Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 5
22.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5 Búðu þig undir skapandi framtíð Arnaldur Starri Stefánsson Móttökustjóri á Hotel Natur Ferðin frá hugmynd að farsælu fyrirtæki með skýra framtíðarsýn kallar á öflugan samstarfsaðila. Kynntu þér þjónustu okkar á arionbanki.is/fyrirtaeki Fyrirtækjaþjónusta Arion banka kannski að gefa upplifun og þurfi ekki að kosta mikið. „Fallegt jóla- kort með heimboði í bröns, eða loforð um að hittast og spjalla yfir kaffi getur verið mjög skemmtileg gjöf. Tíminn líður hratt og ég held að þegar við lítum til baka munum við flest óska þess að hafa eytt peningunum frekar í samveru en í jólapakka sem verða löngu gleymdir.“ Spyrja má mínímalistann hvort hann sé með óskalista, og svo seg- ir Magnea líka fína lausn að gefa gjafakort. „En ef þarf endilega að setja eitthvað áþreifanlegt í pakk- ann þá er gott ef það er eitthvað sem má nota upp til agna, eins og fallegt kerti eða eitthvað matar- kyns, kannski smákökur eða ban- anabrauð að hætti heimilisins. Flestum þykir líka vænt um að vita að góðgerðarfélag fékk styrk í þeirra nafni.“ Getty Images/iStockphoto Miðað við tölur Rannsóknaseturs versl- unarinnar má reikna með að jólahaldið kosti dæmigerða fjögurra manna fjöl- skyldu nærri 180.000 kr. Er þá búið að telja með matarútgjöldin, jólagjafa- kaupin og allt hitt sem fylgir. Þessi tala rímar við það áfall sem svo margir fá þegar greiðslukortareikningurinn berst í janúar. Einn af kostum þess að halda mínímalísk jól er að með því má spara í jólaútgjöldunum, enda minna eytt í óþarfa. Magnea kannast við að eyða minna í jólin nú þegar fjölskyldan hefur tileinkað sér mínímalismann. „Jólin á heimilinu í fyrra kostuðu ekki mikið, en samt eig- um við tvö börn og komum úr stórum fjölskyldum. Og samt voru jólin æðisleg. Ég man hvað ég fann sterklega fyrir því að jólin voru streitulausari og ánægju- legri en áður, og það þó ég hefði verið í fæðingarorlofi jólin þar á undan en aftur byrjuð að vinna af kappi um síðustu jól,“ segir hún. „Kannski er hluti af þessu að mínímalismanum fylgir að hugsa fram í tímann, vera jafnvel með lista og vita hvað maður vill og hvað vantar. Jólin koma manni þá ekki í opna skjöldu, og engin þörf á að fríka út á Þorláksmessu. Það er skrítið hvað jólin koma fólki oft á óvart, þó að þau virðist alltaf koma upp á sama tíma árs.“ ÓDÝRARI OG AFSLAPPAÐRI JÓL lags þessa tvo síðustu mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra varð verðhjöðnun í vísitölu neyslu- verðs án húsnæðis, svo raunaukningin milli ára árið 2014 var því nær 4,9%.“ Eyðum meira almennt? Þá segir Pálmar að þessi mikla aukning í jóla- verslun sé ekki endilega öll komin til vegna þess að fólk muni eyða svo miklu meira í jólahaldið. „Það er erfitt að segja til um hversu mikið af þessari hækkun er beinlínis vegna veglegra jóla- halds, og hversu mikið af hækkuninni skýrist af því að fólk eyði meira almennt. Þetta ár hafa margar stéttir gengið frá kjarasamningum og Rannsóknasetur verslunarinnar birti á föstudag árlega spá um umfang jólaverslunarinnar á Ís- landi. Samkvæmt spámódeli rannsóknasetursins má búast við að jólaverslun aukist um 6,5% að raunvirði og 7% af nafnvirði. Er það töluvert meiri aukning en á síðasta ári þegar setrið spáði 4,5% aukningu að nafnvirði. Pálmar Þorsteinsson, hagfræðingur og einn höfunda skýrslunnar, bend- ir þó á að meta verði þessa mismunandi hækkun milli ára með tilliti til verðbólgu. „Í spánni fyrir þessi jólin gerum við ráð fyrir 0,5% hækkun verð- laun farið hækkandi, og má vænta þess að það auki neyslu fólks á öllum árstímum að hafa meira milli handanna.“ Fleiri breytur gætu skýrt aukna neyslu almennt, og tilgreinir Pálmar að í byrjun árs lækkaði efra þrep virðisaukaskatts úr 25,5% niður í 24%, en reyndar hafi neðra þrepið hækkað á sama tíma. Um leið voru vörugjöld felld niður á ýmsum vöru- flokkum, raftækjum þar á meðal. „Má sjá áhrifin í því að á tólf mánaða tímabili sem endaði í október 2015 mældist sala á snjallsímum 30% meiri en á sama tímabili árið á undan. Sala á húsgögnum hef- ur líka aukist töluvert en hins vegar virðist fata- og skóverslun hafa átt undir högg að sækja.“ Eyðum meira þessi jólin en síðustu BÚIST ER VIÐ AÐ JÓLAVERSLUN MUNI AUKAST UM 6,5% AÐ RAUNVIRÐI Í NÓVEMBER OG DESEMBER MIÐAÐ VIÐ SAMA TÍMABIL Í FYRRA. EKKI ER ÞÓ ÖLL AUKNINGIN VEGNA AUKINNA JÓLAÚTGJALDA HELDUR VIRÐIST FÓLK ALMENNT FARIÐ AÐ GERA BETUR VIÐ SIG ALLA MÁNUÐI ÁRSINS. Pálmar Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.