Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015 ✝ Sigríður HelgaAðalsteins- dóttir fæddist 16. febrúar 1927 að Vígholtsstöðum í Laxárdalshreppi í Dalasýslu. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Vestur- lands á Akranesi 4. október 2015. For- eldrar hennar voru Aðalsteinn Guð- mundsson bóndi að Vígholts- stöðum, f. 1890, d. 1961, og Steinunn Vilhelmína Sigurðar- dóttir, f. 1884, d. 1973. Alsystur Sigríðar voru þær Margrét Val- gerður, f. 1922, d. 2012, og Jó- hanna Sigurbjörg f. 1931, d. 2013. Sammæðra áttu þær fimm systkin; Sigurð, Guðmund, Ás- geir, Jóhann og Guðrúnu Guð- mundsbörn, sem öll eru látin. Eiginmaður Sigríðar var Þor- steinn Bjarnason frá Fjósum í Búðardal, f. 1917, d. 2003, gengu þau í hjónaband árið 1997 eftir rúmlega 50 ára sam- búð. Þau áttu fjóra syni: 1) Unn- steinn, f. 1945, d. 1965. 2) Sig- urður, f. 1949, kona hans er Steinunn Pálsdóttir, f. 1950. Synir þeirra eru a) Þórður, f. 1976, sambýliskona hans er Um fermingaraldur fluttist Sigríður í Búðardal og átti hún tvo elstu syni sína þar. Haustið 1949 fluttist hún í Borgarnes, þar sem Þorsteinn hafði búið í nokkur ár og unnið sem bif- reiðastjóri. Þar hófu þau sína sambúð í húsi sem kallað var Laxholt, nú við Þórólfsgötu. Árið 1951 keyptu þau Stef- ánshús, nú Egilsgata 8. Þor- steinn gerði húsið upp og eign- uðust þau tvo yngri syni sína þar. Þau bjuggu við Egilsgötu í 16 ár þar til þau fluttu að Böðv- arsgötu 9. Þar hafði Unnsteinn eldri byrjað að byggja sér hús en hann lést af slysförum árið 1965. Sigurður bróðir hans tók þá við byggingunni og flutti fjöl- skyldan inn haustið 1967. Við Böðvarsgötuna bjuggu þau hjón alla tíð eftir það. Eftir að Þor- steinn lést bjó Sigríður á neðri hæð hússins undir verndarvæng Unnsteins yngri. Síðastliðið sumar flutti Sigríður að Brák- arhlíð og bjó þar þar til yfir lauk. Sigríður vann hjá Kaup- félagi Borgfirðinga upp úr 1960. Þar vann hún bæði í kjötvinnsl- unni í Brákarey og í verslun fé- lagsins við Egilsgötu. Sigríður hóf störf hjá Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi um árið 1970, þar sem hún starfaði við næt- urgæslu og í eldhúsi. Lauk hún starfsferli sínum við ræstingar á sömu stofnun. Útför Sigríðar Helgu fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 23. október 2015, klukkan 14. Heiða Dís Fjeld- sted, f. 1979, sonur þeirra er Kristján, f. 2012. Börn Þórð- ar frá fyrra hjóna- bandi eru Þórunn Birta, f. 2001, Þor- steinn Logi og Þóra Sóldís f. 2008. Móð- ir þeirra er María Júlía Jónsdóttir, f. 1979. b) Sigur- steinn, f. 1982, unn- usta hans er Anna Sigríður Guð- brandsdóttir, f. 1980, synir þeirra eru Grétar Páll, f. 2008, og óskírður drengur, f. 2015. 3) Bjarni Kristinn, f. 1959, kona hans er Guðrún Kristjánsdóttir, f. 1962. Dætur þeirra eru Unnur Helga, f. 1988, d. 2002, og Þor- gerður Erla, f. 1990. 4) Unn- steinn, f. 1965, kona hans er Guðbjörg Guðjónsdóttir, f. 1965. Synir þeirra eru Jón Steinar, f. 2002, og Þorsteinn Unnar, f. 2003. Börn Guðbjargar frá fyrra hjónabandi eru a) Oddný Björk, f. 1985, sambýlismaður hennar er Marckus Andersson, f. 1983, dóttir þeirra er Rebecka, f. 2012, b) Björn Viggó, f. 1988, sambýliskona hans er Ragnheið- ur Jónsdóttir, f. 1979, c) Krist- jana Erla, f. 1990. Allt í veröldinni á sér upphaf og endi og eins er komið með allt það sem lífsandann dregur því hver manneskja fæðist og hún að lokum deyr. Þannig er það með þig, ástkæra móður okkar, sem nú ert búin að segja skilið við okkur og þína jarðvist sem spannar nærri 89 árum. Þú fæddist á Vígholtsstöðum í Laxárdal í Dalasýslu í febr- úarbyrjun árið 1927. Um ferm- ingaraldur fluttist þú í Búð- ardal ásamt foreldrum þínum og systrum. Þar bjóst þú ásamt því að vera vinnukona hjá bróð- ur þínum Sigurði sem tekið hafði við búskap að Vígholts- stöðum. Eignuðust þið pabbi tvo elstu syni ykkar í Búðardal. Haustið 1949 fluttust þið ásamt sonum ykkar tveim í Borgarnes þar sem pabbi hafði búið í nokkur ár og starfað sem bif- reiðastjóri. Þú starfaðir við hinu ýmsu störf í Borgarnesi Kaupfélaginu og á Dvalarheim- ilinu, auk þess að hugsa um heimilið. Við höldum að við getum sagt það með góðri samvisku að aldrei sáum við þig vera öðru- vísi en sívinnandi frá morgni til kvölds er við vorum börn og unglingar. Við sveitastörf vor- um við bræður uppaldir og eitt er víst að umgengni við skepn- ur og vinna tengd þeim gerir hvern mann að betri manni. Þú varst ákaflega hreinlát, svo eft- ir var tekið, við allt sem þú tókst þér fyrir hendur og þoldir það illa að umgengni okkar bræðra um hús og húsbúnað sem og aðra hluti væri ekki eins og best væri á kosið. Röð og regla skyldi vera á öllum hlutum. Við verðum ævarandi þakk- látir þér og pabba heitnum fyr- ir þá ást og umhyggju sem þið bæði sýnduð okkur bræðrunum í uppvexti okkar, þar sem grunngildi voru í heiði höfð og þau eru, vertu ætíð trúr og tryggur, heiðarlegur og vinnu- samur og gleymdu ekki þeim sem eru minni máttar og hafa farið halloka í lífinu, réttu þeim hönd. Þú og pabbi heitinn fóruð ekki varhluta af miklum áföll- um í lífinu og þung hefur sú raun verið ykkur er þið misstuð hann Unnstein, frumburð ykk- ar, þá 20 ára, mikinn og elsk- aðan sómapilt, í hörmulegu bíl- slysi þann 11. desember 1965 fyrir tæpum 50 árum. Unn- steinn var óvenjulega miklum og góðum eiginleikum og gáf- um gæddur og var öllum mikill harmdauði er hann þekktu. Sex dögum seinna eignuðust þið annan son sem skírður var Unnsteinn eftir þeim sem genginn var og var hann ykkur skært ljós og elskaður af öllum í því mikla myrkri sem yfir grúfði. Og enn og aftur þurftuð þið pabbi að upplifa sáran missi er þið sáuð á eftir Unni Helgu sonardóttur ykkar er lést úr krabbameini fyrir þrettán ár- um, þá fjórtán ára gömul. En þú blessunin barst þinn harm í hljóði eins og endranær, lést ekki bugast og veittir barnabörnum og barnabarna- börnum þínum alla þá ást og umhyggju sem þér var unnt heilsu þinnar vegna og fylgdist mjög vel með því sem þitt fólk var að gera og fást við hverju sinni alveg fram á síðasta dag. Vertu nú kært kvödd, ástkær móðir okkar, og berðu þeim skyldmennum okkar sem geng- in eru á undan í himnaríki okk- ar bestu kveðjur. Hvíldu í friði. Þínir synir, Sigurður, Bjarni Kristinn og Unnsteinn. Elsku amma, „Það þýðir ekki að gráta verk skaparans þó að við séum ósátt við þau, hann er með þetta allt saman ákveðið fyrir fram“. Þetta sagðir þú við mig þeg- ar ég var að velta fyrir mér til- gangi lífsins á vaskborðinu á Böðvarsgötunni fyrir mörgum árum. Frá þeim litla útsýnispalli sem vaskborðið var fengum við eldri barnabörnin að fylgjast með þér þar sem þú þeyttist um eldhúsið ýmist að hræra slátur, baka smákökur, skrúbba hausa, gera að laxi, skreyta hnallþórur, steikja kleinur eða eins og ansi oft kom fyrir, steikja kótelettur fyrir syni þína. Hver einasta hreyfing var nóteruð hjá okkur meðfram því sem þú söngst vísur, sagðir sögur úr Dölunum eða deildir með okkur lífsspeki þinni. Afi var svo alltaf visst kennileiti fyrir innan eldhúsborðið með kaffi í bolla eða með útvarpið undir vanga inni á bekk, dygg- ur sendisveinn fyrir þig og smakkari. Hann beið álengdar og sagði sinn skerf ef þess þurfti með. Frá þessum stundum okkar í eldhúsinu á ég ótal minningar sem hafa nýst mér vel og yljað um hjartarætur í gegnum tíð- ina og munu gera áfram. Hvernig gerði amma þetta aft- ur? er spurning sem kemur oft upp í hugann við hið ólíklegasta stúss. Að fá að alast upp hjá þér er eins og að hafa alist upp í stöð- ugri einkakennslu í húsmæðra- skóla. Hvort sem það er að sauma gardínur, prjóna, hekla, stoppa í sokka, baka, elda fyrir tvo eða 200, það skiptir ekki máli, mað- ur reddar þessu eins og þú kenndir manni. Og ekki má gleyma þrifunum! Böðvarsgat- an var þitt krúnudjásn, þú varst ekki í rónni nema hver einasti hlutur væri kominn á sinn stað og Ajax-ilminn legði um húsið. Þvílík húsmóðir sem þú varst alla tíð, ég vona að ég hafi erft þó ekki sé nema snefil af þessum myndarskap frá þér. Dálæti þitt og afa á sauðfé smitaðist líka í mig snemma og alltaf varstu jafn hrifin af myndunum sem ég sýndi þér af hrútnum mínum, lömbunum og kindunum. Þú sagðir mér til hvernig ætti að þekkja góða skepnu frá öðrum og varst sannfærð um að þær kindur sem við Unnsteinn ættum væri afburða skepnur. Ég sagði nú oft við þig og stend við það enn að ef þú hefð- ir verið kind værir þú líklegast afurðamesta ær landsins ef litið væri á meðalvigt lamba. Elsku amma, stundir okkar verða víst ekki fleiri saman í þessu lífi en við eigum þær sem liðnar eru. Ég veit að þið afi, amma María og afi Diddi, Unnur syst- ir, Snúðurinn minn, Unni frændi og allir hinir lítið eftir mér og þeim sem ykkur var annt um sama hvar við erum. Við hittumst svo aftur þegar röðin kemur að mér. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. - Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Þín ömmustelpa, Þorgerður Erla. Hún amma Sigga er látin og er hún sú síðasta í sínum systk- inahópi sem fer yfir móðuna miklu. Amma var trúuð á að okkar biði önnur tilvera, þar sem ást- vinir bíða með opinn faðm og taka á móti manni við andlátið. Hún hafði megna ástæðu til að trúa því, því að á hennar langa lífshlaupi horfði hún á eftir ástvinum kveðja í blóma lífsins. Ég kýs að trúa því að miklir fagnaðarfundir hafi átt sér stað þetta októberkvöld, allur jarðneskur sársauki hafi gleymst í einni svipan og aðeins gleði og hamingja tekið við. Hamingjunnar naut ekki allt- af við; sorgin knúði allt of oft dyra og amma fékk að kynnast því að missa barn og barna- barn. Það er sársauki sem eng- in getur ímyndað sér nema upplifa hann á eigin skinni. Þess vegna finnst mér að amma hafi unnað börnum eins heitt eins og hún gerði. Við sem fengum að kynnast ömmuhlýju hennar gleymum því aldrei. Ég er þakklátur fyrir að hún náði að veita sonum mínum lang- ömmuhlýju, sérstaklega þeim yngri sem er bara nokkurra vikna gamall og hefur ekki hlotið nafn. Á síðasta fundi okkar var þetta kornabarn óvært og grét þegar ég lagði hann í kjöltu hennar en hún tók einhvern veginn á honum þannig að hann hætti undir eins að gráta og horfði í augu langömmu sinnar. Þetta var til marks um þá um- hyggju sem hún bar til barna og lagið hafði lærst frá því að hún fór fyrst að gæta barna – þá barn sjálf. En jafnframt og þau tvö brostu til hvors annars og kynntust, þá kvöddust þau líka því að amma var öll nokkrum dögum síðar. Hennar verður því minnst fyrir barngæsku sinnar en líka fyrir dugnað. Hún vann erf- iðisvinnu frá æsku. Ég fékk aldrei nóg af sögum frá göml- um tímum og í þeim var auk annarra frásagna lýst erfiðis- vinnu í frosti þar sem gegn- blautar ullarflíkur frusu upp við hörundið, eilífum þrifum, matseldum og þeirri baráttu sem kynslóð hennar þurfti að heyja til að hafa í sig og á. Strit frá morgni til kvölds og slitinn líkaminn á efri árum bar vott um það. Hún varð móðir ung og flutti með afa í Borgarnes úr Döl- unum sem þau unnu bæði heitt. Í Borgarnesi byggðu þau upp nýja lífið sitt og kynntust mörgu góðu fólki sem átti eftir að verða samferðamenn þeirra. Nágrannagæska var mikil í Borgarnesi þeirra ára og allir voru tilbúnir að aðstoða þegar svo bar undir. Þar voru amma og afi engin undantekning og ef fréttist af „konulausu“ heimili af einhverjum ástæðum munaði ekki um nokkra auka munna að metta. Sama átti við um gesti og mátti enginn fara svangur frá ömmu. Á matmálstímum var gjarnan tví- eða þríréttað og aldrei mátti það henta að ekki væru færri en þrjár sortir heimalagaðar með kaffinu. Jólakakan, hjónabandssælan, kleinurnar og kanilsnúðarnir sem voru svo góðir með ískaldri mjólk. Nú hefur amma horfið til fólksins sem hún saknaði svo sárt. Eins og henni einni var lagið kveður maður hana sadd- ur af þeim góðgerðum sem hún veitti alla tíð. Það eru góðgerðir sem byggja mann upp sem góðan mann. Anna Sigga mín minnist hennar af hlýju og með þakk- læti fyrir allt það góða sem Amma Sigga – nafna hennar – veitti henni. Sigursteinn, Anna Sigríður og synir. Sigríður Helga Aðalsteinsdóttir ✝ Kristgeir Há-konarson, fæddist í Reykjavík 28. janúar 1956. Hann var sonur hjónanna Helgu Steinunnar Lut- hersdóttur, f. 3. júlí 1919, d. 27. apríl 1996 og Há- konar Kristgeirs- sonar, f. 17. nóv- ember 1923, d. 24. febrúar 1994. Kristgeir var yngstur fimm systkina. Systkini hans eru: Reynir, Finnbjörg Konný, Steinunn Helgu og Kristborg. Fyrri eiginkona Kristgeirs var Elínborg Chris Argabrite. Dóttir þeirra er Berglind, f. 1. júní 1978. Sambýlis- maður hennar er Arnar Már Guð- mundsson. Synir Berglindar eru Arnór, f. 1996 og Nói Þór, f. 2009. Seinni eiginkona Kristgeirs var Sig- ríður Brynja Pét- ursdóttir, f. 29. jan- úar 1956, d. 18. febrúar 1994. Kristgeir var sjómaður nán- ast alla sína starfsævi, lengst af á Hafnarbergi RE. Útför hans fer fram frá Nes- kirkju í dag, 23. október 2015, klukkan 13. Elsku pabbi minn. Það er svo erfitt að þurfa að kveðja þig svona snemma. Þú varst svo góður og hjartahlýr maður. Ég á eftir að varðveita hlýjar og góðar minningar sem við áttum saman, eins og þegar við fórum í útilegur og þú kenndir mér að veiða. Þú áttir líka góðar stundir með barnabörnunum þínum, þú varst svo stoltur og góður afi. Eftir að ég flutti til Kaup- mannahafnar áttum við góð og löng samtöl símleiðis, það var alltaf svo gott og gaman að heyra í þér og hláturinn þinn svo skemmtilegur. Þú spurðir mikið um barnabörnin og hafð- ir mikinn áhuga á hvað var að gerast í okkar lífi. Við áttum gott samband og gátum talað um allt milli him- ins og jarðar. Síðast þegar við töluðum saman ræddum við það að þú myndir koma til Kaupmannahafnar næsta sum- ar til að sjá nýju prinsessuna þína, eins og þú orðaðir það. En nú trúi ég því að þú sjáir hana og vakir yfir henni og okkur öllum. Nú ertu kominn til Siggu þinnar. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Elska þig. Þín dóttir, Berglind. Kristgeir var yngstur okkar systkina. Það kemur í hlut okk- ar eldri að fylgja honum til grafar. Það kýs enginn. Þar sem við Kristgeir vorum yngst systkinanna átti ég meiri sam- leið með honum í æsku en þeim eldri. Það var ekki alltaf friður þar sem fóru saman stelpa og strákur. Þrátt fyrir að gáraði stundum á yfirborðinu vorum við vinir og áttum síðan sam- leið, eða kannski er réttara að segja samskipti, allt til þess að hann lést. Kristgeir var uppátækjasam- ur krakki og fyrirferðarmikill. Meira að segja svo að við sem stóðum honum næst höfðum oft áhyggjur af hvert hann fór og hvert hann stefndi. Þrátt fyrir meiningarmun á stundum fór aldrei á milli mála að Kristgeir var góður, bæði sem drengur og eins eftir að hann varð eldri. Hann var mér oft vinur í raun. Ég mun sakna heimsóknanna til mín, sem voru margar síðustu mánuðina, og eins bíltúranna sem við fór- um í saman. Þá var talað í trún- aði. „Ég segi þér þetta, en eng- um öðrum,“ endaði hann oft frásögnina þegar hann vildi treysta mér fyrir sínum dýpstu hugsunum. Eftir því sem Kristgeir varð eldri átti hann erfiðara með að stunda sjóinn. Skrokkurinn hafði slitnað í átökunum sem fylgja sjómennskunni. Fáum hef ég kynnst sem hafa haft eins mikla ástríðu fyrir sjó- mennsku og Kristgeir bróðir minn. Kæri bróðir. Ég hugsa stöð- ugt til þín. Ég sakna þín en ég treysti að það hafi orðið fagn- aðarfundir þegar þú komst í þína friðarhöfn og að móttök- urnar hafi verið góðar. Mamma, pabbi og Sigga hafa eflaust faðmað þig og tekið þér höndum tveim. Ég harma ótímabær ævilok míns kæra bróður og sendi Berglindi dóttur hans og henn- ar fjölskyldu, systkinum mínum og þeirra fjölskyldum og öllum sem syrgja bróður minn mínar bestu samúðarkveðjur. Kristborg Hákonardóttir. Kristgeir bróðir minn er lát- inn. Ég minnist þess svo vel þegar mamma kom með hann heim af fæðingardeildinni. Hann var pakkaður inn í sæng, þá voru burðarrúmin ekki kom- in til sögunnar. Mamma lagði hann í efri kojuna, ég klifraði upp í hana og viti menn, þarna sá ég gullfallegan, búttaðan dreng. Það voru sjö ár á milli okkar og kom því oft í minn hlut að passa hann. Þær voru ófáar ferðirnar með hann niður að Tjörn eða upp á Landakotstún með nesti sem samanstóð af mjólk í glerflösku og rúgbrauði pökkuðu í smjörpappír. Og allir göngutúrarnir með hann í kerr- unni um Vesturbæinn, margar húsmæðurnar með innkaup- anetin stoppuðu til að skoða þennan gullfallega dreng sem sat í kerrunni. Kristgeir var mikill fjörkálfur. Hann klifraði til dæmis gjarnan upp renn- urnar á húsunum, upp á vöru- bílapalla og stillansa á nýbygg- ingum. Hann var sendur í sveit 10 ára gamall og strauk þaðan því að heimþráin var svo gífurleg. Kristgeir stundaði svo sjóinn frá 16 ára aldri og undi því vel. Ég á margar góðar minningar um Kristgeir sem ég mun geyma í hjarta mínu. Elsku Berglind, ég votta þér og fjölskyldu þinni dýpstu sam- úð mína. Steinunn Helgu Hákonardóttir. Ég hugsa mikið til þín. Þær minningar sem ég á, og mun alltaf eiga um þig, eru góðar. Alltaf varst þú mér góður og stundum leitaði ég til þín til að fá ráð þegar ég var ekki viss um hvernig ég ætti að gera eitt og annað. Mér er ofarlega í minni þeg- ar ég var í heimsókn hjá ömmu og afa á Hjarðarhaganum og þú ætlaðir að kenna mér að hlusta á David Bowie og lést mig horfa á heilan Skonrokks- þátt um hann, sem mér fannst vara í heila eilífð. Ekki get ég sagt að ég sé aðdáandi hans þrátt fyrir ágæta tilraun þína til þess. Ég minnist allra heimsókn- Kristgeir Hákonarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.