnar á síðustu árum. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu fékk Rekstrar- félag Stjórnar- ráðsins beiðni frá efnahags- og við- skiptaráðuneyt- inu um eyðingu pósthólfa 11 fyrr- verandi starfs- manna, þ.m.t. hjá Jónínu S. Lárusdóttur, fv. ráðu- neytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu. Guðmundur H. Kjærnested, fram- kvæmdastjóri rekstrarfélagsins, staðfesti í tölvupósti til blaðsins að hvorki upprunalegu pósthólfin né afrit þeirra eru til. Jónína var ráðu- neytisstjóri árin 2007-2009. Fram kom að tölvupóstum Jónínu hefði verið eytt þegar sérstakur sak- sóknari kannaði hvort lögáskilið samþykki ráðherra væri fyrir gjald- eyrisreglum Seðlabankans. Guðmundur svaraði ekki fyrir- spurn blaðsins í gær um hvort það eigi almennt við öll ráðuneyti að afrit séu tekin af tölvupósthólfum, sam- kvæmt afritunaráætlun Stjórnar- ráðsins, og varðveitt í 9 mánuði eftir starfslok, áður en þeim er eytt. Eiríkur G. Guðmundsson, þjóð- skjalavörður, segir Stjórnarráðið heyra undir ný lög um opinber skjalasöfn frá árinu 2014, sem tóku við af eldri lögum um þjóðskjalasafn. Að sögn Eiríks var ekki kveðið á um viðurlög í gömlu lögunum, ef skilaskylda á gögnum var ekki virt. Í nýju lögunum sé hins vegar kveðið á um viðurlög og refsingar og varða brotin sektum og fangelsi allt að þremur árum. Vísbendingar um brot „Vísbendingar um brot á lögun- um hafa komið fram. Slík mál verða athuguð,“ segir Eiríkur, sem kveðst aðspurður líta svo á að hver sem er geti kært meint brot á lögunum. Þó megi gera ráð fyrir því að það verði oftast opinbert skjalasafn, Þjóð- skjalasafn eða héraðsskjalasafn. „Öll stjórnsýslan notar meira og minna rafræn skjöl og þyrftu því all- ir opinberir aðilar að hafa rafrænt skjalastjórnarkerfi, en á því er mis- brestur. Skjalastjórnarkerfi þarf að fá samþykkt hjá Þjóðskjalasafni. Slíkri beiðni fylgja margvíslegar lýs- ingar á skipulagi kerfisins og hvern- ig unnið skuli með það. Stjórnvöld þurfa að sækja um heimild til að eyða gögnum, ef ekki liggur fyrir regla eða önnur heimild sem leyfir eyðingu gagna. Af því að lögin eru nýtilkomin eig- um við eftir að setja talsvert af reglum um skjalavörslu. Með nýju lögunum frá 2014 kemur fyrst al- mennilega fram að hlutverk okkar sé að setja reglur um rafræna skjala- stjórn og skjalavörslu. Síðan eigum við að setja reglur um eyðingu gagna. Þeirri vinnu er ekki lokið. Fyrir nokkrum árum voru settar reglur á sveitarstjórnarstiginu og er í undirbúningi að setja sambæri- legar reglur hjá ríkinu.“ Þurfa leyfi til að eyða gögnum „Segja má að nú sé millibils- ástand meðan unnið er að innleið- ingu nýju laganna. Þau eru talsvert ýtarlegri og öflugri en áður var. Meginreglan er sú að ekki megi eyða gögnum nema fyrir hendi sé leyfi frá Þjóðskjalasafni, eða að til séu reglur sem Þjóðskjalasafnið hefur gefið út og ráðuneytið sam- þykkt.“ Þjóðskjalasafnið heyrir undir mennta- og menningarmálaráðu- neytið. Ekki náðist í Illuga Gunnars- son, mennta- og menningarmálaráð- herra, vegna málsins. Athugar hvort ráðuneyti hafi ekki virt skilaskyldu  Þjóðskjalavörður segir vísbendingar um brot á reglum um gagnaskil í athugun Eiríkur G. Guðmundsson Fái rafræn gögn » Árið 2009 er sett í lög um Þjóðskjalasafn að það sé m.a. hlutverk þess að taka við raf- rænum gögnum. » Áður var miðað við skil gagna, pappírsgagna, þegar þau voru 30 ára. » Árið 2009 kom inn reglan um 5 ár fyrir rafræn gögn. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf. og ÞG verktakar ehf. undirrituðu í gær samning um byggingu 74 íbúða fyrir 60 ára og eldri á lóðunum Suður- landsbraut 68-70, austan megin við hjúkrunarheimilið Mörk. Verkefni upp á tvo milljarða Að sögn Gísla Páls Pálssonar, forstjóra Markar, er samningurinn upp á rúma tvo milljarða króna og er búist við því að byggingu verði lokið í byrjun árs 2018. Í fréttatilkynningu frá Mörk segir að ákveðið hafi verið að velja verktaka og semja beint við hann um verkið og mun hann skila af sér full- kláruðu verki. Þá verða Gláma Kím arkitektar hönnuðir að íbúðunum og deiliskipulagsbreyting á ofan- greindum lóðum er í ferli í borgar- kerfinu. Íbúðirnar eru frá 72 fermetrum upp í 100 fermetra. Langflestar eru við minni stærðarmörkin enda hefur eftirspurn eftir slíkum íbúðum verið mest hjá Grund-Mörkinni. „Með þessum byggingum erum við að bregðast við mikilli eftirspurn eftir minni íbúðunum, enda eru rúmlega 120 manns á biðlista eftir slíkum íbúðum,“ segir í tilkynningu. Júlíus G. Rafnsson og Gísli Páll Pálsson undirrituðu samninginn fyr- ir hönd Markar en Þorvaldur Giss- urarson fyrir hönd ÞG-verktaka. 74 íbúðir rísa í Mörkinni Ljósmynd/Mörk Samið Júlíus G. Rafnsson, Þorvaldur Gissurarson og Gísli Páll Pálsson.  Íbúðir fyrir 60 ára og eldri Mikið var að gera á Hjólbarðaverk- stæði Sigurjóns í Hátúni í gær og mynduðust langar biðraðir þegar mest var. Margir eru orðnir meðvit- aðir um það, af biturri reynslu, að kulda fylgi gjarnan hálka og betra er að skarta djúpum rákum eða nöglum á hjólbörðunum þegar undirlagið er svikult. Á morgun, fyrsta vetrardag, er búist við frosti víða um land og því ekki seinna vænna að undirbúa fararskjótana. Morgunblaðið/Árni Sæberg Barðarnir gerðir klárir fyrir veturinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi mann sem grunaður er um að hafa átt aðild að ráni í skartgripaversluninni Gull- smiðjunni í Hafnarfirði í gær. Við handtökuna skaut hinn grunaði úr loftbyssu í átt að lögreglu, en að að- gerðum komu lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu, sérsveit ríkislög- reglustjóra og lögreglan á Suðurnesjum. Hinn grunaði var í kjölfarið fluttur til Reykjavíkur. Annar ræningi ófundinn Annars manns var enn leitað í gærkvöldi vegna ránsins, en ræn- ingjarnir tveir brutust inn í versl- unina, ógnuðu starfsmanni með bar- eflum og brutu upp hirslur í versluninni. Starfsmann verslunar- innar sakaði ekki. Þeir sem búa yfir upplýsingum um málið eru beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Skaut í átt að lögreglu við eftirför  Rán í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.