Morgunblaðið - 13.11.2015, Síða 11
ákveðið
var að
verja honum
til ýmissa
styrktarfélaga
og fjölskyldu-
miðstöðvar Rauða kross-
ins. „Ágóðinn af basarnum hefur
undantekningarlaust farið til mann-
úðarmála. Vettlingar, sokkar, peys-
ur og aðrar flíkur, sem ekki seljast á
basarnum, verða sendar til Hvíta-
Rússlands og Grænlands eins og í
fyrra þegar við sendum 400 stykki,“
segir hún.
Sjálfboðaliðar
Konurnar í handverkshópnum
vinna allar sem sjálfboðaliðar, en
Rauði krossinn leggur þeim til hrá-
efnið, garn og þvíumlíkt. Flestar eru
um sjötugt, sú yngsta er 49 ára og
nýbyrjuð og sú elsta 92 ára. Margar
hafa verið í hópnum í meira en ára-
tug. Til dæmis Hulda Jónsdóttir, 81
árs, sem er jafnvíg á föndur og
prjónaskap. Eins og reyndar flestar
í hópnum, sem áður skiptist í prjóna-
hóp og föndurhóp en voru samein-
aðir fyrir skemmstu. Ekki aðeins
saumar, prjónar og föndrar Hulda
fyrir jólabasarinn, heldur vinnur
hún við fatabreytingar heima hjá
sér. Dóttir hennar á nefnilega tísku-
búð. „Þetta eru bara svona tvær til
þrjár flíkur á dag,“ segir hún og lítur
vart upp frá verki sínu við að flokka
fíneríið á föndurborðinu.
Sigríður Sigurgeirsdóttir, sem
gekk til liðs við hópinn fyrir fjórum
árum, og Una Jóhannsdóttir, sem í
mörg ár vann sem sjálfboðaliði í
verslunum Rauða krossins á spítöl-
unum, eru líka önnum kafnar. Og
reyndar allar konurnar, enda mikið
verk að vinna.
Að gefa til baka
Það er handagangur í öskjunni.
Og glatt á hjalla. „Unglingurinn“ og
nýliðinn í hópnum, Rósa Brekkan,
aðstoðar af bestu getu. Hún kveðst
hafa farið á vefsíðu
Rauða krossins til að
kanna hvernig starfs-
kraftar hennar nýtt-
ust sem best sem sjálf-
boðaliði, eða – eins og hún
orðar það – hvernig hún gæti
gefið til baka. Niðurstaðan varð sú
að hún hyggst ganga til
liðs við handverks-
hópinn og leggja
sitt af mörkum í
hekli og prjóna-
skap.
Hugmynda-
flug kvennanna
virðist eiga sér lítil
takmörk. Auk nytja-
varnings á borð við
prjónaðar og heklaðar
peysur, húfur, trefla og
vettlinga, meira að segja líka
á dúkkurnar í sama stíl, gefur
að líta – ótrúlegt en satt – hekluð
bollastell og bókamerki, prjónaðar
jólakúlur og spilastokka. Og alls
konar dúllerí, sem nostrað hefur við
af mikilli alúð.
Í þágu mannúðar
Konurnar segjast læra hand-
bragðið hver af annarri og stundum
hafi þær ekki hugmynd um hver hef-
ur gert hvað af því sem þær draga
fram á söluborðið. Þær ætla líka að
koma með bakkelsi að heiman, en
skiljanlega koma þær ekki með það í
hús fyrr en sjálfan basardaginn.
Eftir basarinn fara þær í jólafrí,
en koma saman á sínum hefðbundnu
fimmtudagsfundum og hefjast
handa við undirbúning jólabasars á
næsta ári. Þær prjóna, hekla, sauma
og föndra í þágu mannúðar – ár eftir
ár.
Jólabasar Kvennadeildar
Rauða krossins verður haldinn á
morgun, laugardaginn 14. nóv-
ember, frá kl. 13-16 í húsi Rauða
krossins, Efstaleiti 9, Reykjavík.
Jólin koma
Konurnar í
handverks-
hópnum skortir
ekki
hugmynda-
flugið. Heklað
bollastell,
prjónaðar jóla-
kúlur og alls
konar frumlegt
föndur er á boð-
stólum á bas-
arnum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Glatt á hjalla Konurnar skoðuðu hverja einustu flík og lögðu síðan á ráðin um hæfilegt verð. Fyrirkomulagið var líkt og á uppboði.
menn heilsast mjög virðulega í
stigaganginum, sem þeir hraða sér
flóttalegir upp stigann.
Húsið mitt er einnig heppilegt til
útleigu vegna smæðar íbúðanna og
því er mikið af leigjendum á svæð-
inu. Það er því æsispennandi að
átta sig á því í hverjum mán-
uði hverjir búi nú með þér.
Íbúaveltan er hröð sem get-
ur skapað óvissu um hvort
stigagangurinn verði gerður
að skemmtistað eða allt
sigli áfram í hefð-
bundnu dægurþrasi.
Það kryddar
vissulega til-
veruna að búa
einn með öðrum
og ókunnugum en
framtíðarstefnan er þó
kirfilega sett á einbýlis-
hús, helst með mjög stórri
lóð.
Ég bý ein samkvæmt skil-greiningunni, þ.e. það erbara ein manneskjaskráð sem íbúi í íbúð
minni. En þó mætti færa rök fyrir
því að ég byggi í raun alls ekki ein
því ég bý í blokk. Þar eru sextán
íbúðir með fleiri íbúum sem lifa all-
ir sínu lífi innan veggja íbúðanna.
Hins vegar eru fjölbýlishús mörg
hver þeim galla gædd að mismiklu
var kostað til við einangrun þeirra,
þ.e. hversu mikið heyrist á milli
hæða og íbúða. Ég vil fullyrða það
að í því fjölbýlishúsi sem ég hef
fundið mér samastað í voru menn
almennt ekki að stressa sig á ein-
angrun, þegar það var byggt.
Mér til mikillar gleði og jafnmik-
ils ama heyri ég því óeðlilega mikið
í nágrönnum mínum og þeir í mér
væntanlega. Þú veist því innst
inni að þegar þú skellir upp úr,
sem hendir mig endrum og
eins, eða stillir á uppá-
haldslagið þitt og
hækkar, þá eru ná-
grannarnir með í
því. Ég og gamli
maðurinn í íbúðinni
fyrir neðan mig
hlustum til dæmis
iðulega á RÚV-
fréttirnar saman, nema
það er bara kveikt á
sjónvarpinu í hans íbúð.
Þetta gerir okkur öll
furðulega náin en utan
veggja íbúðanna kann-
ast enginn við neitt og
»Ég og gamli mað-urinn í íbúðinni fyrir
neðan mig hlustum til
dæmis iðulega á RÚV-
fréttirnar saman, nema
það er bara kveikt á sjón-
varpinu í hans íbúð.
HeimurLaufeyjar
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2015
2015
Hilton Reykjavík Nordica
19. – 20. nóvember
Skráning á www.sjavarutvegsradstefnan.is
Aðal styrktaraðilar Sjávarútvegsráðstefnunnar 2015
S T Æ R S T I V E T T V A N G U R A L L R A S E M S T A R F A Í S J Á V A R Ú T V E G I N U M
Fimmtudagurinn 19. nóvember
Afhending gagna 09:00
Málstofa - sameiginleg
Íslenskur sjávarútvegur
Málstofa A1 - Salur A Málstofa B1 - Salur B
Lengi býr að fyrstu gerð Ný nálgun við markaðs-
- Frá veiðum til vinnslu setningu sjávarafurða
Málstofa A2 - Salur A Málstofa B2 - Salur B
Hvaða tækifæri sjá erlendir Eru tækifæri fyrir Íslend-
aðilar í íslensku fiskeldi? inga í umhverfismálum?
Föstudagurinn 20. nóvember
Málstofa A3 - Salur A Málstofa B3 - Salur B
Togveiðar – Áskoranir Sjávarútvegur og
til framtíðar samfélagsábyrgð
Málstofa A4 - Salur A Málstofa B4 - Salur B
Ferskfiskflutningar Af hverju eru ekki fleiri
og markaðir konur í stjórnunarstöðum
í sjávarútvegi?
Málstofa - sameiginleg
Sameiginleg markaðssetning
Hluthafafundur Sjávarútvegsráðstefnunnar
klukkan 15:30