Morgunblaðið - 13.11.2015, Side 19

Morgunblaðið - 13.11.2015, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2015 Frostrós Starfsmenn Reykjavíkurborgar settu upp jólatré við Ártúnsbrekkuna á dögunum, nálægt blómabeði með tveimur litaafbrigðum af skrautkáli sem er raðað þannig að það líkist frostrós. Eva Björk Fyrir tæpum tveimur vikum fórust 224 far- þegar og áhöfn um borð í rússneskri flugvél á leið frá Sharm el- Sheikh á Sinaí-skaga í Egyptalandi til St. Pét- ursborgar í Rússlandi. Yfirgnæfandi líkur benda til að sprengju hafi verið laumað í vél- ina. Strax eftir spreng- inguna sögðu fulltrúar hryðjuverkasamtakanna Ríkis ísl- ams að þau hefðu staðið að baki árásinni. Í fyrstu höfnuðu Egyptar og Rússar að um hryðjuverk væri að ræða. Nú þykir hins vegar nær full- sannað að svo hafi verið. Hryðjuverkinu er af sumum lýst sem hinu alvarlegasta frá því að árásin var gerð á New York og Washington 11. september 2001. Ráðamenn og sérfræðingar í örygg- ismálum minna á að Ríki íslams (RÍ) hafi nú skotið rótum í 12 löndum. Í því felist auk þess stefnubreyting hjá samtökunum að fara á þennan hátt inn á alþjóðavettvang. Bregðast verði af þunga um heim allan við þeirri breytingu. Philip Hammond, utanríkis- ráðherra Breta, sagði sunnudaginn 8. nóvember að kæmi í ljós að um sprengju frá RÍ væri að ræða eða frá einhverjum aðdáanda samtakanna kallaði það á endurmat á öryggis- kröfum á flugvöllum þar sem RÍ gæti látið að sér kveða. Breska ríkis- stjórnin ákvað fyrst allra, miðvikudaginn 4. nóvember, að banna flug til og frá Sharm el-Sheikh. Skyndileg ákvörðun um það sætti gagnrýni Egypta og Rússa en föstudaginn 6. nóv- ember tóku rússnesk yfirvöld einnig ákvörðun um flug- bann. Hans Christian Stigaard, danskur sér- fræðingur í flugörygg- ismálum og fyrrverandi yfirmaður á Kastrup-flugvelli, sagði við Jyllands- Posten að upplýsingarnar um sprengju um borð í rússnesku vél- inni yrðu til þess að flugvallarstjórar um heim allan neyddust enn og aftur til að fara yfir öryggisráðstafanir á flugvöllum sínum. Þeir yrðu að sann- reyna að allt, farangur, starfsfólk eða fragt sem kæmi í gámum, væri nægilega vel skoðað og gegnumlýst. Sprengjunni kynni að hafa verið smyglað um borð í tösku en einnig hefði mátt lauma henni með mat- vælum, í gámi eða starfsmaður hefði tekið hana með sér inn á flugvall- arsvæðið. Óhjákvæmilegt væri að fara yfir öryggisreglur flugvalla um allan heim. Þróunin á Keflavíkurflugvelli Nýlega var skýrt frá spám Isavia ohf., rekstraraðila Keflavíkur- flugvallar, um framtíðarvöxt um- ferðar um völlinn. Árið 2007 fóru 2,5 milljónir far- þega um Keflavíkurflugvöll, árið 2014 voru þeir 3,8 milljónir og verða yfir 4 milljónir í ár. Farþegum hefur fjölgað um 200 þúsund á ári, 8%. Aukningin síðustu tvö ár hefur reyndar verið gríðarleg. Ástæðu- laust er þó að gleyma því að árið 2010 fækkaði farþegum á vellinum niður í rúma milljón. Um Kastrup-völl við Kaupmanna- höfn fara árlega 25 milljónir far- þega, Arlanda við Stokkhólm um 22 milljónir farþega og Landvettern við Gautaborg 5 milljónir svo að dæmi séu tekin. Nú spáir Isavia að 25 milljónir farþega fari um Keflavík- urflugvöll eftir 25 ár og ætlar að vinna eftir þeirri áætlun. Á Norðurlöndum fjölgar farþeg- um á flugvöllum að meðaltali um 3-4% á ári. Yrði þróunin sambærileg á Keflavíkurflugvelli yrði fjöldinn um 8,5 milljónir eftir 25 ár – útreikn- ingar Isavia um 25 milljónir farþega virðast gera ráð fyrir 8 til 10% fjölg- un farþega til frambúðar. Margar spurningar vakna vegna vaxtar á borð við þann sem felst í þessum spám Isavia. Hvernig verð- ur öryggismálum háttað? Allt ör- yggiseftirlit á Keflavíkurflugvelli er nú þegar að sligast undan hinu gíf- urlega álagi þegar 1,1 milljón ferða- manna kemur til landsins og að auki fara þrjár til fjórar milljónir „gegn- umfarþega“ um völlinn. Mikið í húfi Ísland er Schengen-hlið gagnvart Bandaríkjunum, Kanada og Bret- landi. Vöxtinn í farþegafjölda á Keflavíkurflugvelli má ekki síst rekja til þeirra sem fara út og inn um Schengen-hliðið á leið til og frá Norður-Ameríku. Þessi gegnum- umferð eykst væntanlega enn rætist áform WOW Air um flug til nýrra áfangastaða í Bandaríkjunum. Mik- ilvægur liður viðskiptaáætlana vegna N-Ameríkuflugsins er að við- dvöl „gegnumfarþega“ sé sem skemmst á Keflavíkurflugvelli. Vegna hruns Schengen-eftirlitsins á suðurlandamærum Evrópu er ástæða til aukinnar aðgæslu á innri landamærum svæðisins og hafa ríki gripið til ýmissa ráðstafana vegna þess. Þetta leiðir einnig til þarfar á meiri varúð við ytri landamærin í norðri. Á hinum skamma afgreiðslutíma á milli flugferða frá Evrópu til N- Ameríku ber að fullnægja ströngum öryggiskröfum. Bandaríska heima- varnarráðuneytið hefur boðað að þessar kröfur kunni enn að verða hertar eftir ódæðið yfir Sinaí-skaga. Minnsta frávik frá virðingu fyrir bandarísku skilyrðunum getur leitt til þess að félög séu svipt leyfi til flugs til Bandaríkjanna eða lokað sé á viðkomandi flugvöll. Aukið alhliða álag Greiningardeild ríkislögreglu- stjóra birti hinn 5. október 2015 áhættumat og greiningu vegna komu flóttafólks og aukins álags á landa- mærum Íslands. Af skýrslunni má ráða að grípa verður til markvissra og skjótra aðgerða á sviði löggæslu og landamæravörslu, sem er í hönd- um lögreglu, til að bregðast við hinu aukna álagi. Greiningin var gerð áður en rúss- nesku flugvélinni var grandað laug- ardaginn 31. október 2015. Kröfur sem gerðar verða um aukið öryggi vegna þess ódæðis ná til Íslands ekki síður en annarra landa. Flugvellir sem standast ekki alþjóðlegar ör- yggiskröfur verða einfaldlega settir í skammarkrókinn. Ísland hefur þá sérstöðu að fjölgun hælisleitenda eykur álag á landa- mæravörslu á eina alþjóðaflugvelli landsins, í öðrum ríkjum er gripið til sérstakra ráðstafana vegna straums farand- og flóttafólks á landi. Í skýrslu greiningardeildarinnar segir: „Aukið álag vegna fjölgunar hælis- leitenda mun gera starfsmönnum lögreglu erfiðara að halda uppi hefð- bundnu eftirliti og þjónustu.“ Brýnasta verkefni líðandi stundar í öryggismálum þjóðarinnar er að efla lög-, toll- og öryggisgæslu á Kefla- víkurflugvelli. Samhliða áætlunum um öra fjölgun farþega ber að gera heildstæða áætlun um öryggismálin og framkvæma hana – án öryggisins er allt annað unnið fyrir gýg. Eftir Björn Bjarnason » Brýnasta verkefni líðandi stundar í ör- yggismálum þjóðar- innar er að efla lög-, toll- og öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli. Björn Bjarnason Höfundur er fyrrv. ráðherra. Meiri öryggiskröfur auka álag á Keflavíkurflugvelli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.