Morgunblaðið - 13.11.2015, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.11.2015, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2015 Gallup spyr í skoð- anakönnunum sínum hvort aðskilja eigi kirkju og ríki. Með spurningunni gefur Gallup út skýr skila- boð, að kirkja og ríki séu saman eitt. Það er tæpast pólitísk af- staða, langtum frem- ur ábyrgðarlaus áróð- ur. Nú á Gallup mikið undir trúverðugleika og trausti, en grefur undan því með þátttöku í þessum leik. Fyr- irtækið fer án efa að ríkislögum í rekstri sínum og gerir samninga við ríkið. Er þá fyrirtækið rík- isrekið og spyr næst: „Viltu að- skilja ríki og Gallup“? Einu sinni var Ög- mundur Jónasson, þá- verandi innanrík- isráðherra, spurður í fjölmiðlum hvort hann vildi aðskilja ríki og kirkju. Hann svaraði að bragði: „Hvað á að aðskilja“? Þá varð ekk- ert um svör. Björn Bjarnason, þáverandi kirkjumálaráðherra, sagði frá því á kirkju- þingi fyrir nokkrum árum, að nú væri ekk- ert eftir af rekstri og verkefnum kirkjunnar í ráðuneyt- inu nema, að ráðherra gæfi út gjaldskrá fyrir aukaverk presta. Allt annað væri í umsjá og á ábyrgð kirkjunnar sjálfrar. Enda er hverjum manni ljóst, sem les lögin um Þjóðkirkjuna frá árinu 1998, að hún er sjálfstæð og að- skilin frá ríkinu. Það er kjarninn í lögunum. Krafan um aðskilnað kirkju og ríkis er því aumk- unarverð tímaskekkja og kæfir alla skynsamlega umræðu um skipan trúmála í landinu. En ríki og kirkja eiga með sér traust samstarf eins og gildir um fjölmörg félög og fyrirtæki í land- inu, starfa samkvæmt lögum og gera með sér samninga af ýmsum toga. T.d. eru lög um skipulag og rekstur fjármálafyrirtækja langtum ítarlegri, en lögin um kirkjuna. Engum dettur í hug að þau þurfi að aðskilja frá ríkinu, nema þau séu eign þess. Hvergi í lögum er kveðið á um að ríkið eigi Þjóðkirkj- una, þvert á móti, þar sem áhersla er lögð á að hún sé sjálfstæð og lúti eigin stjórn og skipulagi. Samningur ríkis og kirkju um kirkjujarðirnar frá 1997 hefur gjarnan verið nefndur sem dæmi um náin ríkistengsl kirkjunnar. En þau, sem skoða þann samning, sjá strax, að er viðskiptasamningur á sjálfbærum grunni, og ekki síst hagstæður ríkinu sem fékk til fullra umráða kirkjujarðirnar og arðinn af þeim. Þar á meðal eru dýrustu jarðir landsins og verða sumar tæpast metnar til fjár. Í af- gjald fyrir jarðirnar greiðir ríkið m.a. laun 138 prestsembætta, sem hefur með niðurskurði undanfar- inna ára fækkað í 107 embætti. Nú má eflaust hugsa sér annað fyrirkomulag á samningnum, en breytir því ekki, að jarðirnar eru eign kirkjunnar og verða ekki frá henni teknar, án þess að gjald komi fyrir. Þá gæti komið til álíta, að ríkið þjóðnýtti jarðirnar. Ef til vill hafa ungir sjálfstæðismenn haft það í huga á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins í kröfu sinni um aðskilnað ríkis og kirkju, og yrði þá stærsta þjóðnýting sem fram hefur farið á Íslandi. Ég hefði bú- ist við, að ungliðum Vinstri grænna og Samfylkingar gæti frekar dottið slíkt í hug, hvað sem það mundi svo kosta íslenska skattgreiðendur. En sú aðgerð myndi á engan hátt breyta stöðu kirkjunnar sem yrði áfram sjálf- stæð og aðskilin frá ríkinu eins og hún er í núna. Annar aðaltekjustofn kirkjunnar eru sóknargjöldin, elstu fé- lagsgjöld á Íslandi, og ríkið inn- heimtir fyrir öll trú- og lífsskoð- unarfélög í gegnum skattkerfið. Það er þekkt, að ríkið innheimtir gjöld fyrir atvinnu- og félagslífið í landinu. Þess nýtur t.d. Siðmennt. Er það þá ríkisrekið og þurfi að aðskilja frá ríkinu? Eða verklýðs- félögin sem ríkið innheimtir ýmis gjöld fyrir, t.d. félagsgjöldin af starfsfólki sínu. Að vísu hefur ríkið undanfarin ár tekið væna sneið af sóknargjöldunum í sinn eigin rekst- ur og nemur nærri fjórðungi gjaldsins. Líklega hafa engin frjáls mannúðarfélög eins og trúfélögin greitt annað eins í skatt í ríkissjóð af lögbundnum tekjum sínum. Þá er oft haft á orði að kirkjan sé ríkisrekin með ákvæðinu í 62.gr. stjórnarskrárinnar. Þar stendur: „Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera Þjóðkirkja á Íslandi og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“. Hér er engin skipun um ríkis- kirkju. Margir einblína þó á vernd- ina og stuðninginn við kirkjuna, en þá er það skilyrt. Ákvæðið felur í sér, að Þjóðkirkjan sé evangelisk og lútersk, og „að því leyti“ njóti hún verndar og stuðnings. Þetta er því ekki síður yfirlýsing um stuðn- ing og vernd við ræktun menningar á kristnum grunni. Um þetta ákvæði var kosið í þjóðaratkvæða- greiðslunni um stjórnarskrána, þar sem lagt var til að það yrði afnum- ið. Því var hafnað með afgerandi meirihluta og var einasta tillagan í þeirri atkvæðagreiðslu sem þjóðin hafnaði. Hér er einmitt komið að kjarna máls. Þjóðkirkjan er samofin sögu og menningu þjóðarinnar og hefur umsjón með dýrmætum menning- arverðmætum, boðar og ræktar kristinn sið um mannréttindi, helgi lífs og virðingar sem hefur mótað samfélög Norðurlanda um aldir, þar sem lútersk menning og gild- ismat festi dýpstu rætur. Þar standa ríki og kirkja náið saman um að rækta sambúð kristni og þjóðar. Viljum við breyta því? Gall- up gæti spurt um það. Hvað á að aðskilja? Eftir Gunnlaug S. Stefánsson »Ef til vill hafa ungir sjálfstæðismenn haft það í huga um að- skilnað ríkis og kirkju og yrði þá stærsta þjóð- nýting sem fram hefur farið á Íslandi. Gunnlaugur S. Stefánsson Höfundur er sóknarprestur í Heydölum. Árið 1994 fann ég misræmi í opinberum tölum um sýkla- lyfjasölu á Íslandi. Í ljós kom við greiningu að villur sem voru í tölunum allt fram til ársins 1990 höfðu valdið því að salan virtist allt að 13% meiri en hún var í raun. Villurnar ollu því að við Íslendingar höfðum um árabil átt afgerandi Norðurlanda- meistaratitil sem kannski var ekki innistæða fyrir, – í sýklalyfjaáti. Norðurlandametið kann að hafa átt þátt í ákvörðuninni 1991 um að hætta að mestu greiðsluþátttöku í sýklalyfjum, en leiðrétting talnanna leiðir í ljós að metið var ekki svo stórfenglegt, – á þessum árum sóttu Finnar hart að toppsæti Íslendinga. Árið 2011 fann ég aftur misræmi, að þessu sinni innbyrðis milli pakka af OxyContin. Þetta leiddi til kort- lagningar á öllum DDD (defined daily dosis) skilgreiningum í ís- lenska lyfjagagnagrunninum. Niðurstaðan var að um 25% þeirra væru röng (30% ef ónákvæmni í aukastöfum er einnig skilgreind sem villur). Leiðrétting á villunum var á forræði og ábyrgð heilbrigðis- upplýsingasviðs Embættis land- læknis. Haustið 2012 tjáði starfs- maður þess sviðs mér að allar DDD-villur hefðu verið leiðréttar og girt fyrir til frambúðar að önnur villutegund, afturkallanavillur, sem einnig var áhyggjuefni, héldi áfram að valda vandræðum. Í desember sama ár, rétt fyrir starfslok mín á gæða- og eftirlitssviði embættisins, kom í ljós að langt var frá að allt hefði verið leiðrétt. Ég hafði ákveðna tilgátu um hvað úrskeiðis hefði farið í leiðréttingavinn- unni, og bað því strax eftir starfslok um öll gögnin um villukort- lagninguna. Ég fékk þau tveimur árum og sjö mánuðum eftir að beiðnin var send og þurfti til þess fjóra úr- skurði frá úrskurðarnefnd um upp- lýsingamál. Athugun á gögnunum staðfesti grun minn, svo að næsta skref var að athuga hvort líkur væru á að leið- rétt hefði verið eftir starfslok mín. Við þá athugun voru góð ráð dýr. Gagnaafhendingin hafði nefnilega verið háð tveim skilyrðum, – að ég myndi ekki eyða meiru af tíma emb- ættisins vegna þessa gagnamáls (m.ö.o. að með undirskrift minni við móttöku gagnanna væri málinu gagnvart embættinu lokið) og að ég myndi ekki nota gögnin til að vega að öryggi grunnsins. Bæði skilyrðin eru eðlileg í ljósi þess að nýr land- læknir var þarna að afhenda gögn án þess að geta kynnt sér öll atriði málsins til hlítar. Í þeirri stöðu sem upp var komin var fyrra skilyrðið samt nokkur þrándur í götu áfram- haldandi athugunar minnar. Seinna skilyrðið var auðvelt að skrifa undir. Að því gefnu að öryggismál gagna- grunnsins séu í lagi (og um það hef ég ekki tilefni til að efast) er óhugs- andi að löngu hættur fyrrverandi starfsmaður geti ógnað öryggi grunnsins. Fyrra skilyrðið þvældist fyrir mér allt þar til ég tók eftir excel-skjali á heimasíðu embættisins, sem gaf grófa mynd af notkun allra lyfja- flokka á Íslandi. Grófa myndin var nóg því að Lyfjastofnun hafði áður birt ítarleg gögn um heildsölu allra lyfjaflokka á Íslandi. Lyfjastofnun hefur, samkvæmt úrskurði velferð- arráðuneytisins í kærumáli, hætt að birta þessi gögn nú, en ég átti gaml- an hlekk í fórum mínum, auk þess sem vefsafn Landsbókasafns gefur möguleika á uppflettingum í göml- um vefsíðum. Átt- til nífaldur munur á tölum Embættis landlæknis og töl- um Lyfjastofnunar um sölu/notkun húðlyfja staðfesti þann grun minn að enn væri óleiðrétt mikið af villum. Samanburður við tölur frá Sjúkra- tryggingum Íslands leiddi í ljós mun í öðrum lyfjaflokkum og renndi frek- ari stoðum undir tilgátuna. Viðtal við krabbameinssjúkling- inn Matthildi Kristmannsdóttur leiddi hugann að mikilvægi þess að gefinn væri gaumur að gæðum gagnagrunnsins. Matthildur tjáði þjóðinni að geðlæknirinn hennar hefði sífellt bætt á hana lyfjum, stundum án þess að ræða það við hana fyrst. Hún tjáði sig svo sem ekkert sérstaklega um hvort hún hefði tekið öll þessi lyf, en öll þau lyf sem hún hefur sótt eru samt vænt- anlega skráð sem lyfjanotkun henn- ar í lyfjagagnagrunninn. Nú geta 867 læknar skoðað lyfjasögu Matt- hildar. Við skulum gefa okkur að læknarnir geri það einungis ef þeir eiga eitthvert erindi í hennar lyfja- sögu, en Matthildar vegna er samt mikilvægt að lyfjasagan sé sem réttust, og raunar mikilvægt einnig að hægt sé að flagga ef athuga þarf eitthvað betur, til dæmis ef lyfja- ávísanir byggjast á vafasömum eða röngum sjúkdómsgreiningum. Ekki er síður mikilvægt fyrir þá lækna sem ávísa lyfjum fyrir Matthildi að lyfjasaga hennar sé sem réttust, svo að þeir geti veitt henni sem besta þjónustu, en einnig svo að þeir séu varðir gegn ómarktækum bréfa- sendingum vegna ávísana sinna. Fyrir yfirvöld er mikilvægt að eft- irlitstækið sé sem allra réttast, til að lágmarka hættu á málssóknum vegna aðgerða út frá ónákvæmum mælingum. Átt- eða nífaldur munur á grófu myndinni í einum lyfjaflokki, sem og 5-15% óútskýrður munur milli Sjúkratrygginga og Lyfjagagna- grunns í nokkrum flokkum til, gefur vísbendingar um að talnameðferð embættisins hvað lyfjagagnagrunn- inn varðar gefi enn rými fyrir úr- bætur. *Gögn Sjúkratrygginga og Lyfjagagna- grunns eiga sér sama upphaf, – alla af- greidda lyfseðla úr apótekum landsins, óháð greiðsluþátttöku. Lélegar tölur úr lyfjagagnagrunni Eftir Ingunni Björnsdóttur Ingunn Björnsdóttir » Salan virtist allt að 13% meiri en hún var í raun. Villurnar ollu því að við Íslendingar höfðum um árabil átt af- gerandi Norðurlanda- meistaratitil sem kannski var ekki inni- stæða fyrir, – í sýkla- lyfjaáti. Höfundur er dósent við Óslóarháskóla. Í sunnudagsblaðinu er rakin saga konu sem þurfti að endurnýja heyrn- artæki, en samkvæmt reglugerð verður hún að kaupa tækin hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands ef hún ætlar að njóta styrks. Réttlæting heilbrigðisráðherra er meðal annars að aðkoma sérmenntaðs læknis sé nauðsynleg. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ætti að rifja upp slagorðið „báknið burt“ og hve langt sé síðan „Viðtækjaverslun ríkisins“ var lögð af. Þeir menn sem vörðu þá stofnun, á sínum tíma, eru löngu látn- ir og kannski þarf að bíða eftir nátt- úrulegri endurnýjun hjá ráðuneytinu til að starfsemi stöðvarinnar verði endurskoðuð. Í nútímaþjóðfélagi er út í hött að ríkisstofnun hafi sölu á svona búnaði með höndum, eins og ekki væri hægt að kaupa heyrnartól fyrir tölvu- eða hljómflutningstæki nema hjá ríkinu. Ég legg til að öll sala verði tekin út úr Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, en hún gæti sem best, ef talin er ástæða til, sinnt annarri þjónustu sinni áfram. Halldór Friðriksson. Velvakandi Svarað í síma 569- 1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Út í hött að ríkið stjórni sölu heyrnartækja Heyrn Einungis þeir, sem kaupa heyrnartæki af Heyrnar- og talmeina- stöð Íslands, fá styrk til kaupanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.