Morgunblaðið - 13.11.2015, Page 2

Morgunblaðið - 13.11.2015, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Smáralindin hefur fært sig í jólabúninginn og fagnaði því rækilega með viðskiptavinum sínum á „Litlu jólunum“ í gærkvöldi, en opið var til kl. 21. Veglegar vörur á afslætti biðu þess að kom- ast í jólapakkann og nýttu margir tækifærið. Hin sjö ára gamla Eik Elvarsdóttir staðnæmdist þó við skrauti þakið jólatré í miðri Smáralind og gaf tilhlökkun sinni til jólanna lausan tauminn og lét allt amstrið í kring fram hjá sér fara. Vel skreytt jólastemning á litlu jólunum Morgunblaðið/Eggert Jólatré, skraut og verðtilboð heilluðu gesti og gangandi í Smáralind Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stefnt er að því að hefja dælingu úr Perlu um hádegisbil næstkomandi mánudag, samkvæmt drögum að að- gerðaáætlun sem tryggingafélag skipsins og útgerð kynntu Faxaflóa- höfnum í gær. Nú eru til reiðu tvöfalt afkastameiri dælur en í síðustu viku, auk annars viðbótarbúnaðar. Fulltrúar Faxaflóahafna fóru í gær yfir drög að aðgerðaáætlun vegna Perlu með fulltrúum Björgunar og tryggingafélagsins og ráðgjöfum. Perlan situr nú á botni Gömlu hafn- arinnar, við Ægisgarð, og er ætlunin að gera aðra tilraun til að ná henni á flot svo hægt sé að fjarlægja skipið. Fram kemur í yfirliti Gísla Gísla- sonar hafnarstjóra að búið sé að létta framskipið um 15 tonn með því að fjarlægja akkeri, akkeriskeðjur, mastur og dælurör. Nokkrir lekar sem fundust við skoðun hafa verið þéttir. Til reiðu eru dælur sem hafa tvöfalda afkastagetu á við þær dælur sem notaðar voru við björgunartil- raun í síðustu viku. Þá hefur allnokk- ur tími farið í að reikna út áhrif að- gerða á stöðugleika skipsins, þegar því verður lyft frá botni. Áfram verð- ur haldið við undirbúning þar til að- gerðir hefjast á mánudag. Gert er ráð fyrir að nýta ekjubrú í eigu Faxaflóahafna til stuðnings Perlu, dráttarbáta hafnarinnar og í undirbúningi er að rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar, Árni Frið- riksson, muni verða til aðstoðar. Tek- ið er fram að Perlan sé stöðug á botni hafnarinnar og ekki yfirvofandi hætta á mengun vegna olíu og glussa sem vitað er um í skipinu. „Sem fyrr hefur verið nefnt er að- gerð sem þessi flókin og vandasöm þannig að frekari aðgerðir verða háð- ar því að veðurspá gangi eftir og að undirbúningi ljúki fyrir tilsettan tíma,“ segir hafnarstjórinn í tilkynn- ingu sinni. Sjór flæddi upp um mannop Í drögum að upplýsingaskýrslu á vef sjóslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur fram að vél- stjóri Perlu og tveir starfsmenn slippsins hafi verið um borð í skipinu þegar það var fært úr slippnum og að Ægisgarði. „Þegar Perla flaut úr sleðanum kom fljótlega stb halli [stjórnborðshalli] á skipið en þrátt fyrir það var það fært að austanverð- um Ægisgarði og bundið þar. Fljót- lega kom í ljós að mikill sjór flæddi upp úr opnu mannopi í framskipi sem ekki tókst að loka þrátt fyrir tilraunir þar um,“ segir þar um aðdraganda þess að skipið sökk. Tvöfalt afkastameiri dælur  Stefnt að því að hefja dælingu úr Perlu í Gömlu höfninni á mánudaginn kemur  Ekki tókst að loka mannopi sem sjór flæddi upp úr í framskipi þegar skipið sökk Morgunblaðið/Eva Björk Buna Dælt úr Perlu í fyrri tilraun til að ná henni af hafnarbotni. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Svona heilt yfir gekk sumarið ljóm- andi vel hjá æðarbændum,“ sagði Sigríður Ólafsdóttir, hlunninda- ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. „Veðrið í vor og sumar hentaði æðarbændum vel af því að það var víðast hvar þurrt.“ Sigríður sagði það vera mikilvægt að ná dúninum þurrum úr hreiðr- unum og því væri gott að fá þurrk. Kuldinn í vor olli því að varpið var heldur seinna en venjulega. „Mér skilst að kollurnar hafi samt verið feitar þegar þær komu á land. Sums staðar á landinu tala menn um að það hafi sést óvenju margir æð- arungar, sem er mjög jákvætt. Það hefur verið svolítið brotakennt síð- ustu ár hvernig gengið hefur að koma þeim á legg,“ sagði Sigríður. Fjöldi æðarbænda hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin ár. Sig- ríður sagðist samt fá nokkrar fyrir- spurnir á hverju ári frá fólki sem væri að hugsa um að koma sér upp æðarvarpi. Mest er um æðarrækt á Vesturlandi, í Breiðafirði og á Vest- fjörðum en einnig á Snæfellsnesi. Einnig er töluvert æðarvarp á Norð- urlandi og Austurlandi. Á Suðvest- urlandi eru æðarvörp m.a. í Ölfusi og Hvalfirði. Minnst er um æðarvarp við sendnar strendur Suðaustur- lands. Meiri útflutningur en í fyrra Ágætlega hefur gengið að selja æðardún það sem af er þessu ári. „Það hefur farið meira út nú en á sama tíma í fyrra,“ sagði Erla Frið- riksdóttir, sem er í stjórn Æðar- ræktarfélags Íslands. Hún rekur einnig dúnhreinsistöðina Íslenskan æðardún í Stykkishólmi sem einnig flytur út æðardún. Frá janúar og út september á þessu ári var búið að flytja út tvö tonn af dúni en 1,7 tonn á sama tíma í fyrra, samkvæmt tölum Hagstof- unnar. Japanir eru sem fyrr helstu kaupendur æðardúns og þar næst koma Þjóðverjar. Fyrstu níu mánuði þessa árs hafði einnig verið seldur dúnn til Austurríkis, Danmerkur, Frakklands, Noregs og Sviss. „Verð hefur heldur farið hækk- andi á þessu ári,“ sagði Erla. „Verð- ið er orðið það hátt að varan fer hægar út. Eftirspurnin er ekki jafn- hröð og hún var.“ Íslenskur æðardúnn greiðir bændum nú 185.000 kr. fyrir kílóið af hreinsuðum dúni auk virðis- aukaskatts. „Við byrjum á að hreinsa dúninn til að geta vigtað hann hreinan,“ sagði Erla. Nýtingin á óhreinsuðum dúni getur farið upp í 40-50% en get- ur líka alveg niður í 11%. Meðalnýt- ingin hjá Íslenskum æðardúni er 21- 22%. Það þýðir að um 5 kg af óhreinsuðum dúni verða að einu kg af hreinsuðum dúni. Hjá Íslenskum æðardúni eru árs- störfin í kringum dúninn um fimm talsins. Dúnhreinsivertíðin stendur yfirleitt frá sumri og fram undir jól. Mikil handavinna er við að fjaðra- tína dúninn og reiknaði Erla með að því verkefni lyki ekki fyrr en í febrúar-mars í vetur. Sumarið var hagstætt fyrir æðarræktendur Morgunblaðið/Einar Falur Æðarhreiður Æðarkollan reytir af sér dúninn til að fóðra hreiðrið.  Meira flutt út af æðardúni en á sama tíma í fyrra  Kíló af hreinsuðum dúni kostar um 185.000 kr. Reykjavíkurborg hefur hafnað erindi sendinefndar ESB á Íslandi um að fá bílastæði við aðsetur skrif- stofu hennar í Aðalstræti 6. Er þetta í annað sinn sem beiðni sendinefnd- arinnar er hafnað að sögn Ólafs Bjarnasonar, samgöngustjóra hjá Reykjavíkurborg. Erindið fór inn á borð hjá umhverfis- og skipulags- sviði til efnislegrar meðferðar þar sem umsögn um að hafna beiðninni var staðfest. Óskað var eftir tveimur sérmerkt- um bílastæðum en því var hafnað vegna reglugerðar um bílastæði sendiráða þar sem m.a. er tilgreint að sendiráðum séu ekki veitt sér- merkt bílastæði í miðborginni. „Sendiráð fengu lengi fyrirgreiðslu þegar kom að bílastæðum í miðborg- inni en svo er ekki lengur. Eftir sem áður geta sendiráðin þó fengið tvö bílastæði frí frá borginni og það get- ur eftir atvikum verið t.a.m. heima hjá viðkomandi sendiherra,“ segir Ólafur. Fjölmörg bílastæði eru frá- tekin fyrir sendiráð í miðborginni en það er allt frá fyrri tíð, þegar þau fengu slíka fyrirgreiðslu. vidar@mbl.is ESB var synjað um sérstæði Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingólfstorg Þótt fá séu eru stæði fyr- ir leigubíla og rútur við Aðalstræti. Í dag má búast við stormi, meira en 20 m/s, á Austfjörðum og austantil á Suðausturlandi með snörpum vind- hviðum við fjöll eða allt að 35 m/s. Veðrið gengur síðan niður aðfara- nótt laugardags. Þetta segir í við- vörun frá Veðurstofu Íslands. Einnig má búast við mikilli úr- komu austantil á landinu frá Langa- nesi og suður á Austfirði í dag. Við ströndina má búast við rigningu eða slyddu, en sjókomu til fjalla. Kröpp lægð er fyrir austan land. Stormur á Austurlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.