Morgunblaðið - 18.11.2015, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2015
Breyttu heimilinu með
gluggatjöldum frá okkur
Suðurlandsbraut 6 sími 553 9990 nutima@nutima.is www.nutima.is
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
VIÐTAL
Margrét Kr. Sigurðardóttir
margret@mbl.is
„Þar sem samkeppnin er mikil á
franska markaðnum þarf að spyrja
hvernig Ísland ætlar að ná fram sér-
stöðu með sinn þorsk,“ segir Marie
Christine Mon-
fort, sérfræðing-
ur og ráðgjafi í
markaðssetningu
sjávarafurða, en
hún flytur erindi
á fundi um út-
flutning sjávar-
afurða til Frakk-
lands sem Ís-
landsstofa stend-
ur fyrir á Grand
Hótel Reykjavík í dag.
Í samtali við Marie Christine kem-
ur fram að þorskur sé í fyrsta sæti
þegar horft er til neyslu Frakka á
hvítfiski og í öðru sæti á eftir laxi
þegar horft er til neyslu Frakka á
öllum tegundum af fiski. „Það má því
spyrja hvort Frakkar geti borðað
meiri þorsk en þeir gera nú þegar.
Frakkland er ekki stærsti markað-
urinn fyrir íslenskan þorsk þó að Ís-
lendingar selji töluvert af þorski til
Frakklands. Það er heilmikil sam-
keppni á franska markaðnum því
Ísland þarf að keppa við þorsk frá
Danmörku, Bretlandi, Noregi og
Póllandi. Það eru því fjölmargar aðr-
ar þjóðir að koma með sömu tegund
á markaðinn. Það er því nauðsynlegt
að finna út hvernig Ísland getur gert
betur en hinar þjóðirnar og skapað
sína sérstöðu.“
70% veitingastaða í meðalverði
Marie Christine segir að tækifæri
fyrir þorsk séu heilmikil á veitinga-
húsamarkaðnum í Frakklandi en
hún skiptir markaðnum í þrjár gerð-
ir eftir verðlagningu veitingastað-
anna. „Þorskur er dæmigerður fisk-
ur á matseðlum veitingastaða sem
eru með meðalverð sem er á bilinu
15-35 evrur (2-5.000 krónur). Glæsi-
legustu og dýrustu veitingastaðirnir
eru ekki með þorsk á sínum matseðli
þó að þeir séu með aðrar fisktegund-
ir. Ódýrustu veitingastaðirnir eru
heldur ekki með þorsk því hann er of
dýr fyrir þá. Þorskurinn er því full-
kominn fiskur fyrir veitingastaðina
sem eru á milli dýrustu og ódýrustu
staðanna, þar sem er mestur fjöldi
veitingastaða.“ Hún segir að 70% af
öllum veitingastöðum séu í þeim
flokki sem eru með meðalverð og því
eftir miklu að sækjast.
En hvað þurfa fiskútflytjendur að
hafa í huga þegar farið er inn á
franska markaðinn? „Þorskurinn er
þegar mjög þekktur fiskur í Frakk-
landi. Ísland hefur mjög gott orðspor
meðal þeirra sem eiga viðskipti með
sjávarafurðir en þetta orðspor nær
ekki til almennings í Frakklandi,
sem veit ekki um tengslin milli Ís-
lands og þorsksins. Það þarf að koma
því til skila en í því samhengi þarf að
bera saman kostnað markaðssetn-
ingar við þann ávinning sem næst
með skilaboðunum.“
Marie Christine segist ekki vera
með einfalt svar við því hvernig ná
eigi sérstöðu fyrir íslenskan þorsk á
franska markaðnum. „Auðvitað er
meiri markaðssetning möguleg en
það er kostnaðarsamur valkostur.
Það þarf að hafa í huga að markaðs-
setning er langtíma verkefni. Það
tekur tíma að festa ímynd í sessi og
örfá ár duga ekki til þess.“
Áhrif nýafstaðinna atburða
Í ljósi nýafstaðinna hryðjuverka í
París er hún spurð hvort þeir at-
burðir muni hafa áhrif á markaðinn?
„Það er erfitt að segja til um það. Ég
get einungis svarað út frá mér per-
sónulega en í fyrradag fór ég ásamt
vinum mínum til að borða á einum af
veitingastöðunum sem urðu fyrir
árásinni á föstudaginn. Þegar ég
kem til baka til Parísar á laugardag-
inn þá fer ég aftur á þann veitinga-
stað. Við ætlum ekki að láta þessa at-
burði breyta venjum okkar. Það er
erfitt að segja hvort þetta muni
valda minni eftirspurn hjá frönskum
veitingastöðum en mig grunar að svo
verði ekki. En auðvitað er það mat
mitt bara byggt á tilfinningu.“
Draga þarf fram sér-
stöðu íslenska þorsksins
Morgunblaðið/Golli
Frakkland Þorskurinn er vinsæll.
Mikil samkeppni á franska markaðnum enda þorskur vinsæll á veitingastöðum
800 þúsund bifreiða sem Volks-
wagen hefur framleitt en að enn
hafi ekki tekist að leggja raunhæft
mat á hve mikill mismunurinn er.
Í tilkynningu frá ráðuneytinu
segir að undanfarið hafi verið til
skoðunar hver áhrif rangrar
skráningar gætu verið, annars
vegar á innflytjendur ökutækjanna
og hins vegar á eigendur þeirra
en við álagningu vörugjalds og
bifreiðagjalds á ökutæki er tekið
mið af magni koltvísýrings í út-
blæstri.
Forstjóri Volkswagen Group,
Matthias Müller, hefur ritað bréf
til fjármála- og efnahagsráðherra,
Bjarna Benediktssonar, þar sem
óskað er eftir að viðbótarkröfum í
opinberum gjöldum vegna rangrar
skráningar mengunar í útblæstri
ökutækja frá Volkswagen, verði
beint að Volkswagen Group en
ekki að viðskiptavinum fyrir-
tækisins.
Í bréfinu kemur fram að mis-
munur á skráðum og mældum
koltvísýringsútblæstri nái til um
Volkswagen vill borga beint í ríkissjóð
Tekur á sig gjöld vegna útblásturs
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bílar Volkswagen áætlar að mismunur á útblæstri nái til 800 þúsund bíla.
● Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði
um 0,2% í október og hefur gildi hag-
vísisins ekki verið hærra í uppsveiflu
síðan 2006. Hagvísirinn er vísitala sem
gefur vísbendingu um efnahagsumsvif
að sex mánuðum liðnum.
Í greiningu Analytica kemur fram að
hækkunin nú skýrist einkum af mikilli
fjölgun ferðamanna, hækkun vænt-
ingavísitölu Gallup og auknu aflamagni.
Það er þó tiltekið að sem fyrr séu
áhættuþættir í ytra umhverfi sem ógn-
að gætu hagvexti einkum tengdir stöð-
unni í alþjóðastjórnmálum, óvissu í
efnahagsmálum nýmarkaðsríkja og
Kína og áhrifum á helstu viðskiptalönd.
Hagvísirinn er samansettur úr sex
undirþáttum og hækkuðu fimm þeirra í
október frá fyrra ári.
Leiðandi hagvísir ekki
hærri síðan 2006
!
""!
!!!!
#
##
$
%%
!"
"
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
""!
"!%
!%%!
##
#$#
"!"
$##
!
%
"!""
!!
#"#
#"
#
$!$
!##
#
"%
Áætla má að fjár-
festingar í hótel-
byggingum muni
nema um 38 millj-
örðum króna frá
2015 til 2018, að
því er fram kemur
í Hagsjá Lands-
bankans. Með
lóðarkaupum gæti
heildarfjárfest-
ingin numið 47 milljörðum króna.
Við Hlíðarenda, Höfðatorg og á
miðborgarsvæðinu er áætlað að fjár-
festingin nemi um 35 milljörðum
króna. Landsbankinn gerir ráð fyrir
að fjöldi ferðamanna á hvert herbergi
muni fara úr 115 árið 2014 og upp í
183 árið 2018, þrátt fyrir fjölgun hót-
elrýma. Það felur í sér að nýting haldi
áfram að aukast, en hún var 80% í
fyrra.
Hótel fyrir
47 milljarða
Hótel Miklar fjár-
festingar næstu ár.
Landsbankinn spá-
ir enn betri nýtingu
● Útlit er fyrir að
einkaneysla vaxi
hraðar á seinni
helmingi ársins en
á þeim fyrri, að því
er segir í Morgun-
korni Íslandsbanka.
Á fyrri árshelmingi
jókst kortavelta
einstaklinga um
4,8% að raunvirði
á milli ára, á sama
tíma og einkaneysla jókst um 4,4%.
Alls jókst kortavelta einstaklinga um
6,3% að raunvirði á milli ára í október.
Þar af jókst kortavelta Íslendinga á er-
lendri grundu um 21,4% en kortavelta
innanlands um 4,1%. Það sem af er
seinni árshelmingi hefur kortavelta ein-
staklinga aukist um 6,4% að raunvirði.
Einkaneysla vex hraðar
á síðari hluta ársins
Einkaneysla fer
hraðvaxandi.
STUTTAR FRÉTTIR ...
Marie Christine
Monfort