Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015 Síðumúla 13 | 108 Reykjavík | Sími 571-3566 Opið: Þri. - föst. 10-18 laugardaga 11-16 facebook.com/biumbiumstore Instagram: @biumbiumstore Vönduð falleg föt frá ...útiföt ...ullarföt ...hversdagsföt ...spariföt ...fyrir mikilvægasta fólkið Vefjagigt Losnaði við verki og bólgur á 3 vikum Umboðsaðili: Celsus Fæst í apótekum, heilsubúðum, stórmörkuðum og Fríhöfninni. Ásdís Ómarsdóttir þjáðist af verkjum vegna vefjagigtar í 14 ár og var hjá sjúkraþjálfara reglulega. Með Lifestream AstaZan losnaði hún við festumein, bólgur og verki. Hún þakkar AstaZan betri líðan, betri svefn og meira úthald sem skapar fleiri gæðastundir með fjölskyldunni. Sjúkraþjálfarar og íþróttafólk mæla með AstaZan frá Lifestream • Lagar og fyrirbyggir bólgur, stirðleika og eymsli. • Eykur styrk, hreyfigetu og endurheimt. Astaxanthin 4mg, Lutein 4mg, lífrænt E-vítamín 10mg Töflu vantaði í grein Sveins Óskars Sveinn Óskar Sigurðsson ritaði greinina Sósíalisminn í Sjálfstæðisflokknum í Morgunblaðið í gær. Þau mistök áttu sér stað að tafla, sem átti að fylgja greininni og vísað var til, birtist ekki. Taflan er birt hér og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar. LEIÐRÉTT Lykiltölur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Grunnskólar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Skuldir af tekjum A-hluta Skuldir af tekjum A+B-hluta Veltufjhl A hluta Börn á stöðugildi Stöðugildi ef 1000 börn Skortur á stöðugildum m.v. RVK Skortur á stöðugildum m.v. Stjnes Reykjavík 77% 216% 1,31 10,0 100 0 11 Kópavogsbær 160% 186% 0,41 10,5 95 5 16 Seltjarnarnes- kaupstaður 49% 48% 3,74 9,0 111 0 0 Garðarbær 98% 93% 0,76 10,5 95 5 16 Hafnafjarðar- kaupstaður 185% 202% 0,24 10,0 100 0 11 Mosfellsbær 141% 144% 0,31 10,6 94 6 17 Heimild: Notaðu lykiltölur við stjórnun - Þekktu sveitarfélagið þitt - Samband íslenskra sveitarfélaga, hag- og upplýsingasvið, september 2015 Rangt eftir haft í viðtali Í viðtali við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í sérblaði um nýsköpun í Morgunblaðinu í gær var rangt eftir henni haft orðið fyrirbrigði. Hið rétta er að hún talaði um fyrirtæki. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Árbæjarsafn er lokað Ranghermt var í frétt í gær um fjölbreytta dagskrá í vetrarfríi að Árbæj- arsafn væri opið. Árbæjarsafn er alltaf lokað á veturna fyrir utan leiðsögn kl.13. Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi bóndi í Seljatungu í Gaulverja- bæjarhreppi, lést í gærmorgun. Hann varð 91 árs. Gunnar var mik- ill félagsmálamaður. Einar Gunnar Sig- urðsson fæddist í Selja- tungu 16. júlí 1924. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Ein- arsson bóndi þar og Sigríður Jónsdóttir ljósmóðir. Gunnar ólst upp í Seljatungu og tók við búi af foreldrum sínum. Hann varð ungur virkur í félagsmálum. Tók meðal annars þátt í störfum ung- mennafélaganna. Hann ritaði 40 ára starfssögu Ungmennafélagsins Samhygðar. Þá var hann frá unga aldri virkur í starfi Sjálfstæðis- flokksins. Var einn af stofnendum Félags ungra sjálfstæðismanna á Suðurlandi og sjálfstæðisfélagsins Trausta í Flóanum. Gunnar var lengi fulltrúi hrepps síns í sýslunefnd Ár- nessýslu. Hann var í stjórn Sjúkrahúss Ár- nessýslu og stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins. Hann var lengi formaður sókn- arnefndar Gaulverja- bæjarsóknar og stóð að endurbyggingu kirkjunnar. Gunnar var fréttaritari Morg- unblaðsins um árabil. Eiginkona Gunnars var Vilhelmína Valdi- marsdóttir frá Stokks- eyri. Hún lést fyrir tveimur árum. Dætur þeirra eru Guðný Vilborg, Sigrún Sesselja, Margrét Kristín og Laufey Sigríður. Þau ólu einnig upp að stórum hluta dótturson sinn, Einar Gunnar Sigurðsson. Gunnar brá búi 1984 og vann eftir það hjá sýslumanninum á Selfossi við umboð Tryggingastofnunar rík- isins. Þau hjónin fluttu í Kópavog 2001. Gunnar lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ þar sem hann dvaldi síðustu mánuðina. Andlát Gunnar Sigurðsson Fyrsti rjúpnaveiðidagurinn er í dag og vöknuðu skytt- ur snemma í morgun til að halda til veiða. Leyfilegt er að veiða næstu fjórar helgar, föstudag til sunnudags. Dúi Landmark, formaður SKOTVÍS, segir að hugur sé í skotveiðimönnum og -konum. Sjálfur ætlar hann að skella sér í veiðitúr þessa fyrstu helgi. „Veiðimenn eru í eðli sínu bjartsýnir. Spáin er ekkert sérstök fyrir helgina, það er veðrið sem ræður miklu í þessari veiði. Eins og spáin er núna er líklegt að skyttur á Austurlandi og suðvesturhorninu fái skárra veður.“ Hann er ekki hrifinn af kvótaögun eins og nú er við lýði því veðurspáin er slæm, sérstaklega á Vestfjörðum, Verið sé að reka skyttur af stað til fjalla. „Það er okkar skoðun í SKOTVÍS að þessa fáu dagar sem við fáum að fara þá fari fólk í allskonar veðrum og vindum. Í fyrra var hægt að fara með góðu móti tvo heila daga. Áhætt- an er of mikil og það er verið að þrælast á fjöll af því að skyttur vilja ná í jólamatinn.“ Farsímavæðing skyttna Útköllum björgunarsveita vegna rjúpnaveiðimanna hefur fækkað til muna síðustu ár og er það almennt að þakka betri undirbúningi veiðimanna fyrir veiðar ásamt aukinni gps- og farsímavæðingu. Slysavarna- félagið Landsbjörg ásamt SKOTVÍS sendi frá sér til- kynningu þar sem þessum niðurstöðum er fagnað um leið og félögin hvöttu veiðimenn að fara varlega á veið- um. Hugur í rjúpnaveiðimönnum Morgunblaðið/Golli Skytta Rjúpnaveiði hófst í dag og veiða má til 15. nóvember.  Veðrið ræður för  Skyttur almennt bjartsýnar Áhorf á Útsvarið 24,2% Í frétt blaðsins í gær þar sem bornir voru saman þrír sjónvarpsþættir á föstudagskvöldum, Vikan með Gísla Marteini, Logi í beinni og The Voice var fyrirsögn fréttarinnar The Voice langvinsælast á föstudögum. Þátturinn er vissulega vinsælasti þátturinn af þeim sem bornir voru saman en Útsvar var vinsælast á þessum kvöldum með 24,2% áhorf eða tveimur prósentustigum meira en The Voice. Þeir þrír þættir sem ákveðið var að bera saman eru allir í opinni dagskrá og á svipuðum tíma. ÁRÉTTING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.