Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 6
* Við getum ekki útrýmt orsökum harmleiksins aðundanförnu vegna þess að þær er ekki að finna áströndum Evrópu heldur handan þeirra. Bohuslav Sobotka, forsætisráðherra Tékklands. Alþjóðamál KRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.11. 2015 Oft hafa menn reynt að afsaka hatur ofstækisfullra múslíma á vestrænum þjóðum (og Ísr- aelum) með því að vitna í stuðning stórveldanna við ein- ræðisstjórnir í Egyptalandi og víðar. Einnig skopmyndir í blöðum af Múhameð, slæma meðferð á aröbum á nýlendu- skeiðinu og fleiri syndir. Einfaldasta skýringin er þó sú að þeir hata það sem við erum: lýðræðisþjóðir þar sem fólk nýtur skoðana- og tján- ingarfrelsis. Ef slík rétt- indi ná góðri fótfestu í lönd- um múslíma er úti um Ríki íslams. Hryðjuverkin í París hafaminnt óþyrmilega á vandasem oft hefur tekist að fela að einhverju leyti: Stór hluti innflytjenda frá löndum múslíma hefur safnast saman í gettóum stórborganna, fær enga vinnu, lifir á bótum og aðlagast ekki vestræn- um lífsháttum. Ungir karlar í hverfunum verða smákrimmar. Í kjölfarið verða þeir móttækilegir fyrir pólitískum öfgum og hatri þegar þeir nást og sitja af sér dóma í fangelsunum þar sem mikið er um áróðursmeistara herskárra íslamista. Sumir ungu mannanna fara alla leið, ganga til liðs við Ríki íslams, IS. Franski rannsóknadómarinn Marc Trevidic, sem hefur mikla reynslu af hryðjuverkamálum, var- aði við hættunni í janúar. „Frakk- land er helsta skotmark herja hryðjuverkamanna með ótakmark- aðar bjargir … og löngun sem þeir hafa hvað eftir annað látið ótvírætt í ljós til að ráðast á okkur,“ sagði Trevidic í viðtali við Paris Match. Þeir myndu gera nokkrar árásir á samtímis á skotmörk sem virtust ofur hversdagsleg, „kvikmyndahús, stórmarkað, vinsælt samkomuhús“. Og síðan yrði efnt til enn stórtæk- ari aðgerða. Fyrir um áratug kom til gríð- arlegra óeirða í fátækrahverfum Frakklands, sem eru að mestu leyti byggð múslímum. Kveikt var í mörg þúsund bílum, lögreglan barðist við hópa ungra manna sem voru þá og eru enn utan við franskt samfélag, lifðu í öðrum heimi en venjulegir Frakkar. Í grein Douglas Murrays í tímaritinu Spectator er minnt á að þessi tíð- indi hafi vaki nokkra athygli um hríð en síðan gleymst. Vandanum sópað undir teppið. Murray segir frá rannsókn sem þekktur fræðimaður á sviði íslams, Gilles Kepel, stýrði 2011. Nið- urstaðan var að hverfið Seine- Saint-Denis og nokkur önnur hverfi í París væru orðin „aðskilin samfélög íslams“ sem litu ekki á sig sem hluta Frakklands og létu lög byggð á sharia hafa forgang á frönsk lög. Franskir múslímar væru í vaxandi mæli farnir að „samsama sig gildum íslams frem- ur en gildum franska ríkisins“. Sums staðar hefði veraldlegum, ríkisreknum grunnskólum verið í reynd breytt í íslamska skóla. Hvarvetna eru sömu ummerkin, í París og Marseille í Frakklandi, í Birmingham í Bretlandi, í Belgíu, Danmörku, Svíþjóð. Alls staðar eru borgarhverfi sem eru eins og eyjar tortryggni og ofstækis sem músl- ímaklerkar ýta margir undir í föstudagsbænum. Þeir minna fólk á að hafa ekki of mikil samskipti við villutrúarmennina, „hina“. Svæði í Malmö í Svíþjóð eru svo hættuleg vegna yfirgangs glæpamanna sem veifa fánum íslams að sænska lög- reglan hættir sér sjaldan inn í þau. Flokkar í miklum vanda Stjórnsýsla Frakka forðast eins og heitan eldinn að draga fólk í dilka eftir trúarbrögðum og þess vegna er eru ekki til opinberar tölur um hlutfall múslíma í fangelsum lands- ins. En þeir sem rannsakað hafa málið segja að um 70% allra fanga séu úr minnihlutahópi múslíma í landinu. Talið er að allt að 10% íbúa Frakklands núna séu múslím- ar, hvergi í Vestur-Evrópu er þetta hlutfall jafn hátt. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar í Evrópuríkjum eru nú margir í miklum vanda vegna upplausnarinnar sem hratt vax- andi fjöldi farand- og flóttamanna frá Mið-Austurlöndum og Norður- Afríku hefur valdið. Pópúlista- flokkar, sem hirða þau stefnumál hægrimanna og vinstrimanna sem líklegast er að gefi atkvæði, hrósa happi. Spár þeirra hafa ræst. Þeir hafa lengi varað við óheftum inn- flutningi frá löndum íslams. Hvaðan fá popúlistaflokkar fylgi? Rannsóknir hafa sýnt að Danski þjóðarflokkurinn hefur einkum lað- að að sér gamla stuðningsmenn jafnaðarmanna sem finnst að flokksforystan hafi svikið sig. Henni sé sama um kjör alþýðufólks sem þurfi í daglegu lífi sínu að kljást við erfiðleika vegna mis- heppnaðrar aðlögunar innflytjenda. Í Frakklandi stormar Þjóðarfylk- ing Marine Le Pen fram í skoð- anakönnunum. Lengi hefur verið vitað að kjarninn í fylgi flokksins, sem oftast er í fréttamiðlum kall- aður hægri-öfgaflokkur, saman- stendur af fólki úr gamla komm- únistaflokknum og sósíalistaflokknum. Hugmyndin Le Pen Frakklands- forseti, nokkuð sem flestir hefðu álitið fjarstæðu fyrir fáeinum ár- um, er það ekki lengur. En Francois Hollande forseti og sósíal- istar reyna nú í örvæntingu að finna milliveg: friða þá sem vilja stemma stigu við auknum innflutn- ingi og þá sem segja að það sé sið- ferðisleg skylda Frakka að taka við enn fleiri innflytjendum frá fátæk- um og stríðshrjáðum löndum. Væntanlegir böðlar Ríkis íslams MÚSLÍMAGETTÓIN Í MÖRGUM STÓRBORGUM VESTUR- EVRÓPU ERU ORÐIN KLAKSTÖÐVAR FYRIR TORTRYGGNI, OFSTÆKI OG HATUR. ÞAR OG Í FANGELSUNUM FISKA LIÐSMENN RÍKIS ÍSLAMS OG VEIÐA VEL. ÞAÐ SEM VIÐ ERUM AFP Franskir hermenn á verði við inngang aðalmoskunnar í Strassborg á föstudag, minning þeirra sem féllu í árásunum fyrir rúmri viku í París var minnst við föstudagsbænirnar. Nokkrir múslímar létu lífið í árásunum í París. HEIMURINN NAHAVA sKúbver öldstjórnv seg ög ýti undir ólöglegan út en nær 2.000 Kúbverj landamærum Níkaragv og komast Fólkið vill en Níkarag náin við kommú neitar því bóginn. Sam frá 1966 e mun auðve landvistarle komið kakerfi nns mun ðuma numhaf ölmörgadondaríkjBa þvættaskúffu aldmiðla.ogilla feng Ströng fj höft eru Kína. Fjö kna a AKKLAR orf PíLíf er nú að færast að mestu í eðlilegt h lræði in mannskæðu fyrir rúmri viku þegar nær 130 ðrásu var viS. Ljóm íslamista á þ búð í Den s-heirra sem féll í áhlaupi lögreglu á í St eiðtogr l i psi ur fantd n er ÍSR ára Band estínskir hryðjuverþeirra fimm sem pal anum og í Tel Aviv á fimmtudag.myrtu áVesturbakk g hnífum í árásunum.TveirBeitt var byssum o nn eru báðir í haldi lögreglu.meintir tilræðisme ahu forsætisráðherra segir aBenjamin Netany fordæmi ttu einnig aðtilræðin í París æ fordæ sam o æði í Ísrael.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.